Sagðir halda tilraunum sínum áfram í leynistöðvum Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2018 14:36 Frá fundi Kim og Trump í Singapúr. AP/Susan Walsh Yfirvöld Norður-Kóreu eru ekki hætt þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn. Þess í stað hafa yfirvöld einræðisríkisins fært tilraunir sínar í leynilegar herstöðvar. Þrátt fyrir óljóst samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í sumar hafa viðræður á milli ríkjanna verið erfiðar. Til stóð að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með embættismönnum Norður-Kóreu í síðustu viku en hætt var við þær viðræður. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra vilja að Norður-Kórea losi sig alfarið við kjarnorkuvopn sín og að ekki verði slakað á viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum fyrr en það verði gert. Ríkisstjórn Kim hefur hins vegar viljað losna við hluta þvingana áður en þeir taka skref átt í afvopnun. Sérfræðingar segja þó ljóst að Kim sé enn sannfærður um að kjarnorkuvopn séu besta leiðin til að tryggja öryggi ríkisstjórnar sinnar til lengri tíma og til þess að þvinga heiminn að viðurkenna einræðið. Starfsmenn bandarískrar hugveitu segjast hafa borið kennsl á minnst þrettán af þeim tuttugu eldflaugastöðvum sem talið er að séu í Norður-Kóreu. Um er að ræða herstöðvar þar sem langdrægar og skammdrægar eldflaugar eru þróaðar og er sömuleiðis hægt að skjóta þeim þaðan. Hugveitan segir stöðvarnar hannaðar til þess að vera leynilegar og til þess að standa af sér fyrirbyggjandi árásir. Þar að auki hafi nýlegar endurbætur verið gerðar á herstöðvunum. Fjölmiðlar ytra hafa sagt þessar fregnir til marks um að enn erfiðara verði að leysa deilurnar á Kóreuskaganum.Yfirvöld Suður-Kóreu segja þetta þó ekki nýjar fregnir. Bæði þeir og Bandaríkin hafi vitað af þessum herstöðvum í langan tíma.Cheong Wa Dae, talsmaður forseta Suður-Kóreu, sagði ekki rétt metið að túlka tilvist þessara stöðva sem einhverskonar leynimakk Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefði enn ekki samþykkt að loka þessu stöðvum og rífa þær. Aðrir viðmælendur Yonhap fréttaveitunnar benda á að skýrsla hugveitunnar byggi á myndum úr gervihnetti í eigu einkaaðila. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hefðu aðgang að mun betri tækni og fylgdust náið með þessum stöðvum.Viðræður hafa gengið illa Áður en nokkurs konar afvopnun fer fram þarf Norður-Kórea að gefa upp hve mörg kjarnorkuvopn Kim situr á og jafnvel líka hve margar langdrægar eldflaugar hann á. Það hafa Kim-liðar alls ekki viljað gera. Samkomulagið sem Kim og Trump skrifuðu þótti einstaklega óljóst og samkvæmt því samþykktu þeir báðir að vinna að því að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn. Samkomulagið fól engin tiltekin skref í sér og viðræður um áframhaldið hafa gengið illa. Eins og áður segir þá vilja Bandaríkjamenn að Norður-Kórea taki einhver skref áður en létt verður á refsiaðgerðum og ríkisstjórn Kim vill létt á þvingunum áður en þeir taka skref í átt að afvopnun. Þeir hafa þó lofað því áður að hætta þróun kjarnorkuvopna í stað efnahagslegar hjálpar og hafa aldrei staðið við það. Norður-Kórea Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu eru ekki hætt þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn. Þess í stað hafa yfirvöld einræðisríkisins fært tilraunir sínar í leynilegar herstöðvar. Þrátt fyrir óljóst samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í sumar hafa viðræður á milli ríkjanna verið erfiðar. Til stóð að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með embættismönnum Norður-Kóreu í síðustu viku en hætt var við þær viðræður. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra vilja að Norður-Kórea losi sig alfarið við kjarnorkuvopn sín og að ekki verði slakað á viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum fyrr en það verði gert. Ríkisstjórn Kim hefur hins vegar viljað losna við hluta þvingana áður en þeir taka skref átt í afvopnun. Sérfræðingar segja þó ljóst að Kim sé enn sannfærður um að kjarnorkuvopn séu besta leiðin til að tryggja öryggi ríkisstjórnar sinnar til lengri tíma og til þess að þvinga heiminn að viðurkenna einræðið. Starfsmenn bandarískrar hugveitu segjast hafa borið kennsl á minnst þrettán af þeim tuttugu eldflaugastöðvum sem talið er að séu í Norður-Kóreu. Um er að ræða herstöðvar þar sem langdrægar og skammdrægar eldflaugar eru þróaðar og er sömuleiðis hægt að skjóta þeim þaðan. Hugveitan segir stöðvarnar hannaðar til þess að vera leynilegar og til þess að standa af sér fyrirbyggjandi árásir. Þar að auki hafi nýlegar endurbætur verið gerðar á herstöðvunum. Fjölmiðlar ytra hafa sagt þessar fregnir til marks um að enn erfiðara verði að leysa deilurnar á Kóreuskaganum.Yfirvöld Suður-Kóreu segja þetta þó ekki nýjar fregnir. Bæði þeir og Bandaríkin hafi vitað af þessum herstöðvum í langan tíma.Cheong Wa Dae, talsmaður forseta Suður-Kóreu, sagði ekki rétt metið að túlka tilvist þessara stöðva sem einhverskonar leynimakk Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefði enn ekki samþykkt að loka þessu stöðvum og rífa þær. Aðrir viðmælendur Yonhap fréttaveitunnar benda á að skýrsla hugveitunnar byggi á myndum úr gervihnetti í eigu einkaaðila. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hefðu aðgang að mun betri tækni og fylgdust náið með þessum stöðvum.Viðræður hafa gengið illa Áður en nokkurs konar afvopnun fer fram þarf Norður-Kórea að gefa upp hve mörg kjarnorkuvopn Kim situr á og jafnvel líka hve margar langdrægar eldflaugar hann á. Það hafa Kim-liðar alls ekki viljað gera. Samkomulagið sem Kim og Trump skrifuðu þótti einstaklega óljóst og samkvæmt því samþykktu þeir báðir að vinna að því að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn. Samkomulagið fól engin tiltekin skref í sér og viðræður um áframhaldið hafa gengið illa. Eins og áður segir þá vilja Bandaríkjamenn að Norður-Kórea taki einhver skref áður en létt verður á refsiaðgerðum og ríkisstjórn Kim vill létt á þvingunum áður en þeir taka skref í átt að afvopnun. Þeir hafa þó lofað því áður að hætta þróun kjarnorkuvopna í stað efnahagslegar hjálpar og hafa aldrei staðið við það.
Norður-Kórea Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira