Einn merkasti athafnamaður Íslendinga Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 21:00 „Jón er maður sem á ekki skilið að gleymast,“ segir Jakob. Fréttablaðið/Ernir Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi og rithöfundur, stendur í stórræðum þessa dagana. Forlag hans, Ugla, gefur út 24 bækur á þessu ári og meðal þeirra er ein eftir forleggjarann sjálfan, Jón Gunnarsson – ævisaga. Jakob hefur áður skrifað þrjár stórar ævisögur – um Alfreð Elíasson, forstjóra Loftleiða, Pétur Benediktsson, sendiherra og bankastjóra, og Valtý Stefánsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Í þetta sinn er viðfangsefni hans maður sem er núna flestum gleymdur en var á allra vörum á sínum tíma, Jón Gunnarsson verkfræðingur. „Já, Jón er maður sem á ekki skilið að gleymast,“ segir Jakob. „Hann ólst upp í Húnavatnssýslu, fæddur aldamótaárið 1900. Hann gekk í Samvinnuskólann þar sem Jónas frá Hriflu réð ríkjum. Jónas lét sér mjög annt um nemendur sína og hann útvegaði Jóni meðal annars styrk til frekara náms í útlöndum. Eftir tveggja ára tæknifræðinám í Noregi hélt Jón til Bandaríkjanna þar sem hann lauk fyrstur Íslendinga verkfræðiprófi frá MIT árið 1930. Þegar hann sneri heim átti hann erfitt uppdráttar. Íslenskir embættismenn og verkfræðingarnir tortryggðu hann bæði vegna tengslanna við Jónas frá Hriflu og einnig vegna þess að hann hafði menntast í Bandaríkjunum. Þessi hámenntaði maður gerðist því hænsnabóndi. Jafnframt skrifaði hann í blöð gagnrýnar greinar um gatnagerð í Reykjavík sem mikla athygli vöktu.“Vann nánast kraftaverk En Jónas frá Hriflu hafði trú á honum? „Já, hann sá til þess að Jón tæki við stjórn Síldarverksmiðja ríkisins. Á þeim árum var SR stærsta fyrirtæki landsins og síldarvinnsla undirstaða efnahagslífs í landinu. Jón stýrði fyrirtækinu með miklum ágætum til 1944, en þá var hann ráðinn til nýstofnaðrar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna (SH) til að afla markaða í Bandaríkjunum. Þar vann Jón nánast kraftaverk. Upp á eigin spýtur stofnaði hann Coldwater árið 1947 og setti á fót stóra verksmiðju sem framleiddi íslenskan fisk í neytendapakkningum sem var seldur út um öll Bandaríkin. Jafnframt vann hann mikilvægt markaðsstarf í Evrópulöndum. Jón stýrði Coldwater og markaðsstarfi SH allt til 1962, en þá varð söguleg hallarbylting í fyrirtækinu og yngri menn tóku við.“Milli tannanna á fólki Var þessi mikli framkvæmdamaður umdeildur á sínum tíma? „Já, það stóð mikill styrr um hann á sínum tíma. Hann kom við sögu í harðvítugri valdabaráttu innan SR, átakasamri verkalýðspólitík á Siglufirði, deilum um skipið Hæring, átökum um stefnu SH í markaðsmálum og valdabrölti innan SH, svo fátt eitt sé nefnt af því sem ég fjalla um í bókinni. Þá eignaðist Jón andstöðumenn sem þoldu ekki kappsemi hans. Að auki voru einkahagir hans stundum milli tannanna á fólki, einkum hús sem hann reisti fjölskyldu sinni að Hrauni á Álftanesi. Sjálfur tók Jón lítinn þátt í þessum deilum, enda var margt af því sem um hann var skrifað tilhæfulaust og vart svaravert. Jón Gunnarsson var fyrst og fremst maður athafna, hann vildi láta verkin tala. Í mínum huga er hann einn merkasti athafnamaður Íslendinga á tuttugustu öld. Ég skrifaði á sínum tíma bókina um Loftleiðaævintýrið og Alfreð Elíasson. Afrek Jóns við uppbyggingu Coldwater er engu síðra ævintýri. En það leikur enginn ævintýraljómi um sölu á frystum fiski. Engin hrifningaralda hríslaðist því um almenning yfir strandhöggi Jóns í Bandaríkjunum eins og gerðist um Loftleiðamennina. Þó má segja að markaðsstarf Jóns hafi haft mun meiri þjóðhagslega þýðingu.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi og rithöfundur, stendur í stórræðum þessa dagana. Forlag hans, Ugla, gefur út 24 bækur á þessu ári og meðal þeirra er ein eftir forleggjarann sjálfan, Jón Gunnarsson – ævisaga. Jakob hefur áður skrifað þrjár stórar ævisögur – um Alfreð Elíasson, forstjóra Loftleiða, Pétur Benediktsson, sendiherra og bankastjóra, og Valtý Stefánsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Í þetta sinn er viðfangsefni hans maður sem er núna flestum gleymdur en var á allra vörum á sínum tíma, Jón Gunnarsson verkfræðingur. „Já, Jón er maður sem á ekki skilið að gleymast,“ segir Jakob. „Hann ólst upp í Húnavatnssýslu, fæddur aldamótaárið 1900. Hann gekk í Samvinnuskólann þar sem Jónas frá Hriflu réð ríkjum. Jónas lét sér mjög annt um nemendur sína og hann útvegaði Jóni meðal annars styrk til frekara náms í útlöndum. Eftir tveggja ára tæknifræðinám í Noregi hélt Jón til Bandaríkjanna þar sem hann lauk fyrstur Íslendinga verkfræðiprófi frá MIT árið 1930. Þegar hann sneri heim átti hann erfitt uppdráttar. Íslenskir embættismenn og verkfræðingarnir tortryggðu hann bæði vegna tengslanna við Jónas frá Hriflu og einnig vegna þess að hann hafði menntast í Bandaríkjunum. Þessi hámenntaði maður gerðist því hænsnabóndi. Jafnframt skrifaði hann í blöð gagnrýnar greinar um gatnagerð í Reykjavík sem mikla athygli vöktu.“Vann nánast kraftaverk En Jónas frá Hriflu hafði trú á honum? „Já, hann sá til þess að Jón tæki við stjórn Síldarverksmiðja ríkisins. Á þeim árum var SR stærsta fyrirtæki landsins og síldarvinnsla undirstaða efnahagslífs í landinu. Jón stýrði fyrirtækinu með miklum ágætum til 1944, en þá var hann ráðinn til nýstofnaðrar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna (SH) til að afla markaða í Bandaríkjunum. Þar vann Jón nánast kraftaverk. Upp á eigin spýtur stofnaði hann Coldwater árið 1947 og setti á fót stóra verksmiðju sem framleiddi íslenskan fisk í neytendapakkningum sem var seldur út um öll Bandaríkin. Jafnframt vann hann mikilvægt markaðsstarf í Evrópulöndum. Jón stýrði Coldwater og markaðsstarfi SH allt til 1962, en þá varð söguleg hallarbylting í fyrirtækinu og yngri menn tóku við.“Milli tannanna á fólki Var þessi mikli framkvæmdamaður umdeildur á sínum tíma? „Já, það stóð mikill styrr um hann á sínum tíma. Hann kom við sögu í harðvítugri valdabaráttu innan SR, átakasamri verkalýðspólitík á Siglufirði, deilum um skipið Hæring, átökum um stefnu SH í markaðsmálum og valdabrölti innan SH, svo fátt eitt sé nefnt af því sem ég fjalla um í bókinni. Þá eignaðist Jón andstöðumenn sem þoldu ekki kappsemi hans. Að auki voru einkahagir hans stundum milli tannanna á fólki, einkum hús sem hann reisti fjölskyldu sinni að Hrauni á Álftanesi. Sjálfur tók Jón lítinn þátt í þessum deilum, enda var margt af því sem um hann var skrifað tilhæfulaust og vart svaravert. Jón Gunnarsson var fyrst og fremst maður athafna, hann vildi láta verkin tala. Í mínum huga er hann einn merkasti athafnamaður Íslendinga á tuttugustu öld. Ég skrifaði á sínum tíma bókina um Loftleiðaævintýrið og Alfreð Elíasson. Afrek Jóns við uppbyggingu Coldwater er engu síðra ævintýri. En það leikur enginn ævintýraljómi um sölu á frystum fiski. Engin hrifningaralda hríslaðist því um almenning yfir strandhöggi Jóns í Bandaríkjunum eins og gerðist um Loftleiðamennina. Þó má segja að markaðsstarf Jóns hafi haft mun meiri þjóðhagslega þýðingu.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira