Elsta afbrigði plágunnar fannst í fimm þúsund ára gamalli gröf í Svíþjóð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. desember 2018 07:30 Beinahrúgan ævaforna sem hafði að geyma afbrigðið. Fréttablaðið/Cell Elsta afbrigði bakteríunnar Yersina pestis sem fundist hefur fannst á dögunum í fimm þúsund ára gamalli gröf í Vestur-Gautlandi í Svíþjóð. Gerillinn olli farsótt sem dró vel yfir 50 milljónir manna til dauða um miðja 14. öld og kennd er við svartadauða. Vísindamennirnir birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu Cell í gær en í niðurstöðum þeirra kemur fram að með uppgötvun afbrigðisins hafi vísindamenn aldrei komist jafn nálægt því að uppgötva erfðafræðilegan uppruna plágunnar. „Með þessari rannsókn hefur okkur tekist að ferðast aftur í tímann og rýna í það hvernig þessi sýkill, sem haft hefur svo djúpstæð áhrif á samfélag okkar, hefur þróast í aldanna rás,“ segir aðalhöfundur rannsóknarinnar, víðerfðamengjafræðingurinn Simon Rasmussen. Vísindamennirnir fundu afbrigði bakteríunnar í erfðaefni sem þeir tóku úr líkamsleifum 20 ára gamallar konu sem lést fyrir um fimm þúsund árum. Afbrigðið hefur að geyma sömu eiginleika og farsóttin banvæna býr yfir í dag. Rasmussen og meðhöfundar hans benda á að þetta ævaforna afbrigði renni stoðum undir þá kenningu að plágan hafi dreifst auðveldlega milli manna á nýsteinöld með tilkomu stærri byggða, viðskiptaleiða og tækniframfara. „Plágan þróaðist úr tiltölulega meinlausri örveru. Við höfum séð sambærilega hluti gerast undanfarin ár og áratugi í tilfelli bólusóttar, malaríu, ebólu og Zika. Þetta þróunarferli er afar virkt,“ segir Rasmussen. „Það er verðugt verkefni að reyna að skilja hvernig meinlaust fyrirbæri þróast yfir í eitthvað sem er svo bráðsmitandi.“ Fornminjar Zíka Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Elsta afbrigði bakteríunnar Yersina pestis sem fundist hefur fannst á dögunum í fimm þúsund ára gamalli gröf í Vestur-Gautlandi í Svíþjóð. Gerillinn olli farsótt sem dró vel yfir 50 milljónir manna til dauða um miðja 14. öld og kennd er við svartadauða. Vísindamennirnir birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu Cell í gær en í niðurstöðum þeirra kemur fram að með uppgötvun afbrigðisins hafi vísindamenn aldrei komist jafn nálægt því að uppgötva erfðafræðilegan uppruna plágunnar. „Með þessari rannsókn hefur okkur tekist að ferðast aftur í tímann og rýna í það hvernig þessi sýkill, sem haft hefur svo djúpstæð áhrif á samfélag okkar, hefur þróast í aldanna rás,“ segir aðalhöfundur rannsóknarinnar, víðerfðamengjafræðingurinn Simon Rasmussen. Vísindamennirnir fundu afbrigði bakteríunnar í erfðaefni sem þeir tóku úr líkamsleifum 20 ára gamallar konu sem lést fyrir um fimm þúsund árum. Afbrigðið hefur að geyma sömu eiginleika og farsóttin banvæna býr yfir í dag. Rasmussen og meðhöfundar hans benda á að þetta ævaforna afbrigði renni stoðum undir þá kenningu að plágan hafi dreifst auðveldlega milli manna á nýsteinöld með tilkomu stærri byggða, viðskiptaleiða og tækniframfara. „Plágan þróaðist úr tiltölulega meinlausri örveru. Við höfum séð sambærilega hluti gerast undanfarin ár og áratugi í tilfelli bólusóttar, malaríu, ebólu og Zika. Þetta þróunarferli er afar virkt,“ segir Rasmussen. „Það er verðugt verkefni að reyna að skilja hvernig meinlaust fyrirbæri þróast yfir í eitthvað sem er svo bráðsmitandi.“
Fornminjar Zíka Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira