Golf

Fjórir fuglar á fimm holum í frábærri byrjun Birgis

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson vísir/getty
Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði vel á fyrsta hring lokaúrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi.

Birgir Leifur spilaði fyrsta hringinn af sex á fimm höggum undir pari og er jafn í 18. - 32. sæti þegar flestir kylfingar hafa lokið keppni á fyrsta keppnisdegi.

Birgir byrjaði frábærlega og fékk fjóra fugla á fyrstu fimm holunum. Hann lækkaði flugið aðeins eftir það og fékk pör á næstu holum. Á seinni níu holunum fékk hann tvo fugla en á 15. holu kom skolli og lauk hann því leik á fimm undir pari.

Þjóðverjinn Max Schmitt og Daniel Gavins eru í forystu á níu höggum yfir pari.

Efstu 25 kylfingarnir í lok úrtökumótsins fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×