Hlutfall nemenda í starfsnámi á Íslandi með því lægsta í Evrópu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 11:55 Flestir nemendur sem velja starfsnám eru í húsasmíði, rafiðnum og sjúkraliðanámi. Fréttablaðið/Anna Fjóla Aðeins 13,5 prósent ungra nýnema á framhaldsskólastigi völdu einhverskonar starfsnám á síðasta skólaári. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Menntamálastofnunar. Það er þó örlítil fjölgun frá árinu áður en talsvert undir meðaltali síðustu tíu ára. Hlutfall nemenda í starfsnámi á Íslandi er með því lægsta í Evrópu en einungis í Litháen og á Írlandi er hlutfallið lægra samkvæmt nýrri skýrslu OECD um menntamál. Að meðaltali stunda tæp 19 prósent ungs fólks í 27 Evrópulöndum starfsnám en hér á landi er hlutfallið 10,2 prósent. Flestir nemendur sem velja starfsnám eru í húsasmíði, rafiðnum og sjúkraliðanámi. Þá er meðalaldur við brautskráningu úr starfsnámi hæstur hér á landi. Fjórði hver nýnemi í starfsnámi var á síðasta námsári yfir tvítugu og meðalaldur við fyrstu brautskráningu var tæp 28 ár. Ísland er einnig sér á báti þegar litið er á kynjahlutföll í starfsnámi. Hlutfall ungra kvenna (15 – 24 ára) í starfsnámi á framhaldsskólastigi árið 2016 var 16,5 prósent á móti 32 prósent karla. Þetta er næstlægsta hlutfall ungra kvenna í starfsnámi miðað við önnur Evrópulönd og næstmesti kynjamunurinn. Þá voru karlar í meirihluta í tveimur vinsælustu iðngreinunum á Íslandi, húsasmíði og rafiðnum á meðan einungis örfáar konur lögðu stund á þessar greinum. Konur eru í miklum meirihluta nemenda í sjúkraliðanámi, listtengdu starfsnámi og á félagsliðabrautum. Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Aðeins 13,5 prósent ungra nýnema á framhaldsskólastigi völdu einhverskonar starfsnám á síðasta skólaári. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Menntamálastofnunar. Það er þó örlítil fjölgun frá árinu áður en talsvert undir meðaltali síðustu tíu ára. Hlutfall nemenda í starfsnámi á Íslandi er með því lægsta í Evrópu en einungis í Litháen og á Írlandi er hlutfallið lægra samkvæmt nýrri skýrslu OECD um menntamál. Að meðaltali stunda tæp 19 prósent ungs fólks í 27 Evrópulöndum starfsnám en hér á landi er hlutfallið 10,2 prósent. Flestir nemendur sem velja starfsnám eru í húsasmíði, rafiðnum og sjúkraliðanámi. Þá er meðalaldur við brautskráningu úr starfsnámi hæstur hér á landi. Fjórði hver nýnemi í starfsnámi var á síðasta námsári yfir tvítugu og meðalaldur við fyrstu brautskráningu var tæp 28 ár. Ísland er einnig sér á báti þegar litið er á kynjahlutföll í starfsnámi. Hlutfall ungra kvenna (15 – 24 ára) í starfsnámi á framhaldsskólastigi árið 2016 var 16,5 prósent á móti 32 prósent karla. Þetta er næstlægsta hlutfall ungra kvenna í starfsnámi miðað við önnur Evrópulönd og næstmesti kynjamunurinn. Þá voru karlar í meirihluta í tveimur vinsælustu iðngreinunum á Íslandi, húsasmíði og rafiðnum á meðan einungis örfáar konur lögðu stund á þessar greinum. Konur eru í miklum meirihluta nemenda í sjúkraliðanámi, listtengdu starfsnámi og á félagsliðabrautum.
Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira