Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2018 19:15 Tómas Inga Tómasson. Vísir/Stöð 2 Sport Tómas Ingi Tómasson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og þjálfari, segist hafa verið við dauðans dyr eftir misheppnaðar aðgerðir á mjöðm. Hann hafi verið kominn á botninn. Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalega erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. Vinir, velunnarar og ættingjar Tómasar Inga Tómassonar ætla að sýna stuðning sinn í verki á sunnudaginn með því að halda Tommasaginn í Egilshöllinni. Mjaðmaraðgerð Tómasar Inga misheppnaðist árið 2015 og kallaði á þrjár aðferðir í viðbót. Tómas hefur eytt yfir tvöhundruð dögum inni á spítala frá því í apríl. Næst á dagskrá er að komast í aðgerð til Þýskalands þar sem síðustu fjórar aðgerðir á Íslandi hafa ekki skilað árangri. Gaupi, hitti Tómas Inga í dag og ræddi við hann mjög erfitt ár. „Í janúar 2019 verða komin fjögur ár í þessari baráttu. Það má segja að fyrsta aðgerð hafi virkilega klikkað. Ég fann að það strax eftir aðgerð að eitthvað var ekki rétt. Þrátt fyrir að ég hafi farið tvisvar til þrisvar til bæklunarlæknis á þeim tíma og kvartað yfir vanlíðan, þá var ekkert hlustað á það. Ég gekk með þetta í tvö og hálft ár áður en nokkuð væri gert,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, í viðtalinu við Gaupa. „Svo fann ég lækni sem hafði trú á því að þetta væri ekki bara eitthvað blaður í hausnum á mér heldur að það væri eitthvað að. Þá er farið í rólegheitum að byrja að skoða allskonar hluti eins og að dæla úr mér vökva sem safnaðist fyrir í náranum. Ég fór í það í sjö eða átta skipti. Þegar mest var þá var 360 millilítum dælt úr sem er rétt rúmlega ein kókdós. Það er ekkert spes að vera með kókdós inn í sér,“ sagði Tómas Ingi. Hann er búinn að vera á sjúkrahúsinu nánast á hverjum degi síðan í april og hann var við dauðans dyr. „Í síðustu af þessum þremur aðgerðum sem voru gerðar á þessu ári þá fékk ég sýklalyf sem ég hef greinilega bráðaofnæmi fyrir. Það stoppaði allt en sem betur fer var ég á besta stað sem ég gat verið á þeim tíma eða á gjörgæslu. Manni var kippt til baka. Ég var á gjörgæslu í tvo daga en þetta tók líkamlegan toll því ég fann vel fyrir því að þetta hafði gerst,“ sagði Tómas Ingi en næst á dagskrá er að fara til Þýskalands 17. desember. Tómas Ingi segir meira af stöðu mála hjá sér og framtíðarsýn sinni í viðtalinu en það má finna allt viðtal Guðjón Guðmundssonar við Tómas Inga Tómasson í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Tommadagurinn eins og viðburðurinn er kallaður fer fram á sunnudaginn 9. desember en hann hefst með knattþrautum með Eyjólfi Sverrissyni, Rúnari Kristinssyni og Arnar Grétarssyni klukkan 9.45. Úrslitaleikur Tommamótsins á milli pressuliðs Rúnars Kristinssonar og landsliðs Eyjólfs Sverissonar hefst síðan klukkan 11.00. Gummi Ben og Magnús Gylfason ætla að lýsa leiknum. Nú síðast fréttist af því að Ásgeir Sigurvinsson ætli að spila fyrir lið Eyjólfs og Arnór Guðjohnsen ætli að spila fyrir lið Rúnars.Allir sem koma að leiknum greiða frjáls framlög við innganginn rétt eins og allir áhorfendur. Auk þess má leggja inn á reikning (528-14-300, kt. 070669-4129).Úr viðburðarlýsingu Tommadagsins á fésbókinni: Tómas Ingi Tómasson yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðs Íslands hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015. Tommi var afburða knattspyrnumaður sem spilaði með ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti hér heima við góðan orðstýr en það tók sinn toll líkamlega og aðgerðin var óumflýjanleg. Árið 2018 hefur verið einstaklega erfitt líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans, þar sem Tommi hefur eytt yfir 200 dögum inni á spítala frá því í apríl. Hann bíður nú þess að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu 4 aðgerðir hérlendis hafa ekki skilað árangri. Ofan á allt þetta hafa svo bæst fjárhagsáhyggjur og því er komið að okkur; vinum, velunnurum og ættingjum að leggjast á eitt til að styðja Tomma og fjölskyldu hans. Gangi þér vel Tommi! Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og þjálfari, segist hafa verið við dauðans dyr eftir misheppnaðar aðgerðir á mjöðm. Hann hafi verið kominn á botninn. Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalega erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. Vinir, velunnarar og ættingjar Tómasar Inga Tómassonar ætla að sýna stuðning sinn í verki á sunnudaginn með því að halda Tommasaginn í Egilshöllinni. Mjaðmaraðgerð Tómasar Inga misheppnaðist árið 2015 og kallaði á þrjár aðferðir í viðbót. Tómas hefur eytt yfir tvöhundruð dögum inni á spítala frá því í apríl. Næst á dagskrá er að komast í aðgerð til Þýskalands þar sem síðustu fjórar aðgerðir á Íslandi hafa ekki skilað árangri. Gaupi, hitti Tómas Inga í dag og ræddi við hann mjög erfitt ár. „Í janúar 2019 verða komin fjögur ár í þessari baráttu. Það má segja að fyrsta aðgerð hafi virkilega klikkað. Ég fann að það strax eftir aðgerð að eitthvað var ekki rétt. Þrátt fyrir að ég hafi farið tvisvar til þrisvar til bæklunarlæknis á þeim tíma og kvartað yfir vanlíðan, þá var ekkert hlustað á það. Ég gekk með þetta í tvö og hálft ár áður en nokkuð væri gert,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, í viðtalinu við Gaupa. „Svo fann ég lækni sem hafði trú á því að þetta væri ekki bara eitthvað blaður í hausnum á mér heldur að það væri eitthvað að. Þá er farið í rólegheitum að byrja að skoða allskonar hluti eins og að dæla úr mér vökva sem safnaðist fyrir í náranum. Ég fór í það í sjö eða átta skipti. Þegar mest var þá var 360 millilítum dælt úr sem er rétt rúmlega ein kókdós. Það er ekkert spes að vera með kókdós inn í sér,“ sagði Tómas Ingi. Hann er búinn að vera á sjúkrahúsinu nánast á hverjum degi síðan í april og hann var við dauðans dyr. „Í síðustu af þessum þremur aðgerðum sem voru gerðar á þessu ári þá fékk ég sýklalyf sem ég hef greinilega bráðaofnæmi fyrir. Það stoppaði allt en sem betur fer var ég á besta stað sem ég gat verið á þeim tíma eða á gjörgæslu. Manni var kippt til baka. Ég var á gjörgæslu í tvo daga en þetta tók líkamlegan toll því ég fann vel fyrir því að þetta hafði gerst,“ sagði Tómas Ingi en næst á dagskrá er að fara til Þýskalands 17. desember. Tómas Ingi segir meira af stöðu mála hjá sér og framtíðarsýn sinni í viðtalinu en það má finna allt viðtal Guðjón Guðmundssonar við Tómas Inga Tómasson í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Tommadagurinn eins og viðburðurinn er kallaður fer fram á sunnudaginn 9. desember en hann hefst með knattþrautum með Eyjólfi Sverrissyni, Rúnari Kristinssyni og Arnar Grétarssyni klukkan 9.45. Úrslitaleikur Tommamótsins á milli pressuliðs Rúnars Kristinssonar og landsliðs Eyjólfs Sverissonar hefst síðan klukkan 11.00. Gummi Ben og Magnús Gylfason ætla að lýsa leiknum. Nú síðast fréttist af því að Ásgeir Sigurvinsson ætli að spila fyrir lið Eyjólfs og Arnór Guðjohnsen ætli að spila fyrir lið Rúnars.Allir sem koma að leiknum greiða frjáls framlög við innganginn rétt eins og allir áhorfendur. Auk þess má leggja inn á reikning (528-14-300, kt. 070669-4129).Úr viðburðarlýsingu Tommadagsins á fésbókinni: Tómas Ingi Tómasson yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðs Íslands hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015. Tommi var afburða knattspyrnumaður sem spilaði með ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti hér heima við góðan orðstýr en það tók sinn toll líkamlega og aðgerðin var óumflýjanleg. Árið 2018 hefur verið einstaklega erfitt líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans, þar sem Tommi hefur eytt yfir 200 dögum inni á spítala frá því í apríl. Hann bíður nú þess að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu 4 aðgerðir hérlendis hafa ekki skilað árangri. Ofan á allt þetta hafa svo bæst fjárhagsáhyggjur og því er komið að okkur; vinum, velunnurum og ættingjum að leggjast á eitt til að styðja Tomma og fjölskyldu hans. Gangi þér vel Tommi!
Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira