Töframaðurinn og leikarinn Ricky Jay er látinn Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2018 08:23 Ricky Jay fór meðal annars með hlutverki í Bond-myndinni Tomorrow Never Dies. Getty/Paul Archuleta Bandaríski töframaðurinn og leikarinn Ricky Jay er látinn, 72 ára að aldri. Jay var talinn einn hæfileikasti töframaður heims, en hann gerði einnig garðinn frægan í kvikmyndum á borð við Boogie Nights, Magnolia og Bond-myndinni Tomorrow Never Dies. Hann hét raunverulega Richard Jay Potash, fæddist í New York og byrjaði að koma fram sem töframaður þegar fjögurra ára gamall. Hann er talinn einn fyrsti töframaðurinn sem byrjaði að troða upp á grín- og næturklúbbum. Í frétt BBC kemur fram að hann hafi einnig verið þekktur fyrir getu sína að kasta spilum úr spilastokk langar leiðir. Í Heimsmetabók Guinness segir að hann hafi eitt sinn kastað spili úr spilastokk heila 58 metra þar sem það mældist mest á 145 kílómetra hraða. Í Bond-myndinni Tomorrow Never Dies fór hann með hlutverk ómennisins og tölvuþrjótsins Henry Gupta sem starfaði á snærum aðal vonda karlsins, Elliot Carver. Í Boogie Nights, mynd Paul Thomas Anderson frá árinu 1997, fór hann með hlutverk Kurt Longjohn og þá talaði hann inn á kvikmynd Anderson frá 1999, Magnolia. Einnig má nefna að hann fór með hlutverk Eddie Sawyer í fyrstu þáttaröð Deadwood.Behold Ricky Jay attacking Conan O'Brien and Jackie Chan with playing cards, one of the primary reasons for which late night television was created. https://t.co/TiYiKmyb50— Dan Telfer (@dantelfer) November 25, 2018 Starfsbræður hans úr töframanna- og leikarastétt hafa minnst Jay, meðal annars Penn Jilette úr tvíeykinu Penn & Teller og leikarinn Neil Patrick Harris.Master magician and historian Ricky Jay has passed away. The breadth of his knowledge and appreciation for magic and the allied arts was truly remarkable. Such sad news, such a profound loss. #RIP https://t.co/VRYRxhkQKr— Neil Patrick Harris (@ActuallyNPH) November 25, 2018 Oh man, Ricky Jay. Just a genius. One of the best who ever lived. We'll all miss you, Ricky. Oh man.— Penn Jillette (@pennjillette) November 25, 2018 Andlát Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Fleiri fréttir Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Sjá meira
Bandaríski töframaðurinn og leikarinn Ricky Jay er látinn, 72 ára að aldri. Jay var talinn einn hæfileikasti töframaður heims, en hann gerði einnig garðinn frægan í kvikmyndum á borð við Boogie Nights, Magnolia og Bond-myndinni Tomorrow Never Dies. Hann hét raunverulega Richard Jay Potash, fæddist í New York og byrjaði að koma fram sem töframaður þegar fjögurra ára gamall. Hann er talinn einn fyrsti töframaðurinn sem byrjaði að troða upp á grín- og næturklúbbum. Í frétt BBC kemur fram að hann hafi einnig verið þekktur fyrir getu sína að kasta spilum úr spilastokk langar leiðir. Í Heimsmetabók Guinness segir að hann hafi eitt sinn kastað spili úr spilastokk heila 58 metra þar sem það mældist mest á 145 kílómetra hraða. Í Bond-myndinni Tomorrow Never Dies fór hann með hlutverk ómennisins og tölvuþrjótsins Henry Gupta sem starfaði á snærum aðal vonda karlsins, Elliot Carver. Í Boogie Nights, mynd Paul Thomas Anderson frá árinu 1997, fór hann með hlutverk Kurt Longjohn og þá talaði hann inn á kvikmynd Anderson frá 1999, Magnolia. Einnig má nefna að hann fór með hlutverk Eddie Sawyer í fyrstu þáttaröð Deadwood.Behold Ricky Jay attacking Conan O'Brien and Jackie Chan with playing cards, one of the primary reasons for which late night television was created. https://t.co/TiYiKmyb50— Dan Telfer (@dantelfer) November 25, 2018 Starfsbræður hans úr töframanna- og leikarastétt hafa minnst Jay, meðal annars Penn Jilette úr tvíeykinu Penn & Teller og leikarinn Neil Patrick Harris.Master magician and historian Ricky Jay has passed away. The breadth of his knowledge and appreciation for magic and the allied arts was truly remarkable. Such sad news, such a profound loss. #RIP https://t.co/VRYRxhkQKr— Neil Patrick Harris (@ActuallyNPH) November 25, 2018 Oh man, Ricky Jay. Just a genius. One of the best who ever lived. We'll all miss you, Ricky. Oh man.— Penn Jillette (@pennjillette) November 25, 2018
Andlát Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Fleiri fréttir Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Sjá meira