Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 20:50 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telja sig standa í stéttastríði. Mynd/Samsett Formenn verkalýðsfélaganna VR og Eflingar segjast telja að verkalýðshreyfingin standi nú í „stéttastríði“ við hagsmunaöfl í landinu. Hún gæti beitt áhrifum sínum hjá lífeyrissjóðum til þess að stöðva fjárfestingar þeirra á meðan deilt er um kjarasamninga. Þessar hugmyndir komu fram í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, ræddu um kröfur sínar og hugmyndir fyrir komandi kjarasamningaviðræður. „Það er alveg ljóst í mínum huga að þetta er einhverskonar stríð sem verkalýðshreyfingin á í,“ segir Ragnar Þór í þættinum en Sólveig Anna skaut inn að um væri að ræða „stéttastríð“. „Stéttastríð má segja við ákveðin hagsmunaöfl í þessu landi,“ sagði Ragnar Þór þá. Verkalýðshreyfingin hefur sett fram kröfur um að lægstu laun verði hækkuð í 425 þúsund krónur á mánuði, um 40% hækkun. Fulltrúar atvinnurekenda hafa sagt að slíkt svigrúm sé ekki til staðar.Drífa Snædal, forseti ASÍ.Fréttablaðið/Anton BrinkGætu „skrúfað fyrir“ fjárfestingar lífeyrissjóðanna Ragnar Þór varpaði fram hugmynd um að verkalýðshreyfingin gæti nýtt sér áhrif sín hjá lífeyrissjóðum til þess að knýja á um kröfur sínar. „Af hverju getum við ekki sett fjármálakerfið okkar í verkfall? Af hverju getum við ekki beitt áhrifum okkar inni í lífeyrissjóðakerfinu, beinum þá tilmælum til okkar stjórnarmanna að skrúfa fyrir allar fjárfestingar á meðan óvissa eða samningar eru lausir?“ segir hann í viðtalinu. „Við eigum að nota öll tæki sem við mögulega getum og verkalýðshreyfingin er miklu, miklu sterkari, valdameiri og öflugri en fólk gerir sér almennt grein fyrir“. Öll sögðust leiðtogarnir tilbúin í átök til að ná fram kröfum sínum. Sólveig Anna sagði meðal annars að verkföll og átök á vinnumarkaði væru ekki endilega af því slæma. „Vegna þess að í svona sögulegu samhengi hafa þau skilað fólki gríðarlegum, ekki bara aðeins kjarabótum heldur líka svona samfélagsbótum,“ sagði hún. Talaði hún um að vinnuveitendur hefðu stundað „ógeðslega“ væntingastjórnun sem hafi snúist um að segja verka- og láglaunafólki að enginn vilji fara í verkfall og að átök á vinnumarkaði séu í eðli sínu slæm. „Ég held að staðan sem er komin upp núna sé svoleiðis að verka- og láglaunafólk á Íslandi sé ekki lengur tilbúið til þess að láta vera með sig í þessu væntingarstjórnunarprógrammi,“ sagði Sólveig Anna sem sakaði Viðskiptaráð meðal annars um að setja fram blekkjandi gögn til að fela ójöfnuð á Íslandi. Drífa sagði verkalýðshreyfinguna hafa sýnt fram á að stóra skattatilfærsla hefði átt sér stað á Íslandi þar sem ríkasta eina prósent landsmanna hefði fengið skattaafslátt upp á átta prósent undanfarinn aldarfjórðung á meðan skattar þeirra tekjulægstu hefðu hækkað um tólf prósent. Kjaramál Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Formenn verkalýðsfélaganna VR og Eflingar segjast telja að verkalýðshreyfingin standi nú í „stéttastríði“ við hagsmunaöfl í landinu. Hún gæti beitt áhrifum sínum hjá lífeyrissjóðum til þess að stöðva fjárfestingar þeirra á meðan deilt er um kjarasamninga. Þessar hugmyndir komu fram í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, ræddu um kröfur sínar og hugmyndir fyrir komandi kjarasamningaviðræður. „Það er alveg ljóst í mínum huga að þetta er einhverskonar stríð sem verkalýðshreyfingin á í,“ segir Ragnar Þór í þættinum en Sólveig Anna skaut inn að um væri að ræða „stéttastríð“. „Stéttastríð má segja við ákveðin hagsmunaöfl í þessu landi,“ sagði Ragnar Þór þá. Verkalýðshreyfingin hefur sett fram kröfur um að lægstu laun verði hækkuð í 425 þúsund krónur á mánuði, um 40% hækkun. Fulltrúar atvinnurekenda hafa sagt að slíkt svigrúm sé ekki til staðar.Drífa Snædal, forseti ASÍ.Fréttablaðið/Anton BrinkGætu „skrúfað fyrir“ fjárfestingar lífeyrissjóðanna Ragnar Þór varpaði fram hugmynd um að verkalýðshreyfingin gæti nýtt sér áhrif sín hjá lífeyrissjóðum til þess að knýja á um kröfur sínar. „Af hverju getum við ekki sett fjármálakerfið okkar í verkfall? Af hverju getum við ekki beitt áhrifum okkar inni í lífeyrissjóðakerfinu, beinum þá tilmælum til okkar stjórnarmanna að skrúfa fyrir allar fjárfestingar á meðan óvissa eða samningar eru lausir?“ segir hann í viðtalinu. „Við eigum að nota öll tæki sem við mögulega getum og verkalýðshreyfingin er miklu, miklu sterkari, valdameiri og öflugri en fólk gerir sér almennt grein fyrir“. Öll sögðust leiðtogarnir tilbúin í átök til að ná fram kröfum sínum. Sólveig Anna sagði meðal annars að verkföll og átök á vinnumarkaði væru ekki endilega af því slæma. „Vegna þess að í svona sögulegu samhengi hafa þau skilað fólki gríðarlegum, ekki bara aðeins kjarabótum heldur líka svona samfélagsbótum,“ sagði hún. Talaði hún um að vinnuveitendur hefðu stundað „ógeðslega“ væntingastjórnun sem hafi snúist um að segja verka- og láglaunafólki að enginn vilji fara í verkfall og að átök á vinnumarkaði séu í eðli sínu slæm. „Ég held að staðan sem er komin upp núna sé svoleiðis að verka- og láglaunafólk á Íslandi sé ekki lengur tilbúið til þess að láta vera með sig í þessu væntingarstjórnunarprógrammi,“ sagði Sólveig Anna sem sakaði Viðskiptaráð meðal annars um að setja fram blekkjandi gögn til að fela ójöfnuð á Íslandi. Drífa sagði verkalýðshreyfinguna hafa sýnt fram á að stóra skattatilfærsla hefði átt sér stað á Íslandi þar sem ríkasta eina prósent landsmanna hefði fengið skattaafslátt upp á átta prósent undanfarinn aldarfjórðung á meðan skattar þeirra tekjulægstu hefðu hækkað um tólf prósent.
Kjaramál Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira