Körfubolti

Körfuboltakvöld: Aðeins 21 árs, það er magnað

Dagur Lárusson skrifar
Körfuboltakvöld hélt áfram göngu sinni síðastliðið föstudagskvöld þar sem Kjartan Atli og félagar fóru yfir síðustu umferð og fóru til að mynd yfir frammistöðu Halldórs Garðars.

 

Halldór garðar átti frábæran leik í síðustu umferð í liði Þórs en Kjartan Atli og gestir hans fóru yfir það hver ástæða ætli sér fyrir miklum uppgangi í hans spilamennsku frá síðustu leiktíð.

 

„Hann er aðeins 21 árs, það er magnað.“

 

„Í fyrra bjóst maður við honum aðeins betri en hann í rauninni var og það sem ég held að hafi haft mikil áhrif á hann var að hann fékk matareitrun í byrjun tímabils í fyrra og fann sig aldrei.“

 

„Núna er hann auðvitað umkringdur betri leikmönnum, en ég held að hann sé einfaldlega bara með þannig hæfileika að einhvern veginn finni sig alltaf hægt og rólega og finni sitt pláss í liðinu með öllum þessum leikmönnum,“ sagði Kjartan Atli.

 

Klippuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

 

Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Halldór Garðar
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×