Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2018 12:36 Liberman á blaðamannafundi í morgun. AP/Ariel Schalit Avigdor Liberman hefur sagt af sér sem varnarmálaráðherra Ísrael og segir að réttast væri að kalla til nýrra kosninga. Liberman sagði af sér vegna vopnahlés sem Ísrael hefur gert við Hamas-samtökin sem samþykkt var í gær. Hann segir það hafa verið ranga ákvörðun og með því séu yfirvöld Ísrael að gefa eftir gegn hryðjuverkasamtökum. „Það sem við erum að gera er að kaupa frið og ró dýru verði án þess að vera með áætlun til lengri tíma til að draga úr árásum á okkur,“ sagði Liberman á blaðamannafundi í morgun.Vopnahléið var samþykkt með aðkomu yfirvalda Egyptalands eftir umfangsmiklar árásir á Gasa og í Ísrael síðustu daga. Liberman hefur að undanförnu kallað eftir því að gripið verði til aðgerða gegn Hamas og hefur hann jafnvel sagt að réttast væri að gera innrás á Gasa og koma Hamas-liðum frá völdum þar.Sjá einnig: Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á GasaBenjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, mun að öllum líkindum taka að sér skyldur varnarmálaráðherra um tíma þegar afsögn Liberman tekur gildi eftir tvo sólarhringa. Forsvarsmenn Hamas segja afsögn Liberman vera sigur fyrir Gasa. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hafa tekið undir ákall Liberman eftir kosningum. til stendur að kjósa í nóvember á næsta ári. Talsmaður Likut, flokks Netanyahu, segir óþarft að boða til kosninga að svo stöddu.Mörg hundruð sprengjum varpað á sólarhring Á rétt rúmum sólarhring var minnst 460 sprengjum varpað á Ísrael frá gasa og svöruðu Ísraelsmenn með fjölmörgum loftárásum. Útlit var fyrir að það stefni í fjórða stríðið á Gasa á einungis áratug. Liberman gagnrýndi herinn á blaðamannafundi sínum í morgun og sagði viðbrögðin við árásunum ekki hafa verið samræmi við alvarleika þeirra. Allt í allt gerði herinn um 160 loftárásir á Gasa. Ísraelsmenn hafa haft Gasaströndina í herkví frá því að Hamas tók við völdum þar árið 2007. Farið er fram á að Hamas-liðar afvopnist en þeir hafa þvertekið fyrir það.Gengið fram hjá rústum fjölbýlishúss á Gasa.AP/Khalil HamraUndanfarna mánuði hefur Hamas haldið vikuleg og fjölmenn mótmæli við landamæri Gasa og Ísrael vegna herkvínnar. Fjölmargir Palestínumenn verið skotnir til bana af hermönnum á þessum tíma og hafa Ísraelsmenn verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása frá Gasa og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael. Nýjustu átökin hófust þegar upp komst um dulbúna sérsveitarmenn Ísrael á Gasaströndinni. Til skotbardaga kom sem sjö Hamas-liðar og einn háttsettur sérsveitarmaður féllu í. Í kjölfar þess byrjuðu Hamas-liðar að varpa sprengjum á Ísrael. Talið er að sjö manns hafi fallið í Palestínu og þar af tveir borgarar. Einn maður dó í Ísrael og þrír særðust alvarlega þegar sprengja lenti á heimili þeirra. Hamas-liðar hættu svo árásum sínum í gærkvöldi og lýstu yfir vopnahléi. Eftir sjö tíma fund öryggisráðs Ísrael var ákveðið að samþykkja vopnahlé.Sagður hafa tekið einhliðla ákvörðun um samþykkt vopnahlés AP fréttaveitan segir íbúa í bænum Sderot í suðurhluta Ísrael hafa mótmælt þeirri ákvörðun að samþykkja vopnahlé. Sderot varð fyrir fjölmörgum eldflaugum og sprengjum Hamas á síðustu dögum og vilja mótmælendur að yfirvöld Ísrael taki hörðum höndum á Hamas vegna árásanna. Netanyahu hefur þó kynnt samþykkt vopnahlésins sem samróma ákvörðun öryggisráðs Ísrael og segir hana hafa verið byggða á ráðleggingum hersins. Liberman og aðrir ráðherra sem þykja harðlínumenn hafa þó gagnrýnt vopnahléið opinberlega.Heimildir fjölmiðla í Ísrael herma að Netanyahu hafi einni tekið ákvörðun um að samþykkja vopnahlé, þrátt fyrir að minnst fjórir aðrir meðlimir öryggisráðsins væru mótfallnir því, og að forsætisráðherrann hafi tekið þá ákvörðun án þess að láta ráðið greiða atkvæði um hana.Netanyahu greip til varna í gær og sagðist hafa aðgang að upplýsingum sem gæfu honum betri yfirsýn en öðrum. „Óvinir okkar grátbiðu um vopnahlé og þeir vita vel af hverju. Ég get ekki deilt framtíðarætlunum okkar. Við munum ákveða tíma og vettvang sem er réttur fyrir Ísrael og öryggi íbúa okkar,“ sagði Netanyahu samkvæmt AP fréttaveitunni. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Avigdor Liberman hefur sagt af sér sem varnarmálaráðherra Ísrael og segir að réttast væri að kalla til nýrra kosninga. Liberman sagði af sér vegna vopnahlés sem Ísrael hefur gert við Hamas-samtökin sem samþykkt var í gær. Hann segir það hafa verið ranga ákvörðun og með því séu yfirvöld Ísrael að gefa eftir gegn hryðjuverkasamtökum. „Það sem við erum að gera er að kaupa frið og ró dýru verði án þess að vera með áætlun til lengri tíma til að draga úr árásum á okkur,“ sagði Liberman á blaðamannafundi í morgun.Vopnahléið var samþykkt með aðkomu yfirvalda Egyptalands eftir umfangsmiklar árásir á Gasa og í Ísrael síðustu daga. Liberman hefur að undanförnu kallað eftir því að gripið verði til aðgerða gegn Hamas og hefur hann jafnvel sagt að réttast væri að gera innrás á Gasa og koma Hamas-liðum frá völdum þar.Sjá einnig: Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á GasaBenjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, mun að öllum líkindum taka að sér skyldur varnarmálaráðherra um tíma þegar afsögn Liberman tekur gildi eftir tvo sólarhringa. Forsvarsmenn Hamas segja afsögn Liberman vera sigur fyrir Gasa. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hafa tekið undir ákall Liberman eftir kosningum. til stendur að kjósa í nóvember á næsta ári. Talsmaður Likut, flokks Netanyahu, segir óþarft að boða til kosninga að svo stöddu.Mörg hundruð sprengjum varpað á sólarhring Á rétt rúmum sólarhring var minnst 460 sprengjum varpað á Ísrael frá gasa og svöruðu Ísraelsmenn með fjölmörgum loftárásum. Útlit var fyrir að það stefni í fjórða stríðið á Gasa á einungis áratug. Liberman gagnrýndi herinn á blaðamannafundi sínum í morgun og sagði viðbrögðin við árásunum ekki hafa verið samræmi við alvarleika þeirra. Allt í allt gerði herinn um 160 loftárásir á Gasa. Ísraelsmenn hafa haft Gasaströndina í herkví frá því að Hamas tók við völdum þar árið 2007. Farið er fram á að Hamas-liðar afvopnist en þeir hafa þvertekið fyrir það.Gengið fram hjá rústum fjölbýlishúss á Gasa.AP/Khalil HamraUndanfarna mánuði hefur Hamas haldið vikuleg og fjölmenn mótmæli við landamæri Gasa og Ísrael vegna herkvínnar. Fjölmargir Palestínumenn verið skotnir til bana af hermönnum á þessum tíma og hafa Ísraelsmenn verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása frá Gasa og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael. Nýjustu átökin hófust þegar upp komst um dulbúna sérsveitarmenn Ísrael á Gasaströndinni. Til skotbardaga kom sem sjö Hamas-liðar og einn háttsettur sérsveitarmaður féllu í. Í kjölfar þess byrjuðu Hamas-liðar að varpa sprengjum á Ísrael. Talið er að sjö manns hafi fallið í Palestínu og þar af tveir borgarar. Einn maður dó í Ísrael og þrír særðust alvarlega þegar sprengja lenti á heimili þeirra. Hamas-liðar hættu svo árásum sínum í gærkvöldi og lýstu yfir vopnahléi. Eftir sjö tíma fund öryggisráðs Ísrael var ákveðið að samþykkja vopnahlé.Sagður hafa tekið einhliðla ákvörðun um samþykkt vopnahlés AP fréttaveitan segir íbúa í bænum Sderot í suðurhluta Ísrael hafa mótmælt þeirri ákvörðun að samþykkja vopnahlé. Sderot varð fyrir fjölmörgum eldflaugum og sprengjum Hamas á síðustu dögum og vilja mótmælendur að yfirvöld Ísrael taki hörðum höndum á Hamas vegna árásanna. Netanyahu hefur þó kynnt samþykkt vopnahlésins sem samróma ákvörðun öryggisráðs Ísrael og segir hana hafa verið byggða á ráðleggingum hersins. Liberman og aðrir ráðherra sem þykja harðlínumenn hafa þó gagnrýnt vopnahléið opinberlega.Heimildir fjölmiðla í Ísrael herma að Netanyahu hafi einni tekið ákvörðun um að samþykkja vopnahlé, þrátt fyrir að minnst fjórir aðrir meðlimir öryggisráðsins væru mótfallnir því, og að forsætisráðherrann hafi tekið þá ákvörðun án þess að láta ráðið greiða atkvæði um hana.Netanyahu greip til varna í gær og sagðist hafa aðgang að upplýsingum sem gæfu honum betri yfirsýn en öðrum. „Óvinir okkar grátbiðu um vopnahlé og þeir vita vel af hverju. Ég get ekki deilt framtíðarætlunum okkar. Við munum ákveða tíma og vettvang sem er réttur fyrir Ísrael og öryggi íbúa okkar,“ sagði Netanyahu samkvæmt AP fréttaveitunni.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira