Innanlandsflug og strætóferðir á landsbyggðinni í lamasessi vegna veðurs Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 09:56 Lokað var fyrir umferð um Kjalarnes í morgun. Vísir/vilhelm Innanlandsflug liggur nú niðri vegna veðurs og ferðir Strætó á landsbyggðinni falla einnig niður í dag. Gular og appelsínugular viðvaranir eru enn í gildi á landinu öllu en gert er ráð fyrir að veður gangi að nokkru leyti niður á Vestur- og Suðausturlandi eftir hádegi. Elín Björk Jónasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að í fljótu bragði virðist sem veðurspár hafi gengið eftir. Hún gerir ráð fyrir að vind lægi með deginum en veður verður þó áfram mjög vont vestan- og suðaustantil á landinu fram til klukkan 14. Veður á Norðurlandi verður hins vegar áfram slæmt. „En veðrið á Norðurlandi er komið til að vera alveg næsta sólarhringinn og líklega frameftir degi á morgun.“ Í tilkynningu frá Strætó segir að veðrið í dag muni hafa töluverð áhrif á ferðir á landsbyggðinni. Áætlunarferðir úti á landi í dag verða með þessum hætti:Allar ferðir milli Hvolsvallar og Hafnar í Hornafirði falla niður í dag.Allar ferðir með leið 57 milli Reykjavíkur og Akureyrar falla niður í dag.Allar morgunferðir með leiðum 78 og 79 í Eyþingi falla niður.Leiðir 51 og 52 aka samkvæmt áætlun á milli Reykjavíkur og Hvolsvallar í dag.Leið 55 ekur samkvæmt áætlun á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Þá liggur allt innanlandsflug nú niðri vegna veðurs. Öllu flugi til Ísafjarðar hefur verið aflýst en öðru hefur verið seinkað. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Air Iceland Connect munu frekari upplýsingar um innanlandsflug liggja fyrir um klukkan 13:30 í dag Eftirfarandi vegir eru jafnframt lokaðir, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni: Þjóðvegur 1 frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni og frá Hvolsvelli að Vik. Á Kjalarnes og á Snæfellsnes við Hraunsmúla, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Hófaskarði Einnig á Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi. Hornafjörður Strætó Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Innanlandsflug liggur nú niðri vegna veðurs og ferðir Strætó á landsbyggðinni falla einnig niður í dag. Gular og appelsínugular viðvaranir eru enn í gildi á landinu öllu en gert er ráð fyrir að veður gangi að nokkru leyti niður á Vestur- og Suðausturlandi eftir hádegi. Elín Björk Jónasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að í fljótu bragði virðist sem veðurspár hafi gengið eftir. Hún gerir ráð fyrir að vind lægi með deginum en veður verður þó áfram mjög vont vestan- og suðaustantil á landinu fram til klukkan 14. Veður á Norðurlandi verður hins vegar áfram slæmt. „En veðrið á Norðurlandi er komið til að vera alveg næsta sólarhringinn og líklega frameftir degi á morgun.“ Í tilkynningu frá Strætó segir að veðrið í dag muni hafa töluverð áhrif á ferðir á landsbyggðinni. Áætlunarferðir úti á landi í dag verða með þessum hætti:Allar ferðir milli Hvolsvallar og Hafnar í Hornafirði falla niður í dag.Allar ferðir með leið 57 milli Reykjavíkur og Akureyrar falla niður í dag.Allar morgunferðir með leiðum 78 og 79 í Eyþingi falla niður.Leiðir 51 og 52 aka samkvæmt áætlun á milli Reykjavíkur og Hvolsvallar í dag.Leið 55 ekur samkvæmt áætlun á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Þá liggur allt innanlandsflug nú niðri vegna veðurs. Öllu flugi til Ísafjarðar hefur verið aflýst en öðru hefur verið seinkað. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Air Iceland Connect munu frekari upplýsingar um innanlandsflug liggja fyrir um klukkan 13:30 í dag Eftirfarandi vegir eru jafnframt lokaðir, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni: Þjóðvegur 1 frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni og frá Hvolsvelli að Vik. Á Kjalarnes og á Snæfellsnes við Hraunsmúla, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Hófaskarði Einnig á Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi.
Hornafjörður Strætó Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08