Vill skapa umræðu um kannabis í lækningaskyni Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2018 16:57 Halldóra Mogensen, formaður Velferðarnefndar og flutningsmaður þingsályktunartillögunnar. Skjáskot/Stöð 2 Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Halldóra var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag.Í þingsályktunartillögunni er heilbrigðisráðherra falið að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps á Íslandi. Flutningsmenn tillögunnar eru auk Halldóru þau Björn Leví Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson Sara Elísa Þórðardóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.Hvers vegna vill Halldóra að þetta skref sé tekið? „Miklar breytingar að eiga sér stað út í heimi, fleiri og fleiri lönd sem eru að leyfa þetta. Rannsóknir og notendur hafa talað um hvað efnið er að hjálpa þeim,“ segir Halldóra. Með notendum á Halldóra við veikt fólk sem sækir í læknahamp og neyðist til að gera það ólöglega. Halldóra segir að ekki ætti að gera það fólk að glæpamönnum fyrir það að nýta sér lyf í veikindum sínum.Í greinargerð við þingsályktunartillöguna er lögð áhersla á að ræktendur lyfjahamps fái að gera það í friði, ef málið verður að frumvarpi, hver ætti að sjá um ræktun plöntunnar í lækningaskyni?„Ég veit það ekki. Hugmyndin var sú að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa þetta og leggja fram frumvarp. Í undirbúningi þarf að fara í rannsóknarvinnu, tala við sérfræðinga og fagaðila. Fá þá aðila að borðinu og komast að því hvernig er best að gera þetta á Íslandi,“ segir Halldóra.„Mismunandi er hvernig lönd gera þetta. Ef við ætlum að lögleiða kannabis til lyfjanotkunar, eða lyfjahamp eins og ég kalla þetta í tillögunni, þá er betra ef við getum ræktað þetta sjálf hér heima, í stað þess að flytja þetta inn. Þá er þetta bæði ódýrara og umhverfisvænna,“ sagði Halldóra enn fremur.En er þingsályktunartillagan dulin leið til að lögleiða kannabisefni fullkomlega? Það er ekki tilgangurinn með tillögunni, tilgangurinn er að vekja umræðu. Borist hafa mjög áhugaverðar umsagnir um málið, til dæmis frá Lyfjafræðingafélagi Íslands sem sagði að umræðan í þjóðfélaginu væri of skammt á veg komin til að fara í þessar aðgerðir núna. Halldóra segist geta tekið undir þessa gagnrýni en stefnir að því að velferðarnefnd taki málið fyrir eftir áramót. Halldóra sem er formaður Velferðarnefndar segist vonast eftir því að geta fengið til dæmis landlækni og erlenda sérfræðinga fyrir nefndina. Í þónokkrum ríkjum Bandaríkjanna og í Kanada í heild sinni hefur skrefið verið tekið til fulls. Er það eitthvað sem gæti gerst á Íslandi? Halldóra segir að það sé óhjákvæmileg þróun. Píratar hafi talað fyrir afglæpavæðingu sem snýr að því að ekki sé refsað fyrir vörslu neysluskammta. Halldóra segir Ísland eftir á í þessum efnum og ætti að fylgjast með öðrum löndum. Halldóra segir að í löndum þar sem kannabis er lögleitt er minna um neyslu barna og ópíóðanotkun sem minni í löndum sem leyfa notkun kannabis í lækningaskyni. Ekki forgangsmál Pírata á þinginu Halldóra segir að í þetta skipti sé málið ekki forgangsmál hjá þingflokki Pírata, umræðan sé ekki komin nógu langt. Tilgangur tillögunnar hafi eingöngu verið eins og áður segir að skapa umræður í þjóðfélaginu. Stj.mál Víglínan Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Halldóra var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag.Í þingsályktunartillögunni er heilbrigðisráðherra falið að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps á Íslandi. Flutningsmenn tillögunnar eru auk Halldóru þau Björn Leví Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson Sara Elísa Þórðardóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.Hvers vegna vill Halldóra að þetta skref sé tekið? „Miklar breytingar að eiga sér stað út í heimi, fleiri og fleiri lönd sem eru að leyfa þetta. Rannsóknir og notendur hafa talað um hvað efnið er að hjálpa þeim,“ segir Halldóra. Með notendum á Halldóra við veikt fólk sem sækir í læknahamp og neyðist til að gera það ólöglega. Halldóra segir að ekki ætti að gera það fólk að glæpamönnum fyrir það að nýta sér lyf í veikindum sínum.Í greinargerð við þingsályktunartillöguna er lögð áhersla á að ræktendur lyfjahamps fái að gera það í friði, ef málið verður að frumvarpi, hver ætti að sjá um ræktun plöntunnar í lækningaskyni?„Ég veit það ekki. Hugmyndin var sú að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa þetta og leggja fram frumvarp. Í undirbúningi þarf að fara í rannsóknarvinnu, tala við sérfræðinga og fagaðila. Fá þá aðila að borðinu og komast að því hvernig er best að gera þetta á Íslandi,“ segir Halldóra.„Mismunandi er hvernig lönd gera þetta. Ef við ætlum að lögleiða kannabis til lyfjanotkunar, eða lyfjahamp eins og ég kalla þetta í tillögunni, þá er betra ef við getum ræktað þetta sjálf hér heima, í stað þess að flytja þetta inn. Þá er þetta bæði ódýrara og umhverfisvænna,“ sagði Halldóra enn fremur.En er þingsályktunartillagan dulin leið til að lögleiða kannabisefni fullkomlega? Það er ekki tilgangurinn með tillögunni, tilgangurinn er að vekja umræðu. Borist hafa mjög áhugaverðar umsagnir um málið, til dæmis frá Lyfjafræðingafélagi Íslands sem sagði að umræðan í þjóðfélaginu væri of skammt á veg komin til að fara í þessar aðgerðir núna. Halldóra segist geta tekið undir þessa gagnrýni en stefnir að því að velferðarnefnd taki málið fyrir eftir áramót. Halldóra sem er formaður Velferðarnefndar segist vonast eftir því að geta fengið til dæmis landlækni og erlenda sérfræðinga fyrir nefndina. Í þónokkrum ríkjum Bandaríkjanna og í Kanada í heild sinni hefur skrefið verið tekið til fulls. Er það eitthvað sem gæti gerst á Íslandi? Halldóra segir að það sé óhjákvæmileg þróun. Píratar hafi talað fyrir afglæpavæðingu sem snýr að því að ekki sé refsað fyrir vörslu neysluskammta. Halldóra segir Ísland eftir á í þessum efnum og ætti að fylgjast með öðrum löndum. Halldóra segir að í löndum þar sem kannabis er lögleitt er minna um neyslu barna og ópíóðanotkun sem minni í löndum sem leyfa notkun kannabis í lækningaskyni. Ekki forgangsmál Pírata á þinginu Halldóra segir að í þetta skipti sé málið ekki forgangsmál hjá þingflokki Pírata, umræðan sé ekki komin nógu langt. Tilgangur tillögunnar hafi eingöngu verið eins og áður segir að skapa umræður í þjóðfélaginu.
Stj.mál Víglínan Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira