Krefjast "ásættanlegrar niðurstöðu“ á þingflokksfundi Miðflokksins Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2018 13:44 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins (t.h.) og varaformaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson (fyrir miðju). Fréttablaðið/Ernir Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi segjast vona að þingflokkur flokksins komist að „ásættanlegri niðurstöðu“ á fundi sínum í dag fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara sína og samstarfsfólk á Klaustur fyrr í mánuðinum. „Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið.“ Þetta kemur fram yfirlýsingu frá þeim Hallfríði G. Hólmgrímsdóttur, bæjarfulltrúa í Grindavík, Margréti Þórarinsdóttur í Reykjanesbæ og Tómasi Ellerti Tómassyni í Árborg. Þingflokkurinn mun funda í dag til að ræða atburði síðustu daga. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hefur sagst ætla að fara yfir kröfu um afsögn þingmennsku og aðra hluti með félögum sínum í þingflokknum síðar í dag.Skelfilegt og ömurlegt Einar G. Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að málið allt væri „skelfilegt“ og „hið ömurlegasta mál“. Hann segir til umræðu að stjórn félagsins muni halda fund nú um helgina til að ræða málið. „Mér þykir mjög vænt um flokkinn og tel að hann geti komið gríðarlega miklu góðu til leiða. Auðvitað verða menn að njóta trausts og geta unnið. Það er enginn tilgangur ef þeir geta ekki unnið.“Þannig að flokkurinn verður að bregðast við með einhverjum hætti? „Mér finnst það líklegt, já.“ Sjá má yfirlýsingu bæjarfulltrúanna í heild sinni að neðan. Bæjarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi harma þau niðrandi ummæli sem þingmenn Miðflokksins létu falla um samborgara sína og samstarfsfólk sitt þann 20. nóvember síðastliðinn á Klaustur Bar í Reykjavík og náðust á hljóðupptöku.Við vonum að þingflokkur Miðflokksins komist að ásættanlegri niðurstöðu á fundi sínum í dag fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem þarna áttu hlut að máli. Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið.Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir - GrindavíkMargrét Þórarinsdóttir - ReykjanesbæTómas Ellert Tómasson - Svf. Árborg Grindavík Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00 Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi segjast vona að þingflokkur flokksins komist að „ásættanlegri niðurstöðu“ á fundi sínum í dag fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara sína og samstarfsfólk á Klaustur fyrr í mánuðinum. „Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið.“ Þetta kemur fram yfirlýsingu frá þeim Hallfríði G. Hólmgrímsdóttur, bæjarfulltrúa í Grindavík, Margréti Þórarinsdóttur í Reykjanesbæ og Tómasi Ellerti Tómassyni í Árborg. Þingflokkurinn mun funda í dag til að ræða atburði síðustu daga. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hefur sagst ætla að fara yfir kröfu um afsögn þingmennsku og aðra hluti með félögum sínum í þingflokknum síðar í dag.Skelfilegt og ömurlegt Einar G. Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að málið allt væri „skelfilegt“ og „hið ömurlegasta mál“. Hann segir til umræðu að stjórn félagsins muni halda fund nú um helgina til að ræða málið. „Mér þykir mjög vænt um flokkinn og tel að hann geti komið gríðarlega miklu góðu til leiða. Auðvitað verða menn að njóta trausts og geta unnið. Það er enginn tilgangur ef þeir geta ekki unnið.“Þannig að flokkurinn verður að bregðast við með einhverjum hætti? „Mér finnst það líklegt, já.“ Sjá má yfirlýsingu bæjarfulltrúanna í heild sinni að neðan. Bæjarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi harma þau niðrandi ummæli sem þingmenn Miðflokksins létu falla um samborgara sína og samstarfsfólk sitt þann 20. nóvember síðastliðinn á Klaustur Bar í Reykjavík og náðust á hljóðupptöku.Við vonum að þingflokkur Miðflokksins komist að ásættanlegri niðurstöðu á fundi sínum í dag fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem þarna áttu hlut að máli. Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið.Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir - GrindavíkMargrét Þórarinsdóttir - ReykjanesbæTómas Ellert Tómasson - Svf. Árborg
Grindavík Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00 Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00
Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“