Menning

Nýr bóksölulisti: Birgitta með tvær bækur á aðallista

Jakob Bjarnar skrifar
Írafár hefur verið um Birgittu undanfarna daga og svo virðist sem margur bókakaupandinn hafi svarað kallinu.
Írafár hefur verið um Birgittu undanfarna daga og svo virðist sem margur bókakaupandinn hafi svarað kallinu.
Fljótt á litið virðast Íslendingar afar íhaldssamir þegar kemur að lesefni. Enn eru það Arnaldur og Yrsa, glæpasagnakonungur og glæpasagnadrottning, sem bítast um efsta sætið.

Fyrsti bóksölulisti ársins hefur nú litið dagsins ljós. Hann er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda (Fíbút) og tekur til bóksölu dagana 1. til 20. nóvember. Þar eru sölutölur frá flestum þeirra búða sem höndla með bækur.

„Þarna skoðum við söluna bæði í heild og út frá ýmsum flokkum að ógleymdum árs-sölulistanum sem tekinn er saman í lokin og sýnir stöðu bóka miðað við heildarsölu ársins,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút.

Barnabækur einkennandi fyrir aðallistann

Hún segir að ekki séu margir eða óþekktir höfundar á listanum sem telur söluna þessa fyrstu þrjár vikur í nóvember. Það gæti þó breyst því nýjar bækur eru enn að streyma í verslanir og því ekki ólíklegt að röðin eigi eftir að riðlast á næstu vikum.

Íslenskir lesendur eru íhaldssamir og sýna sínum glæpasagnahöfundum tryggð. Ragnar er að mjaka sér á milli kóngs og drottningar: Arnaldar og Yrsu.
Ekki síst eru það barnabækur sem einkenna topp 20 aðal bóksölulistann. Og þar er Birgitta Haukdal, sem hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu vegna óvarlegrar ímyndar að mati sumra sem dregin er upp af hjúkrunarfræðingum, með tvær bækur á lista.

Sú gagnrýni sem Birgitta hefur mátt sæta hefur hins vegar mætt harðri andstöðu, ýmsir hafa á samfélagsmiðlum hvatt til þess að til að mótmæla slíku sé vert að fara og kaupa bækur Birgittu. Og einhverjir gætu hafa svarað því kalli samkvæmt þessu.

Glæpasögurnar halda sínu

Og svo eru það glæpasögurnar sem alltaf virðast eiga jafn góðu gengi að fagna.

„Ragnar Jónasson hefur klifrað ofar á vinsældalista með hverju árinu,“ segir Bryndís og útskýrir að bók Arnaldar hafi komið snemma í verslanir og hefur því selst töluvert.

Ásdís Halla er til alls líkleg. Tvísaga hennar í fyrra hlaut lofsamlegar viðtökur og Hornauga hefur vakið verulega athygli.ásdís
„Eins og sjá má á uppsafnaða listanum þar sem Arnaldur stekkur beint í 3 sæti yfir mest seldu bækur ársins til þessa. Þar má líka sjá eina af fjórum bókum Ævars Þórs Benediktssonar, sem út hafa komið á árinu.  Ekki er ólíklegt að samanlagður fjöldi þessara fjögurra titla muni ógna toppsæti árslistans þegar upp verður staðið, en þannig teljum við nú samt ekki nema til gamans.“

Ásdís Halla til alls vís

Bryndís metur það svo að skáldarimman á toppi metsölulistanna verði svo líklega á milli nýbakaðs Norðurlandameistara í bókmenntum, Auðar Övu og Hallgríms Helgasonar. „Verk þeirra hafa verið stjörnum prýdd og blessuð af öllum gagnrýnendum svo spennandi verður að fylgjast með gengi þeirra.“

Og, Ásdís Halla virðist halda áfram að stela senunni í ævisagnadeildinni. „Og svolítið merkilegt að sjá að Tvísaga, metsölubókin sem hún sendi frá sér í fyrra er 10. mest selda ævisagan það sem af er nóvember í ár. Og hún er ekki einu sinni komin út í kilju,“ segir Bryndís.

Topplistinn : söluhæstu titlar Bóksölulistans 1.-20. nóvember                        

  1. Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason        
  2. Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir     
  3. Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson      
  4. Siggi sítróna - Gunnar Helgason       
  5. Þorpið - Ragnar Jónasson     
  6. Jólalögin okkar - Ýmsir - Jón Ólafsson     
  7. Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason        
  8. Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir      
  9. Jól í Litla bakaríinu við Strandgötu - Jenny Colgan       
  10. Fíasól gefst aldrei upp - Kristín Helga Gunnarsdóttir    
  11. Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir    
  12. Fallegu lögin okkar - Ýmsir - Jón Ólafsson      
  13. Afmæli hjá Láru - Birgitta Haukdal    
  14. Dagbók Kidda klaufa 10   - Jeff Kinney      
  15. Henri - Rænt í Rússlandi - Þorgrímur Þráinsson       
  16. Miðnæturgengið - David Walliams       
  17. Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur - Þórður Snær Júlíusson
  18. Beint í ofninn - Nanna Rögnvaldardóttir    
  19. Lára fer til læknis - Birgitta Haukdal     
  20. Flóra Íslands - Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhallsdóttir      
                                 

Íslensk skáldverk                               

  1. Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason        
  2. Brúðan    - Yrsa Sigurðardóttir        
  3. Þorpið - Ragnar Jónasson     
  4. Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason        
  5. Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir      
  6. Ör - Auður Ava Ólafsdóttir       
  7. Krýsuvík - Stefán Máni       
  8. Heklugjá - Ófeigur Sigurðsson    
  9. Svik - Lilja Sigurðardóttir      
  10. Stormfuglar - Einar Kárason      
                                 

Þýdd skáldverk                                                      

  1. Jól í Litla bakaríinu við Strandgötu - Jenny Colgan       
  2. Dag einn í desember - Joise Silver    
  3. Mín sök - Clare Machintosh       
  4. Sænsk gúmmístígvél - Henning Mankell       
  5. Lífið heldur áfram - Winne Li         
  6. Becombergageðsjúkrahúsið - Sara Stridsberg      
  7. Litla bakaríið við Strandgötu - Jenny Colgan    
  8. Stúlkan með snjóinn í hárinu - Ninni Schulman        
  9. Ég veit hvar þú átt heima - Unni Lindell        
  10. Saga tveggja borga - Charles Dickens       
                                 

Ljóð                                                           

  1. Sálumessa - Gerður Kristný       
  2. Haustaugu - Hannes Pétursson     
  3. Ljóðaúrval - Jónas Hallgrímsson - Jónas Hallgrímsson      
  4. Vetrarland - Valdimar Tómasson        
  5. Smáa letrið - Linda Vilhjálmsdóttir        
  6. Hryggdýr - Sigurbjörg Þrastardóttir        
  7. Ljóð muna - Sigurður Pálsson     
  8. Vammfirring - Þórarinn Eldjárn        
  9. Rof - Bubbi Morthens         
  10. Í bakkafullan lækinn - Bjarni Bjarnason    
                                 

Barnabækur - skáldverk

  1. Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson      
  2. Siggi sítróna - Gunnar Helgason       
  3. Jólalögin okkar - Ýmsir - Jón Ólafsson     
  4. Fíasól gefst aldrei upp - Kristín Helga Gunnarsdóttir    
  5. Fallegu lögin okkar - Ýmsir - Jón Ólafsson      
  6. Afmæli hjá Láru     - Birgitta Haukdal      
  7. Dagbók Kidda klaufa 10 - Jeff Kinney       
  8. Henri - Rænt í Rússlandi  - Þorgrímur Þráinsson      
  9. Miðnæturgengið - David Walliams       
  10. Lára fer til læknis - Birgitta Haukdal     
                                 

Barnafræði- og handbækur                                       

  1. Jólaföndur - fjólublá / blá                          
  2. Aldrei snerta skrímsli!                         
  3. Litla límmiðabókin - Einhyrningar                         
  4. Settu saman allan heiminn - Leon Gray      
  5. Verkfærasett smiðsins                            
  6. Brandarar og gátur 3 - Huginn Þór Grétarsson    
  7. Spurningabókin 2018 - Guðjón Ingi Eiríksson     
  8. Fyrstu orðin púsl og bók                             
  9. Slímbók Sprengju-Kötu - Katrín Lilja Sigurðardóttir       
  10. Star Wars: Tilraunir - Disney    
                                 

Ungmennabækur                                             

  1. Ljónið - Hildur Knútsdóttir      
  2. Hvísl hrafnanna 2 - Malene Sølvsten        
  3. Rotturnar - Ragnheiður Eyjólfsdóttir       
  4. Hyldýpið - Camilla Sten & Viveca Sten      
  5. Norrænu goðin - Johan Egerkranz       
  6. Fótboltaspurningar 2018 - Bjarni Þór Guðjónsson      
  7. Hefnd - Kári Valtýsson       
  8. Sölvasaga Daníelssonar - Arnar Már Arngrímsson       
  9. Sjúklega súr saga - Sif Sigmarsdóttir      
  10. Bækur duftsins - Philip Pullman       
                                 

Fræði og almennt efni                                                    

  1. Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur - Þórður Snær Júlíusson
  2. Beint í ofninn - Nanna Rögnvaldardóttir    
  3. Flóra Íslands - Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg, Þóra Ellen Þórhallsdóttir        
  4. Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson       
  5. LKL 2 - Gunnar Már Sigfússon     
  6. Hvað er í matinn? - Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir      
  7. Prjónað af ást - Lene Holme Samsöe    
  8. Geggjaðar gátur og góðar - Guðjón Ingi Eiríksson     
  9. Fyrstu mánuðirnir - ráðin hennar Önnu ljósu - Anna Eðvaldsdóttir      
  10. Hvítabirnir á Íslandi - Rósa Rut Þórisdóttir    
                                  

Ævisögur                                                       

  1. Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir    
  2. Skúli fógeti - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir     
  3. Hasim - Þóra Kristín Ásgeirsdóttir    
  4. Ærumissir - Davíð Logi Sigurðsson     
  5. Ástin, drekinn og dauðinn - Vilborg Davíðsdóttir     
  6. Hundakæti - Þorsteinn Vilhjálmsson    
  7. Nú brosir nóttin - æviminningar Guðmundar Einarssonar     - Theódór Gunnlaugsson       
  8. Nú - nú, óskráð saga - hljóðbók - Steinþór Þórðarson segir frá     
  9. Amma - draumar í lit - Hólmfríður Helga Sigurðardóttir    
  10. Tvísaga - Ásdís Halla Bragadóttir     
                                 

Uppsafnað frá áramótum - söluhæstu bækurnar frá 1. janúar 2018                    

  1. Þorsti - Jo Nesbø       
  2. Sumar í Litla bakaríinu við Strandgötu - Jenny Colgan    
  3. Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason        
  4. Ofurhetjuvíddin     - Ævar Þór Benediktsson      
  5. Marrið í stiganum - Eva Björg Ægisdóttir        
  6. Uppgjör - Lee Child     
  7. Uppruni - Dan Brown     
  8. Vegahandbókin 2018 - Steindór Steindórsson      
  9. Mið-Austurlönd- Magnús Þorkell Bernharðsson    
  10. Hvolpasveitin - litabók                         
 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×