Innlent

Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun

Atli Ísleifsson skrifar
Keppnin hefur farið fram í Lúxemborg síðustu daga.
Keppnin hefur farið fram í Lúxemborg síðustu daga. Kokkalandsliðið.

Íslenska kokkalandsliðið vann til gullverðlauna fyrir frammistöðu sína á heimsmeistaramóti í Lúxemborg í gær. Þetta staðfestir Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, í samtali við Vísi. Hann segir að íslenska liðið hafi ásamt því norska fengið gullverðlaunin í flokknum „heitur matur“. 



„Mest er hægt að fá 100 stig og ef lið fær 91 til 100 stig þá fær það gull. Fleiri en ein þjóð geta því fengið gull og svo get­ur það líka gerst að eng­inn fái gull. Fyr­ir 81 til 90 stig fæst silf­ur og svo þannig koll af kolli,“ út­skýr­ir Björn.



Á Facebook-síðu Kokkalandsliðsins er haft eftir Birni Braga að liðið sé gríðarlega ánægðt með þennan árangur „enda búið að vinna að undirbúningi í 18 mánuði og þrátt fyrir nokkrar óvæntar uppákomur þá höfum við sýnt það og sannað hér í dag að Íslenska kokkalandsliðsins er eitt það besta í heimi.“ 



Í morgun var greint frá því að Denis Shramko í íslenska liðinu hafi unnið til gullverðlauna í sykurgerðarlist.



Íslenska landsliðið hafnaði samtals í fimmta sæti á síðasta heimsmeistaramóti sem haldið var fyrir fjórum árum. 



Verndari landsliðiðsins er Eliza Reid forsetafrú sem fylgir landsliðinu eftir í Lúxemborg um helgina.


Tengdar fréttir

Vann gull í sykurgerðarlist

Fyrsta gull íslenska kokkalandsliðsins á heimsmeistarakeppninni í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg um helgina kom í hús í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×