Kokkalandsliðinu rann blóðið til skyldunnar að aðstoða Denis Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 10:54 Íslenska kokkalandsliðið fagnar sigrinum í Lúxemborg um helgina. Denis Shramko sést svartklæddur fremst á myndinni. Mynd/Íslenska kokkalandsliðið Klúbbur matreiðslumeistara áréttar að Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða, sé hvorki meðlimur í klúbbnum né íslenska kokkalandsliðinu. Liðinu hafi hins vegar runnið blóðið til skyldunnar að vera honum til halds og trausts þar sem móðir hans er landsliðskokkur til margra ára, að því er fram kemur í yfirlýsingu. Denis var á föstudag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Íslenska kokkalandsliðið lauk keppni á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg í gær og hlaut ein gullverðlaun fyrir heitan mat. Í tilkynningu sem send var út í kjölfar fréttar Vísis um dóminn sem Denis hlaut rétt fyrir mótið segir að hann hafi keppt í „einstaklingskeppni sem Íslendingur í sykurgerðarlist“. Þar hafi hann unnið til gullverðlauna og óskar Klúbbur matreiðslumeistara honum til hamingju með árangurinn. Hann hafi hins vegar tekið þátt í keppninni í Lúxemborg á eigin vegum. „Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara.“ Ljóst er að Denis á ekki langt að sækja sykurskreytingarhæfileikana en Maria er sjálf margverðlaunuð í greininni. Þá hreppti hún tvenn gullverðlaun í einstaklingskeppni í sykurskreytingum, sem einmitt var haldin í Lúxemborg árið 2014. Í færslu kokkalandsliðsins frá því á laugardag er greint frá verðlaunum Denisar og þar með „fyrsta íslenska gullinu“ sem komið er í hús. Færslan var birt daginn eftir að dómur féll yfir Denis í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir árið 2016. Yfirlýsing Klúbbs matreiðslumeistara í heild: Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara. Kokkalandsliðið 2018 skipa, nöfn og vinnustaðir: Þjálfari, Ylfa Helgadóttir, Kopar Aðstoðarþjálfari, Jóhannes S. Jóhannesson, Landsvirkjun Forseti Klúbbs Matreiðslumeistara, Björn Bragi Bragason, Síminn Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo, Mímir Hótel Saga Sigurjón Bragi Geirsson, Garri Snorri Victor Gylfason, Vox Hilton hótel Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélagið Fanney Dóra Sigurjónsdóttir Marel Kara Guðmundsdóttir, Fiskfélagið Denis Grbic, Mímir Hótel Saga Ari Þór Gunnarsson, Fiskfélagið Hinrik Lárusson, Luxury Catering Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun í flokknum heitum mat á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg. 25. nóvember 2018 11:53 Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. 27. nóvember 2018 07:45 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Klúbbur matreiðslumeistara áréttar að Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða, sé hvorki meðlimur í klúbbnum né íslenska kokkalandsliðinu. Liðinu hafi hins vegar runnið blóðið til skyldunnar að vera honum til halds og trausts þar sem móðir hans er landsliðskokkur til margra ára, að því er fram kemur í yfirlýsingu. Denis var á föstudag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Íslenska kokkalandsliðið lauk keppni á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg í gær og hlaut ein gullverðlaun fyrir heitan mat. Í tilkynningu sem send var út í kjölfar fréttar Vísis um dóminn sem Denis hlaut rétt fyrir mótið segir að hann hafi keppt í „einstaklingskeppni sem Íslendingur í sykurgerðarlist“. Þar hafi hann unnið til gullverðlauna og óskar Klúbbur matreiðslumeistara honum til hamingju með árangurinn. Hann hafi hins vegar tekið þátt í keppninni í Lúxemborg á eigin vegum. „Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara.“ Ljóst er að Denis á ekki langt að sækja sykurskreytingarhæfileikana en Maria er sjálf margverðlaunuð í greininni. Þá hreppti hún tvenn gullverðlaun í einstaklingskeppni í sykurskreytingum, sem einmitt var haldin í Lúxemborg árið 2014. Í færslu kokkalandsliðsins frá því á laugardag er greint frá verðlaunum Denisar og þar með „fyrsta íslenska gullinu“ sem komið er í hús. Færslan var birt daginn eftir að dómur féll yfir Denis í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir árið 2016. Yfirlýsing Klúbbs matreiðslumeistara í heild: Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara. Kokkalandsliðið 2018 skipa, nöfn og vinnustaðir: Þjálfari, Ylfa Helgadóttir, Kopar Aðstoðarþjálfari, Jóhannes S. Jóhannesson, Landsvirkjun Forseti Klúbbs Matreiðslumeistara, Björn Bragi Bragason, Síminn Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo, Mímir Hótel Saga Sigurjón Bragi Geirsson, Garri Snorri Victor Gylfason, Vox Hilton hótel Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélagið Fanney Dóra Sigurjónsdóttir Marel Kara Guðmundsdóttir, Fiskfélagið Denis Grbic, Mímir Hótel Saga Ari Þór Gunnarsson, Fiskfélagið Hinrik Lárusson, Luxury Catering
Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun í flokknum heitum mat á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg. 25. nóvember 2018 11:53 Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. 27. nóvember 2018 07:45 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun í flokknum heitum mat á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg. 25. nóvember 2018 11:53
Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. 27. nóvember 2018 07:45