Ofbeldi gegn konum er heimsfaraldur Heimsljós kynnir 26. nóvember 2018 14:00 António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ofbeldi gegn konum sé hindrun í vegi jafnréttis, friðar og þróunar. Ofbeldi gegn konum er „heimsfaraldur” að hans mati. „Þetta er siðferðileg árás á allar konur og stúlkur, smánarblettur á öllum samfélögum heims og umtalsverður þrándur í götu réttlátrar og sjálfbærrar þróunar í þágu allra. Í eðli sínu er ofbeldi gegn konum djúpstætt virðingarleysi, og dæmi um að karlar viðurkenni ekki grundvallar jafnrétti og virðingu kvenna. Þetta er mál sem snýst um grundvallar mannréttindi,“ segir hann. Í gær, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi hófst jafnframt 16 daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi. Vígorð þessa árlega átaks er að þessu sinni “Orange the World #HearMeToo” og þar er vísað til appelsínugula litarins sem hefur verið einkenni baráttunnar. Á heimsvísu er talið að þriðja hver kona verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni og ofbeldi gegn konum er ein útbreiddasta og skaðlegasta tegund mannréttindabrota í heiminum. Á Norðurlöndum er talið að fjórða hver kona verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á ævinni.Stuðningur ÍslandsÍsland hefur lengi staðið vörð um mannréttindi kvenna og afnám alls ofbeldis gegn konum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Af nýlegum verkefnum á því sviði má nefna að árið 2016 hófst vinna í Mósambík við gerð fyrstu landsáætlunar um konur, frið og öryggi. Utanríkisráðuneytið styður dyggilega við hana með fjármögnun á framkvæmdum fyrstu árin og hefur gert samninga við stjórnvöld í Mósambík og landsnefnd UN Women þar um stuðning til ársins 2020, ásamt sendiráði Noregs. Virk þátttaka kvenna í friðarumleitunum og uppbyggingu samfélaga eftir átök er nauðsynleg til að stuðla að varanlegum friði en á sama tíma þurfa konur sem fórnarlömb ofbeldis að njóta verndar, aðstoðar og endurhæfingar. Um þetta snýst verkefnið í Mósambík en viðurkennt er að áhrif átaka eru mismunandi fyrir konur og karla. Konur verða oftar fórnarlömb kynferðisofbeldis en karlar og því er sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna og aðstoð við þær í átökum og eftir að átökum lýkur í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur jafnframt tekið á móti nemendum frá Mósambík sem starfa hjá stjórnvöldum þar í landi, meðal annars lögreglu, her og háskólasamfélaginu en nám þeirra er liður í að styrkja við framkvæmd áætlunarinnar þegar heim er komið.Ljósagangan í gærLjósaganga UN Women fór fram í gær við upphaf alþjóðlega sextán daga átaksins sem miðar að því að útrýma ofbeldi gegn konum og stúlkum. Að mati fulltrúa UN Women sem stóðu fyrir göngunni er talið að um það bil tvö hundruð manns hafi tekið þátt í göngunni sem hófst við Arnarhól. Yfirskrift göngunnar í ár var #hearmetoo sem er tilvísun í byltingar á borð við #MeToo og #TimesUp en #HearMeToo er tileinkuð þeim konum sem búa ekki við frelsi til þess að tjá sig um það misrétti sem þær eru beittar.In Focus: Orange the World, #HearMeToo/ UN WomenÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ofbeldi gegn konum sé hindrun í vegi jafnréttis, friðar og þróunar. Ofbeldi gegn konum er „heimsfaraldur” að hans mati. „Þetta er siðferðileg árás á allar konur og stúlkur, smánarblettur á öllum samfélögum heims og umtalsverður þrándur í götu réttlátrar og sjálfbærrar þróunar í þágu allra. Í eðli sínu er ofbeldi gegn konum djúpstætt virðingarleysi, og dæmi um að karlar viðurkenni ekki grundvallar jafnrétti og virðingu kvenna. Þetta er mál sem snýst um grundvallar mannréttindi,“ segir hann. Í gær, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi hófst jafnframt 16 daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi. Vígorð þessa árlega átaks er að þessu sinni “Orange the World #HearMeToo” og þar er vísað til appelsínugula litarins sem hefur verið einkenni baráttunnar. Á heimsvísu er talið að þriðja hver kona verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni og ofbeldi gegn konum er ein útbreiddasta og skaðlegasta tegund mannréttindabrota í heiminum. Á Norðurlöndum er talið að fjórða hver kona verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á ævinni.Stuðningur ÍslandsÍsland hefur lengi staðið vörð um mannréttindi kvenna og afnám alls ofbeldis gegn konum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Af nýlegum verkefnum á því sviði má nefna að árið 2016 hófst vinna í Mósambík við gerð fyrstu landsáætlunar um konur, frið og öryggi. Utanríkisráðuneytið styður dyggilega við hana með fjármögnun á framkvæmdum fyrstu árin og hefur gert samninga við stjórnvöld í Mósambík og landsnefnd UN Women þar um stuðning til ársins 2020, ásamt sendiráði Noregs. Virk þátttaka kvenna í friðarumleitunum og uppbyggingu samfélaga eftir átök er nauðsynleg til að stuðla að varanlegum friði en á sama tíma þurfa konur sem fórnarlömb ofbeldis að njóta verndar, aðstoðar og endurhæfingar. Um þetta snýst verkefnið í Mósambík en viðurkennt er að áhrif átaka eru mismunandi fyrir konur og karla. Konur verða oftar fórnarlömb kynferðisofbeldis en karlar og því er sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna og aðstoð við þær í átökum og eftir að átökum lýkur í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur jafnframt tekið á móti nemendum frá Mósambík sem starfa hjá stjórnvöldum þar í landi, meðal annars lögreglu, her og háskólasamfélaginu en nám þeirra er liður í að styrkja við framkvæmd áætlunarinnar þegar heim er komið.Ljósagangan í gærLjósaganga UN Women fór fram í gær við upphaf alþjóðlega sextán daga átaksins sem miðar að því að útrýma ofbeldi gegn konum og stúlkum. Að mati fulltrúa UN Women sem stóðu fyrir göngunni er talið að um það bil tvö hundruð manns hafi tekið þátt í göngunni sem hófst við Arnarhól. Yfirskrift göngunnar í ár var #hearmetoo sem er tilvísun í byltingar á borð við #MeToo og #TimesUp en #HearMeToo er tileinkuð þeim konum sem búa ekki við frelsi til þess að tjá sig um það misrétti sem þær eru beittar.In Focus: Orange the World, #HearMeToo/ UN WomenÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent