Segðu af þér Haukur Örn Birgisson skrifar 13. nóvember 2018 07:00 Nánast á hverjum degi les ég fréttir þar sem einhver er að krefjast þess að einhver annar segi af sér. Oftast eru þetta stjórnmálamenn sem svona láta. Í langflestum tilvikum er krafan glórulaus þar sem tilefnið er svo lítið eða fjarlægð stjórnmálamannsins við hinn voveiflega atburð svo mikil, að útilokað er að við hann sé að sakast. Stundum er tilefnið ærið þótt engin verði samt afsögnin. Hér á landi hefur ekki skapast mikil hefð fyrir afsögnum. Það áhugaverðasta við þetta allt saman er hneykslunin í þeim sem krefjast afsagnarinnar en fá hana ekki. Þeir eiga ekki til orð yfir því að viðkomandi ætli sér að sitja áfram og benda gjarnan á að einhver ráðherra í öðru landi hafi sagt af sér af miklu minna tilefni. Í útlöndum virðast ráðherra segja af sér við minnsta tilefni. Mér fannst til dæmis furðulegt þegar norskur sjávarútvegsráðherra sagði af sér út af því að hann tók vinnusímann með sér til útlanda. Kúltúrinn er greinilega annar hjá útlenskum stjórnvöldum og kannski er það fyrir bestu því við erum svo fámenn – það er ekki til nóg af fólki til að taka við af öllum þeim sem þurfa að hætta. Það breytir því samt ekki að umræðu um afsögn verður að taka á vitrænum nótum en ekki í þeim tilgangi að ná höggi á pólitíska andstæðinga. Það er svo barnalegt. Umræðan þarf að byggjast á prinsippum í stað tækifærismennsku. Auk þess er það svo, að búmerangið kemur til baka. Þeir sem voru að rifna úr hneykslun yfir því að pólitískur andstæðingur sagði ekki af sér í fyrra, sjá enga ástæðu til að samflokksmaður þeirra (eða þeir sjálfir) segi af sér síðar. Svona snýst þetta, hring eftir hring. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Nánast á hverjum degi les ég fréttir þar sem einhver er að krefjast þess að einhver annar segi af sér. Oftast eru þetta stjórnmálamenn sem svona láta. Í langflestum tilvikum er krafan glórulaus þar sem tilefnið er svo lítið eða fjarlægð stjórnmálamannsins við hinn voveiflega atburð svo mikil, að útilokað er að við hann sé að sakast. Stundum er tilefnið ærið þótt engin verði samt afsögnin. Hér á landi hefur ekki skapast mikil hefð fyrir afsögnum. Það áhugaverðasta við þetta allt saman er hneykslunin í þeim sem krefjast afsagnarinnar en fá hana ekki. Þeir eiga ekki til orð yfir því að viðkomandi ætli sér að sitja áfram og benda gjarnan á að einhver ráðherra í öðru landi hafi sagt af sér af miklu minna tilefni. Í útlöndum virðast ráðherra segja af sér við minnsta tilefni. Mér fannst til dæmis furðulegt þegar norskur sjávarútvegsráðherra sagði af sér út af því að hann tók vinnusímann með sér til útlanda. Kúltúrinn er greinilega annar hjá útlenskum stjórnvöldum og kannski er það fyrir bestu því við erum svo fámenn – það er ekki til nóg af fólki til að taka við af öllum þeim sem þurfa að hætta. Það breytir því samt ekki að umræðu um afsögn verður að taka á vitrænum nótum en ekki í þeim tilgangi að ná höggi á pólitíska andstæðinga. Það er svo barnalegt. Umræðan þarf að byggjast á prinsippum í stað tækifærismennsku. Auk þess er það svo, að búmerangið kemur til baka. Þeir sem voru að rifna úr hneykslun yfir því að pólitískur andstæðingur sagði ekki af sér í fyrra, sjá enga ástæðu til að samflokksmaður þeirra (eða þeir sjálfir) segi af sér síðar. Svona snýst þetta, hring eftir hring.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun