Reyna að stilla til friðar á milli Tyrkja og sýrlenskra Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2018 23:41 James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. EPA/JIM LO SCALZO Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. Báðir aðilar eru bandamenn Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa staðið við bakið á Kúrdum og arabískum bandamönnum þeirra í samtökunum Syrian Democratic Forces, eða SDF, gegn vígamönnum Íslamska ríkisins og Tyrkir eru bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í kvöld að markmiðið væri að tryggja að ekki hægi á baráttunni gegn ISIS vegna spennunnar á svæðinu. SDF tilkynnti fyrr í nóvember að hlé yrði gert á aðgerðum gegn ISIS eftir að Tyrkir gerðu stórskotaliðsárásir á stöðvar SDF í norðurhluta Sýrlands. Ráðherrann sagði einnig að Tyrkjum yrði gert ljóst hvar eftirlitsstöðvar þessar yrðu staðsettar, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Tyrkir hafa lengi verið verulega ósáttir við að Bandaríkin hafi aðstoðað SDF og sýrlenska Kúrda en ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, lítur á Kúrda sem hryðjuverkamenn og segir þá starfa með Verkamannaflokki Kúrda sem hefur háð áratugalanga sjálfstæðisbaráttu í austurhluta Tyrklands. Tyrkir hafa gert tvær innrásir í Sýrland til að herja á sýrlenska Kúrda. Í fyrra skiptið réðust þeir inn á yfirráðasvæði ISIS-liða í norðurhluta landsins til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu að sameina tvö yfirráðasvæði sín í Sýrlandi. Stórt svæði sem þeir stjórna í norðausturhluta landsins og Afrin-hérað í norðvesturhluta Sýrlands. Seinni innrásin var svo gerð inn í Afrin-hérað sjálft, sem var eingöngu undir stjórn sýrlenskra Kúrda og kom ekki að yfirráðasvæði SDF og baráttunni gegn ISIS með beinum hætti. Héraðinu er nú stjórnað af uppreisnarmönnum sem Tyrkir hafa stutt við bakið á. SDF stjórnar borginni Manbij og hefur Erdogan ítrekað hótað því að reka sýrlenska Kúrda þaðan og austur yfir efratána. Bandaríkin og Frakkland hafa sent hermenn til borgarinnar til að koma í veg fyrir árás Tyrkja. Bandaríkin Mið-Austurlönd NATO Sýrland Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. Báðir aðilar eru bandamenn Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa staðið við bakið á Kúrdum og arabískum bandamönnum þeirra í samtökunum Syrian Democratic Forces, eða SDF, gegn vígamönnum Íslamska ríkisins og Tyrkir eru bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í kvöld að markmiðið væri að tryggja að ekki hægi á baráttunni gegn ISIS vegna spennunnar á svæðinu. SDF tilkynnti fyrr í nóvember að hlé yrði gert á aðgerðum gegn ISIS eftir að Tyrkir gerðu stórskotaliðsárásir á stöðvar SDF í norðurhluta Sýrlands. Ráðherrann sagði einnig að Tyrkjum yrði gert ljóst hvar eftirlitsstöðvar þessar yrðu staðsettar, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Tyrkir hafa lengi verið verulega ósáttir við að Bandaríkin hafi aðstoðað SDF og sýrlenska Kúrda en ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, lítur á Kúrda sem hryðjuverkamenn og segir þá starfa með Verkamannaflokki Kúrda sem hefur háð áratugalanga sjálfstæðisbaráttu í austurhluta Tyrklands. Tyrkir hafa gert tvær innrásir í Sýrland til að herja á sýrlenska Kúrda. Í fyrra skiptið réðust þeir inn á yfirráðasvæði ISIS-liða í norðurhluta landsins til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu að sameina tvö yfirráðasvæði sín í Sýrlandi. Stórt svæði sem þeir stjórna í norðausturhluta landsins og Afrin-hérað í norðvesturhluta Sýrlands. Seinni innrásin var svo gerð inn í Afrin-hérað sjálft, sem var eingöngu undir stjórn sýrlenskra Kúrda og kom ekki að yfirráðasvæði SDF og baráttunni gegn ISIS með beinum hætti. Héraðinu er nú stjórnað af uppreisnarmönnum sem Tyrkir hafa stutt við bakið á. SDF stjórnar borginni Manbij og hefur Erdogan ítrekað hótað því að reka sýrlenska Kúrda þaðan og austur yfir efratána. Bandaríkin og Frakkland hafa sent hermenn til borgarinnar til að koma í veg fyrir árás Tyrkja.
Bandaríkin Mið-Austurlönd NATO Sýrland Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira