Reyna að stilla til friðar á milli Tyrkja og sýrlenskra Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2018 23:41 James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. EPA/JIM LO SCALZO Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. Báðir aðilar eru bandamenn Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa staðið við bakið á Kúrdum og arabískum bandamönnum þeirra í samtökunum Syrian Democratic Forces, eða SDF, gegn vígamönnum Íslamska ríkisins og Tyrkir eru bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í kvöld að markmiðið væri að tryggja að ekki hægi á baráttunni gegn ISIS vegna spennunnar á svæðinu. SDF tilkynnti fyrr í nóvember að hlé yrði gert á aðgerðum gegn ISIS eftir að Tyrkir gerðu stórskotaliðsárásir á stöðvar SDF í norðurhluta Sýrlands. Ráðherrann sagði einnig að Tyrkjum yrði gert ljóst hvar eftirlitsstöðvar þessar yrðu staðsettar, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Tyrkir hafa lengi verið verulega ósáttir við að Bandaríkin hafi aðstoðað SDF og sýrlenska Kúrda en ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, lítur á Kúrda sem hryðjuverkamenn og segir þá starfa með Verkamannaflokki Kúrda sem hefur háð áratugalanga sjálfstæðisbaráttu í austurhluta Tyrklands. Tyrkir hafa gert tvær innrásir í Sýrland til að herja á sýrlenska Kúrda. Í fyrra skiptið réðust þeir inn á yfirráðasvæði ISIS-liða í norðurhluta landsins til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu að sameina tvö yfirráðasvæði sín í Sýrlandi. Stórt svæði sem þeir stjórna í norðausturhluta landsins og Afrin-hérað í norðvesturhluta Sýrlands. Seinni innrásin var svo gerð inn í Afrin-hérað sjálft, sem var eingöngu undir stjórn sýrlenskra Kúrda og kom ekki að yfirráðasvæði SDF og baráttunni gegn ISIS með beinum hætti. Héraðinu er nú stjórnað af uppreisnarmönnum sem Tyrkir hafa stutt við bakið á. SDF stjórnar borginni Manbij og hefur Erdogan ítrekað hótað því að reka sýrlenska Kúrda þaðan og austur yfir efratána. Bandaríkin og Frakkland hafa sent hermenn til borgarinnar til að koma í veg fyrir árás Tyrkja. Bandaríkin Mið-Austurlönd NATO Sýrland Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. Báðir aðilar eru bandamenn Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa staðið við bakið á Kúrdum og arabískum bandamönnum þeirra í samtökunum Syrian Democratic Forces, eða SDF, gegn vígamönnum Íslamska ríkisins og Tyrkir eru bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í kvöld að markmiðið væri að tryggja að ekki hægi á baráttunni gegn ISIS vegna spennunnar á svæðinu. SDF tilkynnti fyrr í nóvember að hlé yrði gert á aðgerðum gegn ISIS eftir að Tyrkir gerðu stórskotaliðsárásir á stöðvar SDF í norðurhluta Sýrlands. Ráðherrann sagði einnig að Tyrkjum yrði gert ljóst hvar eftirlitsstöðvar þessar yrðu staðsettar, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Tyrkir hafa lengi verið verulega ósáttir við að Bandaríkin hafi aðstoðað SDF og sýrlenska Kúrda en ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, lítur á Kúrda sem hryðjuverkamenn og segir þá starfa með Verkamannaflokki Kúrda sem hefur háð áratugalanga sjálfstæðisbaráttu í austurhluta Tyrklands. Tyrkir hafa gert tvær innrásir í Sýrland til að herja á sýrlenska Kúrda. Í fyrra skiptið réðust þeir inn á yfirráðasvæði ISIS-liða í norðurhluta landsins til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu að sameina tvö yfirráðasvæði sín í Sýrlandi. Stórt svæði sem þeir stjórna í norðausturhluta landsins og Afrin-hérað í norðvesturhluta Sýrlands. Seinni innrásin var svo gerð inn í Afrin-hérað sjálft, sem var eingöngu undir stjórn sýrlenskra Kúrda og kom ekki að yfirráðasvæði SDF og baráttunni gegn ISIS með beinum hætti. Héraðinu er nú stjórnað af uppreisnarmönnum sem Tyrkir hafa stutt við bakið á. SDF stjórnar borginni Manbij og hefur Erdogan ítrekað hótað því að reka sýrlenska Kúrda þaðan og austur yfir efratána. Bandaríkin og Frakkland hafa sent hermenn til borgarinnar til að koma í veg fyrir árás Tyrkja.
Bandaríkin Mið-Austurlönd NATO Sýrland Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira