Formúla 1

Lewis efstur á palli í tíunda sinn og Mercedes meistari

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Hamilton er orðinn vanur að fagna
Hamilton er orðinn vanur að fagna Vísir/Getty
Lewis Hamilton sigraði Brasilíukappaksturinn í Formúlu 1 en þetta var hans tíundi sigur á tímabilinu.



Flestir bjuggust við einvígi Mercedes og Ferrari í keppninni í Brasilíu en raunin varð allt önnur.



Max Verstappen á Red Bull byrjaði frábærlega og var fljótlega kominn í annað sætið en hann hóf kappaksturinn í fimmta sæti.



Verstappen var nálægt því að hreinlega vinna kappaksturinn en þá lenti hann í smávægilegum árekstri og missti því flugið.



Vettel endaði í öðru sæti, en Kimi Raikkonen á Ferrari nældi sér í bronsið.



Eftir keppnina í dag er ljóst að Mercedes vinnur liðakeppnina í Formúlu 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×