Ásta björk var fagdansari í þáttunum og hefur áður tekið þátt sem svokallaður myndavéladansari. Þáttaröðin var sú fimmtánda í röðinni í Danmörku en þættirnir hófu göngu sína árið 2005. Þetta er í fyrsta sinn í sögu þáttanna sem fagdansari sigrar í fyrstu tilraun.
„Ég er glaður og stoltur. Þetta er tryltt,“ sagði Simon þegar úrslitin voru ljós.
Mine damer og herrer, vidnerne af Vild med dans 2018! Tillykke @stenspilsneren og @astaivars! #vmd18 #vildmeddansView this post on Instagram
A post shared by Vild med dans (@vildmeddans) on Nov 23, 2018 at 1:37pm PST
Jens Werner, einn dómaranna, sagði að dans þeirra í þættinum hefði verið besti dansinn, í besta lokaþætti í sögu þáttanna. Þau fengu fullt hús stiga fyrir lokadansinn, og alls 114 stig fyrir kvöldið, en þau fluttu þrjá dansa.
Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta úr seríunni.