Upphitun: Partý í Abu Dhabi Bragi Þórðarson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Þessir þrír eru væntanlega klárir í slaginn um helgina. vísir/getty Lokaumferðin í Formúlu 1 fer fram á Jas Marina brautinni í Abu Dhabi um helgina. Lewis Hamilton og Mercedes hafa nú þegar tryggt sér titlana eftirsóttu en þrátt fyrir það hefur tímabilið verið ótrúlega spennandi. Sebastian Vettel vann fyrsta kappaksturinn á sínum Ferrari í Ástralíu í Mars. Vettel og Hamilton skiptust á fyrsta sætinu í mótinu margoft í sumar. Það voru þó Ferrari og Vettel sem glopruðu sínum möguleikum niður þegar líða tók á haustið. Í síðustu tveimur keppnum hefur það hins vegar verið Max Verstappen á Red Bull sem hefur verið hraðastur. Hollendingurinn vann í Mexíkó en sigrinum var stolið af honum í Brasilíu. Valtteri Bottas kom fyrstur í mark í Abu Dhabi í fyrra á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton. Finninn freistir þess að sama verði uppi á teningnum um helgina en þetta er síðasta séns Bottas að vinna keppni árið 2018. Jas Marina brautin er talsvert hröð og skiptir aflið því aðal máli í eyðimörkinni. Nú þegar að báðir titlarnir eru komnir í hús verður aðal áherslan sennilega á þeim skemmtiatriðum sem Abu Dhabi hefur alltaf uppi að bjóða. Við brautina er heill skemmtigarður sérstaklega tileinkaður Formúlu 1. Fimm stjörnu hótel er við brautina og ekki skemmir fyrir að Íslandsvinirnir í Guns and Roses munu loka tímabilinu með stæl á sunnudagskvöldið. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verða allt í þráðbeinni á Stöð 2 Sport um helgina. Ræst verður af stað í kappaksturinn klukkan eitt á íslenskum tíma á sunnudaginn. Formúla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lokaumferðin í Formúlu 1 fer fram á Jas Marina brautinni í Abu Dhabi um helgina. Lewis Hamilton og Mercedes hafa nú þegar tryggt sér titlana eftirsóttu en þrátt fyrir það hefur tímabilið verið ótrúlega spennandi. Sebastian Vettel vann fyrsta kappaksturinn á sínum Ferrari í Ástralíu í Mars. Vettel og Hamilton skiptust á fyrsta sætinu í mótinu margoft í sumar. Það voru þó Ferrari og Vettel sem glopruðu sínum möguleikum niður þegar líða tók á haustið. Í síðustu tveimur keppnum hefur það hins vegar verið Max Verstappen á Red Bull sem hefur verið hraðastur. Hollendingurinn vann í Mexíkó en sigrinum var stolið af honum í Brasilíu. Valtteri Bottas kom fyrstur í mark í Abu Dhabi í fyrra á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton. Finninn freistir þess að sama verði uppi á teningnum um helgina en þetta er síðasta séns Bottas að vinna keppni árið 2018. Jas Marina brautin er talsvert hröð og skiptir aflið því aðal máli í eyðimörkinni. Nú þegar að báðir titlarnir eru komnir í hús verður aðal áherslan sennilega á þeim skemmtiatriðum sem Abu Dhabi hefur alltaf uppi að bjóða. Við brautina er heill skemmtigarður sérstaklega tileinkaður Formúlu 1. Fimm stjörnu hótel er við brautina og ekki skemmir fyrir að Íslandsvinirnir í Guns and Roses munu loka tímabilinu með stæl á sunnudagskvöldið. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verða allt í þráðbeinni á Stöð 2 Sport um helgina. Ræst verður af stað í kappaksturinn klukkan eitt á íslenskum tíma á sunnudaginn.
Formúla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira