Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2018 07:45 Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart mun ekki kynna Óskarinn á næsta ári eins og til stóð. vísir/getty Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tilkynnt að hann muni ekki vera kynnir á Óskarsverðlaunum á næsta ári eins og til stóð. Ástæðan eru ummæli um samkynhneigða sem hann lét falla bæði á Twitter og í uppistandi fyrir nokkrum árum en ummælin hafa vakið töluverða reiði eftir að þau voru rifjuð upp í vikunni. Tilkynnt var um það á þriðjudag að Hart myndi verða kynnir. Hann hefur nú beðist afsökunar á því sem hann kallar „ónærgætin orð“ sín og tilkynnti þá um leið að hann myndi ekki kynna Óskarinn þar sem hann vildi ekki ónæði eða truflun á hátíðinni með nærveru sinni.And the Oscar for most homophobic host ever goes to... pic.twitter.com/fw9DTjSrhx — Benjamin Lee (@benfraserlee) December 5, 2018„Ég bið hinsegin samfélagið innilegrar afsökunar á ónærgætnum orðum mínum í fortíðinni. Mér þykir leitt að ég hafi sært fólk. Ég er að þroskast og mun halda áfram að gera það. Markmið mitt er að koma fólki saman en ekki sundra okkur,“ sagði Hart í yfirlýsingu. Áður hafði Hart sett myndband á Instagram-síðu sína þar sem hann sagði að stjórn Akademíunnar, sem heldur Óskarinn, hefði hringt í hann og sagt honum að annað hvort myndi hann biðjast afsökunar eða hann yrði látinn fara sem kynnir. Í myndbandinu sagði Hart að hann ætlaði ekki að biðjast afsökunar vegna þess að hann hefði áður rætt þetta mál og hann vildi ekki halda áfram að rifja upp fortíðina. Það hefur hann nú hins vegar gert en ummælin umdeildu sem rifjuð voru upp voru meðal annars úr uppistandi frá árinu 2010 þar sem Hart grínaðist með það að hann óttaðist að þriggja ára sonur sinn yrði samkynhneigður. Óskarinn Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tilkynnt að hann muni ekki vera kynnir á Óskarsverðlaunum á næsta ári eins og til stóð. Ástæðan eru ummæli um samkynhneigða sem hann lét falla bæði á Twitter og í uppistandi fyrir nokkrum árum en ummælin hafa vakið töluverða reiði eftir að þau voru rifjuð upp í vikunni. Tilkynnt var um það á þriðjudag að Hart myndi verða kynnir. Hann hefur nú beðist afsökunar á því sem hann kallar „ónærgætin orð“ sín og tilkynnti þá um leið að hann myndi ekki kynna Óskarinn þar sem hann vildi ekki ónæði eða truflun á hátíðinni með nærveru sinni.And the Oscar for most homophobic host ever goes to... pic.twitter.com/fw9DTjSrhx — Benjamin Lee (@benfraserlee) December 5, 2018„Ég bið hinsegin samfélagið innilegrar afsökunar á ónærgætnum orðum mínum í fortíðinni. Mér þykir leitt að ég hafi sært fólk. Ég er að þroskast og mun halda áfram að gera það. Markmið mitt er að koma fólki saman en ekki sundra okkur,“ sagði Hart í yfirlýsingu. Áður hafði Hart sett myndband á Instagram-síðu sína þar sem hann sagði að stjórn Akademíunnar, sem heldur Óskarinn, hefði hringt í hann og sagt honum að annað hvort myndi hann biðjast afsökunar eða hann yrði látinn fara sem kynnir. Í myndbandinu sagði Hart að hann ætlaði ekki að biðjast afsökunar vegna þess að hann hefði áður rætt þetta mál og hann vildi ekki halda áfram að rifja upp fortíðina. Það hefur hann nú hins vegar gert en ummælin umdeildu sem rifjuð voru upp voru meðal annars úr uppistandi frá árinu 2010 þar sem Hart grínaðist með það að hann óttaðist að þriggja ára sonur sinn yrði samkynhneigður.
Óskarinn Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira