Mætti alltaf á meðan sumir völdu sér leiki en var svo sparkað úr landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2018 10:00 Atli Eðvaldsson í baráttunni við Mark Hughes á síðasta landsliðsárinu 1991. vísir/getty Atli Eðvaldsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, spilaði 70 leiki fyrir Ísland, þar af 31 sem fyrirliði en hann er í öðru sæti yfir fjölda leikja með íslenska fyrirliðabandið ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Aron Einar Gunnarsson trónir þar á toppnum. Atli var stoltur leikmaður íslenska landsliðsins eins og hann segir frá í viðtali við RÚV en hann mætti hvert sem er og hvenær sem er þegar tækifæri gafst til að klæðast bláu treyjunni. „Landsliðið fyrir mig var alltaf mjög sérstakt. Það skiptir ekki máli hvar var spilað, hvort sem að það væri austur fyrir járntjald, alltaf fór maður á meðan sumir völdu sér leiki,“ segir Atli í viðtalinu við RÚV. „Stundum vorum við með hálfgert B-lið því menn voru ekki tilbúnir til að fara í þessar löngu ferðir en ég fór alltaf. Það var alltaf mjög sérstök tilfinning að spila fyrir landsliðið,“ segir hann.Atli ekki í fyrsta hóp Ásgeirs. Frétt úr Morgunblaðinu 20. september 1991.skjáskot/morgunblaðiðÞagað yfir þessu Þrátt fyrir að vera einn dáðasti leikmaður Íslands á þessum tíma og ekki bara fastamaður í landsliðinu heldur fyrirliði þess tók landsliðsferillinn skjótan enda þegar að Ásgeir Elíasson var ráðinn landsliðsþjálfari árið 1991. Atli spilaði sinn síðasta landsleik á móti Danmörku 4. september 1991 í markalausu jafntefli í vináttuleik en þegar að Ásgeir Elíasson valdi sinn fyrsta hóp fyrir leik í undankeppni EM 1992 á móti Spáni aðeins sextán dögum síðar var enginn Atli í hópnum. „Stefnan er að byggja upp landsliðið í framtíðinni á fljótum og „teknískum“ leikmönnum,“ sagði Ásgeir við Morgunblaðið eftir valið á hópnum og sagði enn fremur að Atli Eðvaldsson væri ekki inn í myndinni hjá honum. Svo einfalt var það. „Ég hef aldrei verið spurður að þessu og það hefur ríkt þögn yfir þessu,“ segir Atli aðspurður hvað hafi einfaldlega gerst þarna. Hann fékk nefnilega fréttirnar á sama stað og aðrir: Með morgunbollanum með blaðið í hönd.Atli spilaði með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi.vísir/gettyLas þetta í blaðinu „Daginn fyrir leik var fyrirsögn í blaði þar sem talað var um að landsliðsfyrirliðanum hefði verið sparkað. Rekinn úr landsliðinu. Hvers vegna? Ég hef aldrei fengið skýringu á þessu. Ég las þetta bara í blöðunum,“ segir Atli. Þrátt fyrir fimmtán ára landsliðsferil, 70 leiki og þar af 31 sem fyrirliði fékk Atli aldrei svo mikið sem símtal frá Knattspyrnusambandinu eða landsliðsþjálfaranum, að hans sögn, um þetta skrítna mál. „Ég hef aldrei fengið skýringu á þessu. Þetta má aldrei láta gerast aftur. Ég held að þetta sé bara einsdæmi í heiminum að svona gerist,“ segir Atli Eðvaldsson. Viðtalið má sjá hér en umræðan um landsliðsviðskilnaðinn hefst eftir fjórar mínútur og 30 sekúndur. Íslenski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Atli Eðvaldsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, spilaði 70 leiki fyrir Ísland, þar af 31 sem fyrirliði en hann er í öðru sæti yfir fjölda leikja með íslenska fyrirliðabandið ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Aron Einar Gunnarsson trónir þar á toppnum. Atli var stoltur leikmaður íslenska landsliðsins eins og hann segir frá í viðtali við RÚV en hann mætti hvert sem er og hvenær sem er þegar tækifæri gafst til að klæðast bláu treyjunni. „Landsliðið fyrir mig var alltaf mjög sérstakt. Það skiptir ekki máli hvar var spilað, hvort sem að það væri austur fyrir járntjald, alltaf fór maður á meðan sumir völdu sér leiki,“ segir Atli í viðtalinu við RÚV. „Stundum vorum við með hálfgert B-lið því menn voru ekki tilbúnir til að fara í þessar löngu ferðir en ég fór alltaf. Það var alltaf mjög sérstök tilfinning að spila fyrir landsliðið,“ segir hann.Atli ekki í fyrsta hóp Ásgeirs. Frétt úr Morgunblaðinu 20. september 1991.skjáskot/morgunblaðiðÞagað yfir þessu Þrátt fyrir að vera einn dáðasti leikmaður Íslands á þessum tíma og ekki bara fastamaður í landsliðinu heldur fyrirliði þess tók landsliðsferillinn skjótan enda þegar að Ásgeir Elíasson var ráðinn landsliðsþjálfari árið 1991. Atli spilaði sinn síðasta landsleik á móti Danmörku 4. september 1991 í markalausu jafntefli í vináttuleik en þegar að Ásgeir Elíasson valdi sinn fyrsta hóp fyrir leik í undankeppni EM 1992 á móti Spáni aðeins sextán dögum síðar var enginn Atli í hópnum. „Stefnan er að byggja upp landsliðið í framtíðinni á fljótum og „teknískum“ leikmönnum,“ sagði Ásgeir við Morgunblaðið eftir valið á hópnum og sagði enn fremur að Atli Eðvaldsson væri ekki inn í myndinni hjá honum. Svo einfalt var það. „Ég hef aldrei verið spurður að þessu og það hefur ríkt þögn yfir þessu,“ segir Atli aðspurður hvað hafi einfaldlega gerst þarna. Hann fékk nefnilega fréttirnar á sama stað og aðrir: Með morgunbollanum með blaðið í hönd.Atli spilaði með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi.vísir/gettyLas þetta í blaðinu „Daginn fyrir leik var fyrirsögn í blaði þar sem talað var um að landsliðsfyrirliðanum hefði verið sparkað. Rekinn úr landsliðinu. Hvers vegna? Ég hef aldrei fengið skýringu á þessu. Ég las þetta bara í blöðunum,“ segir Atli. Þrátt fyrir fimmtán ára landsliðsferil, 70 leiki og þar af 31 sem fyrirliði fékk Atli aldrei svo mikið sem símtal frá Knattspyrnusambandinu eða landsliðsþjálfaranum, að hans sögn, um þetta skrítna mál. „Ég hef aldrei fengið skýringu á þessu. Þetta má aldrei láta gerast aftur. Ég held að þetta sé bara einsdæmi í heiminum að svona gerist,“ segir Atli Eðvaldsson. Viðtalið má sjá hér en umræðan um landsliðsviðskilnaðinn hefst eftir fjórar mínútur og 30 sekúndur.
Íslenski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira