Golf

Slæmur hringur Birgis sem er í erfiðri stöðu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson vísir/daníel
Birgir Leifur Hafþórsson átti ekki góðan hring á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í dag og er kominn í nokkuð slæma stöðu þegar mótið er hálfnað.

Birgir spilaði frábærlega fyrsta hringinn og átti góðan hring í gær og var í fínni stöðu þegar þriðji hringurinn hófst í dag á sjö höggum undir pari.

Hann spilaði hins vegar illa í dag og fékk aðeins einn fugl á móti fimm skollum, fór því hringinn á fjórum höggum yfir pari.

Birgir féll niður töfluna og er í 83.-96. sæti þegar þessi frétt er skrifuð og ekki allir búnir að ljúka leik.

Efstu 25 kylfingarnir fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni og þarf Birgir því að gera mun betur á næstu þremur hringjum ætli hann að ná inn á sterkustu mótaröð Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×