Stærsti skellur Lakers liðsins í sögunni á móti Denver Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2018 07:30 Þetta var erfitt kvöld fyrir LeBron James og guttana hans í Lakers-liðinu. Vísir/Getty Los Angeles Lakers liðið steinlá í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en LeBron James og félagar áttu aldrei möguleika á móti Denver Nuggets á útivelli. Toronto Raptors vann sinn sjötta leik í röð og Atlanta Hawks getur eiginlega bara unnið lið Miami Heat á þessu tímabili.Paul Millsap, Jamal Murray og Malik Beasley voru allir með 20 stig fyrir Denver Nuggets í 117-85 sigri á Los Angeles Lakers. Þessi 32 stiga sigur er stærsti sigur Denver á LA Lakers í NBA-sögunni en gamla metið var 29 stiga sigur frá árinu 1993. Þetta var líka fjórði sigurleikur Denver Nuggets í röð en fyrr í vetur var Lakers fyrsta liðið á tímabilinu sem náði að vinna Denver. Kyle Kuzma var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig en þeir LeBron James og Brandon Ingram skoruðu báðir 14 stig.Paul Millsap nets a double-double (20 PTS, 11 ASTS), as the @nuggets win their 4th straight! #MileHighBasketballpic.twitter.com/jkwjXWvSGg — NBA (@NBA) November 28, 2018Kyle Lowry var með 24 stig og 6 stoðsendingar þegar Toronto Raptors vann 122-114 útisigur á Memphis Grizzlies. Fred VanVleet skoraði 18 stig fyrir Toronto en hann hitti úr öllum sex skotum sínum í leiknum þar af þremur þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna. Kawhi Leonard skoraði 17 stig og tók 10 fráköst og Serge Ibaka bætti við 16 stigum í þessum sjötta sigurleik Toronto í röð. Toronto Raptors er með besta árangurinn í deildinni, 18 sigra og aðeins 4 töp. Marc Gasol var atkvæðamestur hjá Memphis með 27 stig en hann hitti úr 10 af 14 skotum sínum. Mike Conley bætti síðan við 20 stigum og 6 stoðsendingum.Kyle Lowry records 24 PTS, 6 ASTS to fuel the @Raptors to their 7th consecutive W! #WeTheNorthpic.twitter.com/fAUDLifI0C — NBA (@NBA) November 28, 2018Trae Young guides the @ATLHawks to their 2nd straight W with 17 PTS & 10 ASTS! #NBARookspic.twitter.com/AZ7bcs0NDw — NBA (@NBA) November 28, 2018Taurean Prince skoraði 18 stig og nýliðinn Trae Young bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum þegar Atlanta Hawks vann 115-113 útisigur á Miami Heat. Atlanta Hawks var fyrir leikinn búið að tapa sjö útileikjum í röð. Josh Richardson var stigahæstur hjá Miami með 22 stig en Dwyane Wade skoraði 18 stig. Miami hefur nú tapað sex heimaleikjum í röð. Atlanta Hawks hefur unnið báða leiki sína á móti Miami í vetur en aðeins 3 af 19 leikjum á móti öðrum liðum.The @Pacers improve to 13-8 with their 109-104 win over the @Suns! Sabonis: 21 PTS, 16 REBS McDermott: 21 PTS, 5 made threes Turner: 16 PTS, 13 REBS, 5 BLKS pic.twitter.com/r0OKra5fDp — NBA (@NBA) November 28, 2018Blake Griffin skoraði 30 stig í 115-108 sigri Detroit Pistons á New York Knicks en Detroit endaði þar með þriggja leikja sigurgöngu New York liðsins.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Los Angeles Lakers 117-85 Phoenix Suns - Indiana Pacers 104-109 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 114-122 Miami Heat - Atlanta Hawks 113-115 Detroit Pistons - New York Knicks 115-108 NBA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Los Angeles Lakers liðið steinlá í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en LeBron James og félagar áttu aldrei möguleika á móti Denver Nuggets á útivelli. Toronto Raptors vann sinn sjötta leik í röð og Atlanta Hawks getur eiginlega bara unnið lið Miami Heat á þessu tímabili.Paul Millsap, Jamal Murray og Malik Beasley voru allir með 20 stig fyrir Denver Nuggets í 117-85 sigri á Los Angeles Lakers. Þessi 32 stiga sigur er stærsti sigur Denver á LA Lakers í NBA-sögunni en gamla metið var 29 stiga sigur frá árinu 1993. Þetta var líka fjórði sigurleikur Denver Nuggets í röð en fyrr í vetur var Lakers fyrsta liðið á tímabilinu sem náði að vinna Denver. Kyle Kuzma var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig en þeir LeBron James og Brandon Ingram skoruðu báðir 14 stig.Paul Millsap nets a double-double (20 PTS, 11 ASTS), as the @nuggets win their 4th straight! #MileHighBasketballpic.twitter.com/jkwjXWvSGg — NBA (@NBA) November 28, 2018Kyle Lowry var með 24 stig og 6 stoðsendingar þegar Toronto Raptors vann 122-114 útisigur á Memphis Grizzlies. Fred VanVleet skoraði 18 stig fyrir Toronto en hann hitti úr öllum sex skotum sínum í leiknum þar af þremur þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna. Kawhi Leonard skoraði 17 stig og tók 10 fráköst og Serge Ibaka bætti við 16 stigum í þessum sjötta sigurleik Toronto í röð. Toronto Raptors er með besta árangurinn í deildinni, 18 sigra og aðeins 4 töp. Marc Gasol var atkvæðamestur hjá Memphis með 27 stig en hann hitti úr 10 af 14 skotum sínum. Mike Conley bætti síðan við 20 stigum og 6 stoðsendingum.Kyle Lowry records 24 PTS, 6 ASTS to fuel the @Raptors to their 7th consecutive W! #WeTheNorthpic.twitter.com/fAUDLifI0C — NBA (@NBA) November 28, 2018Trae Young guides the @ATLHawks to their 2nd straight W with 17 PTS & 10 ASTS! #NBARookspic.twitter.com/AZ7bcs0NDw — NBA (@NBA) November 28, 2018Taurean Prince skoraði 18 stig og nýliðinn Trae Young bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum þegar Atlanta Hawks vann 115-113 útisigur á Miami Heat. Atlanta Hawks var fyrir leikinn búið að tapa sjö útileikjum í röð. Josh Richardson var stigahæstur hjá Miami með 22 stig en Dwyane Wade skoraði 18 stig. Miami hefur nú tapað sex heimaleikjum í röð. Atlanta Hawks hefur unnið báða leiki sína á móti Miami í vetur en aðeins 3 af 19 leikjum á móti öðrum liðum.The @Pacers improve to 13-8 with their 109-104 win over the @Suns! Sabonis: 21 PTS, 16 REBS McDermott: 21 PTS, 5 made threes Turner: 16 PTS, 13 REBS, 5 BLKS pic.twitter.com/r0OKra5fDp — NBA (@NBA) November 28, 2018Blake Griffin skoraði 30 stig í 115-108 sigri Detroit Pistons á New York Knicks en Detroit endaði þar með þriggja leikja sigurgöngu New York liðsins.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Los Angeles Lakers 117-85 Phoenix Suns - Indiana Pacers 104-109 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 114-122 Miami Heat - Atlanta Hawks 113-115 Detroit Pistons - New York Knicks 115-108
NBA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira