Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. nóvember 2018 10:00 Aron Einar Gunnarsson hóf ferilinn hjá AZ Alkmaar í atvinnumennskunni. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, leikur með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í dag en atvinnumannaferillinn hjá þessum þrítuga miðjumanni hófst þegar að hann var 16 ára gamall hjá AZ Alkmaar í Hollandi.Sjá einnig:Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Aron byrjaði hjá U19 ára liði félagsins og fór spila fyrir varaliðið á öðru ári sínu og stóð sig mjög vel. Svo vel að hann var boðaður á æfingu hjá aðalliðinu sem enginn annar en Louis van Gaal þjálfaði á þeim tíma. Aron segir skemmtilega frá fyrstu æfingunni í nýrri ævisögu sinni, Aron - Sagan mín, en þar var honum fljótlega kippt niður á jörðina af Van Gaal sem átti síðar meir eftir að þjálfa Manchester United.Louis van Gaal gefur ekkert eftir.vísir/gettyStop, stop! „Að vera 19 ára á æfingu hjá gæja sem hafði á þessum tímapunkti þjálfað Ajax, hollenska landsliðið, Barcelona og meira að segja unnið Meistaradeild Evrópu var frekar svakalegt, bæði á góðan og ógnvekjandi hátt,“ segir Aron Einar í bókinni. Van Gaal tók vel á móti Aroni og fagnaði því að svona ungur og efnilegur strákur hefði tekið jafnmiklum framförum og raun bar vitni. „Ég er ánægður með þig Aron. Það er gott að sjá hvernig þú ert að þróa þig vel sem leikmann með varaliðinu,“ sagði Van Gaal er hann tók Aron afsíðis fyrir fyrstu æfinguna. Þegar æfingin fór svo af stað og það kom að Aroni að senda boltann í einfaldri upphitunaræfingu var Van Gaal fljótur að benda verðandi íslenska landsliðsfyrirliðanum á það sem hann gerði rangt. „Stop, stop!“ hrópaði Van Gaal eins hátt og hann gat. „Hvað?“ spurði Aron undrandi og hollenski þjálfarinn svaraði um hæl: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ (e. Can you not play football or something?!) Aron útskýrir: „Áður en ég náði að koma fyrir mig orði benti hann mér á að ég hefði gefið boltann á vinstri fót samherja míns þegar ég átti að gefa á hægri. Nákvæmnin. Kröfurnar,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, leikur með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í dag en atvinnumannaferillinn hjá þessum þrítuga miðjumanni hófst þegar að hann var 16 ára gamall hjá AZ Alkmaar í Hollandi.Sjá einnig:Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Aron byrjaði hjá U19 ára liði félagsins og fór spila fyrir varaliðið á öðru ári sínu og stóð sig mjög vel. Svo vel að hann var boðaður á æfingu hjá aðalliðinu sem enginn annar en Louis van Gaal þjálfaði á þeim tíma. Aron segir skemmtilega frá fyrstu æfingunni í nýrri ævisögu sinni, Aron - Sagan mín, en þar var honum fljótlega kippt niður á jörðina af Van Gaal sem átti síðar meir eftir að þjálfa Manchester United.Louis van Gaal gefur ekkert eftir.vísir/gettyStop, stop! „Að vera 19 ára á æfingu hjá gæja sem hafði á þessum tímapunkti þjálfað Ajax, hollenska landsliðið, Barcelona og meira að segja unnið Meistaradeild Evrópu var frekar svakalegt, bæði á góðan og ógnvekjandi hátt,“ segir Aron Einar í bókinni. Van Gaal tók vel á móti Aroni og fagnaði því að svona ungur og efnilegur strákur hefði tekið jafnmiklum framförum og raun bar vitni. „Ég er ánægður með þig Aron. Það er gott að sjá hvernig þú ert að þróa þig vel sem leikmann með varaliðinu,“ sagði Van Gaal er hann tók Aron afsíðis fyrir fyrstu æfinguna. Þegar æfingin fór svo af stað og það kom að Aroni að senda boltann í einfaldri upphitunaræfingu var Van Gaal fljótur að benda verðandi íslenska landsliðsfyrirliðanum á það sem hann gerði rangt. „Stop, stop!“ hrópaði Van Gaal eins hátt og hann gat. „Hvað?“ spurði Aron undrandi og hollenski þjálfarinn svaraði um hæl: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ (e. Can you not play football or something?!) Aron útskýrir: „Áður en ég náði að koma fyrir mig orði benti hann mér á að ég hefði gefið boltann á vinstri fót samherja míns þegar ég átti að gefa á hægri. Nákvæmnin. Kröfurnar,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00