Körfubolti

Tímamót hjá Helenu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helena lék sinn fyrsta landsleik árið 2002.
Helena lék sinn fyrsta landsleik árið 2002. Fréttablaðið/Eyþór
Helena Sverrisdóttir leikur sinn 70. landsleik þegar íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir því bosníska í undankeppni EM í kvöld.

Helena, sem er þrítug, verður sú þriðja í sögu kvennalandsliðsins sem nær þessum áfanga. Hildur Sigurðardóttir er leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 79 leiki. Birna Valgarðsdóttir kemur þar á eftir með 76 landsleiki.

Helena lék sinn fyrsta landsleik árið 2002, þá á 14. aldursári. Landsleikir Helenu ættu að vera mun fleiri en landsliðið hefur ekki verið starfsrækt allan tímann síðan hún þreytti frumraun sína með því.

Helena er langleikjahæst í íslenska hópnum. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagríms, er næst á eftir henni með 52 landsleiki. Hún jafnar landsleikjafjölda Guðbjargar Norðfjörð og Helgu Þorvaldsdóttur í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×