Vandi sem grefur undan öryggi fólks á vinnumarkaði Elísabet Inga Sigurðardóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 10. nóvember 2018 12:30 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Eflingar Vísir/Stöð 2 Efling stendur fyrir fundi um erfiðleika sem verktakar og lausavinnufólk mætir í tengihagkerfinu. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að óstöðugleiki slíks hóps sé vaxandi vandi sem nauðsynlegt er að taka á, með tilliti til samninga lausavinnufólks. Miklar breytingar hafa orðið á atvinnuháttum víða, sérstaklega hvað varðar stöðugleika vinnu en margt fólk býr við tímabundnar lausráðningar. Slíkt vinnuafl fellur oft utan stéttarfélaga þar sem ekki er um launþega að ræða í hefðbundnum skilningi. „Ég held að þetta sé áskorun sem verkalýðsfélög þurfa að fara að huga meira að því þetta hefur færst gríðarlega í vöxt á síðustu árum og áratugum, svokölluð íhlaupavinna af þessu tagi. Við sjáum þetta í ýmsum geirum t.d. í byggingariðnaðinum þar sem að menn eru verktakar hver hjá öðrum og er þá jafnvel um að ræða svokallaða „gerviverktöku.“ Þetta er fyrirkomulag sem getur komið niður á réttindum og lífsgæðum verkafólks þannig að við viljum vera vakandi fyrir þessu og læra af því sem vel hefur verið gert í þessum málum erlendis,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Hann segir að um vaxandi vanda sé að ræða sem komi atvinnurekendum vel en starfsfólki illa. „Þetta getur hentað atvinnurekendum betur, að borga launafólki verktakalaun án þess að greiða þeim að fullu launatengdan kostnað sem fellur á launamanninn. Þetta er oft gert á þeim forsendum að slíkt fyrirkomulag sé sveigjanlegt, heppilegt og hentugt en á endanum er þetta eitthvað sem grefur undan stöðugleika og öryggi fólks á vinnumarkaði því miður,“ segir Viðar. Fundurinn hefst klukkan 14.30 í Gerðubergi og er hann opinn öllum. Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Efling stendur fyrir fundi um erfiðleika sem verktakar og lausavinnufólk mætir í tengihagkerfinu. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að óstöðugleiki slíks hóps sé vaxandi vandi sem nauðsynlegt er að taka á, með tilliti til samninga lausavinnufólks. Miklar breytingar hafa orðið á atvinnuháttum víða, sérstaklega hvað varðar stöðugleika vinnu en margt fólk býr við tímabundnar lausráðningar. Slíkt vinnuafl fellur oft utan stéttarfélaga þar sem ekki er um launþega að ræða í hefðbundnum skilningi. „Ég held að þetta sé áskorun sem verkalýðsfélög þurfa að fara að huga meira að því þetta hefur færst gríðarlega í vöxt á síðustu árum og áratugum, svokölluð íhlaupavinna af þessu tagi. Við sjáum þetta í ýmsum geirum t.d. í byggingariðnaðinum þar sem að menn eru verktakar hver hjá öðrum og er þá jafnvel um að ræða svokallaða „gerviverktöku.“ Þetta er fyrirkomulag sem getur komið niður á réttindum og lífsgæðum verkafólks þannig að við viljum vera vakandi fyrir þessu og læra af því sem vel hefur verið gert í þessum málum erlendis,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Hann segir að um vaxandi vanda sé að ræða sem komi atvinnurekendum vel en starfsfólki illa. „Þetta getur hentað atvinnurekendum betur, að borga launafólki verktakalaun án þess að greiða þeim að fullu launatengdan kostnað sem fellur á launamanninn. Þetta er oft gert á þeim forsendum að slíkt fyrirkomulag sé sveigjanlegt, heppilegt og hentugt en á endanum er þetta eitthvað sem grefur undan stöðugleika og öryggi fólks á vinnumarkaði því miður,“ segir Viðar. Fundurinn hefst klukkan 14.30 í Gerðubergi og er hann opinn öllum.
Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira