Menning

Björk vinnur að sínum flóknustu tónleikum

Birgir Olgeirsson skrifar
Björk Guðmundsdóttir á tónleikum.
Björk Guðmundsdóttir á tónleikum. Vísir/Getty
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir verður með uppsetningu í menningarmiðstöðinni The Shed á Manhattan-eyju í New York næstkomandi vor. Sýningin ber heitið Cornucopia sem er tónleikauppsetning Bjarkar í leikstjórn Bretans John Tiffany sem hefur tvívegis verið tilnefndur til Tony-verðlauna. 

Verður sýningin í stærsta rými The Shed sem nefnist The McCourt

Framkvæmdir standa enn yfir á The Shed og verður Björk á meðal fyrstu listamanna til að stíga þar á stokk þegar þeim er lokið. 



Björk segir á Facebook-síðu sinni að hún muni verja vetrinum í undirbúning á þessari sýningu sem hún segir að sé mjög margbrotin. Hún segir að lifandi hljóðfæraflutningur muni haldast í hendur við hið stafrænan tónlistarflutning og að fjöldi samstarfsmanna muni koma að þessari sýningu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×