Lífið

Vann gull í sykurgerðarlist

Atli Ísleifsson skrifar
Denis Shramko og Eiliza Reid forsetafrú í Lúxemborg.
Denis Shramko og Eiliza Reid forsetafrú í Lúxemborg. Mynd/kokalandsliðið

Fyrsta gull íslenska kokkalandsliðsins á heimsmeistarakeppninni í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg um helgina kom í hús í gær. Denis Shramko vann þar til gullverðlauna í sykurgerðarlist.



Á Facebook-síðu kokkalandsliðsins kemur fram að móðir Denis, Maria Shramko, sé landsliðskokkur til margra ára þannig að Denis eigi ekki langt að sækja fagmennskuna.



Íslenska landsliðið hafnaði samtals í fimmta sæti á síðasta heimsmeistaramóti sem haldið var fyrir fjórum árum.



Verndari landsliðiðsins er Eliza Reid forsetafrú sem fylgir landsliðinu eftir í Lúxemborg um helgina.



Á síðu landsliðsins segir að það vinni með alíslenskar áherslur í gegnum keppnina og lögð er mikil áhersla á sérvalið sígilt íslenskt hráefni þar sem íslenskur þorskur, íslenskt lamb og skyr verða í aðalhlutverkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×