Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Karl Lúðvíksson skrifar 14. nóvember 2018 09:46 Mynd úr safni Flugufréttir og Hagfræðistofnun standa fyrir fundi um virði lax- og silungsveiða fimmtudaginn 15. nóvember en virði lax- og silungsveiða í hugum veiðimanna er ómetanlegt en Hagfræðistofnun hefur nú fest fingur á fjárhagslegt virði og ábata af veiðum á Íslandi. Oddgeir Ágúst Ottesen, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun kynnir skýrslu hagfræðistofnunar um virði lax- og silungsveiða. Skýrslan byggir á umfangsmikilli gagnaöflun þar sem upplýsinga var aflað frá yfir tvö hundruð veiðiréttarhöfum, hátt í fjögur hundruð stangaveiðimönnum, eigendum veiðibúða, leigutökum, leiðsögumönnum og fleirum. Í skýrslunni er lagt mat á tekjur af veiðunum, bæði tekjur landeigenda og leigutaka, ásamt annarra tekna sem rekja má til veiðanna. Að erindi hans loknu verður boðið upp á pallborðsumræður þar sem Guðrún Sigurjónsdóttir, stjórnarformaður í Veiðifélagi Norðurár, Ingimundur Bergsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Veiðikortsins og Oddgeir ræða nánar um niðurstöður skýrslunnar. Fundarstjóri er Dögg Hjaltalín, einn af eigendum Flugufrétta. Ókeypis er á fundinn og allir velkomnir en mikilvægt er að skrá sig því að takmörkuð sæti eru í boði. Skráning er hér: https://www.eventbrite.com/e/viri-lax-og-silungsveii-tickets-52172125231 en fundurinn byrjar kl 8:30 í Ægisgarði, Eyjarslóð 5.Um þátttakendur: Oddgeir Ágúst Ottesen er með doktorspróf í hagfræði frá Kaliforníuháskólanum í Santa Barbara (UCSB) og hefur frá 2008 unnið við ráðgjafastörf, við kennslu, hjá Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu. Hann hefur starfað hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands frá janúar 2018. Guðrún Sigurjónsdóttir er kúa- og fjárbóndi á Glitstöðum í Norðurárdal ásamt eiginmanni sínum. Guðrún er rekstrarfræðingur og er stjórnarformaður í Veiðifélagi Norðurár og Kaupfélagi Borgfirðinga. Ingimundur Bergsson er stofnandi og framkvæmdastjóri Veiðikortsins sem hann hefur starfrækt til fjölda ára. Ingimundur er einnig skrifstofustjóri SVFR. Mest lesið Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði
Flugufréttir og Hagfræðistofnun standa fyrir fundi um virði lax- og silungsveiða fimmtudaginn 15. nóvember en virði lax- og silungsveiða í hugum veiðimanna er ómetanlegt en Hagfræðistofnun hefur nú fest fingur á fjárhagslegt virði og ábata af veiðum á Íslandi. Oddgeir Ágúst Ottesen, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun kynnir skýrslu hagfræðistofnunar um virði lax- og silungsveiða. Skýrslan byggir á umfangsmikilli gagnaöflun þar sem upplýsinga var aflað frá yfir tvö hundruð veiðiréttarhöfum, hátt í fjögur hundruð stangaveiðimönnum, eigendum veiðibúða, leigutökum, leiðsögumönnum og fleirum. Í skýrslunni er lagt mat á tekjur af veiðunum, bæði tekjur landeigenda og leigutaka, ásamt annarra tekna sem rekja má til veiðanna. Að erindi hans loknu verður boðið upp á pallborðsumræður þar sem Guðrún Sigurjónsdóttir, stjórnarformaður í Veiðifélagi Norðurár, Ingimundur Bergsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Veiðikortsins og Oddgeir ræða nánar um niðurstöður skýrslunnar. Fundarstjóri er Dögg Hjaltalín, einn af eigendum Flugufrétta. Ókeypis er á fundinn og allir velkomnir en mikilvægt er að skrá sig því að takmörkuð sæti eru í boði. Skráning er hér: https://www.eventbrite.com/e/viri-lax-og-silungsveii-tickets-52172125231 en fundurinn byrjar kl 8:30 í Ægisgarði, Eyjarslóð 5.Um þátttakendur: Oddgeir Ágúst Ottesen er með doktorspróf í hagfræði frá Kaliforníuháskólanum í Santa Barbara (UCSB) og hefur frá 2008 unnið við ráðgjafastörf, við kennslu, hjá Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu. Hann hefur starfað hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands frá janúar 2018. Guðrún Sigurjónsdóttir er kúa- og fjárbóndi á Glitstöðum í Norðurárdal ásamt eiginmanni sínum. Guðrún er rekstrarfræðingur og er stjórnarformaður í Veiðifélagi Norðurár og Kaupfélagi Borgfirðinga. Ingimundur Bergsson er stofnandi og framkvæmdastjóri Veiðikortsins sem hann hefur starfrækt til fjölda ára. Ingimundur er einnig skrifstofustjóri SVFR.
Mest lesið Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði