Pétur Grétarsson hlýtur heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2018 13:45 Pétur Grétarsson fær verðlaunin í ár. vísirr/gva Pétur Grétarsson hlaut heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar við hátíðlega athöfn á Skelfiskmarkaðnum í dag. Viðburðurinn var í beinni útsendingu á Rás 1, Rás 2 ásamt vef- og samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtóni. Samtónn stendur árlega fyrir Degi íslenskrar tónlistar og veitir verðlaun þeim sem skarað hafa fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð eða almennum stuðningi við íslenska tónlist. Pétur fékk verðlaunin fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar. Verðlaunin eru veitt fyrir einstaklega vandaða og innihaldsríka umfjöllun um íslenska tónlist í útvarpi um langa hríð - sem er öðrum til eftirbreytni. Þættir hans hafa vakið sérstaka athygli fyrir eftirtektarverða dýpt í umfjöllun, frumlega framsetningu og fundvísi á hið fágæta. Einnig hefur hann sýnt alúð og ræktarsemi við íslenska djasstónlist sem framkvæmdastjóri djasshátíðar í Reykjavík og ekki þarf að fjölyrða um dýrmætt framlag hans til tónlistarsköpunar um langa hríð. Sjónvarpsþátturinn Vikan með Gísla Marteini, útvarps- og umboðsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson og Útvarp 101 voru einnig verðlaunuð í tilefni dagsins. Gluggann fær Vikan með Gísla Marteini fyrir einstakt atfylgi við íslenska tónlist í sjónvarpi. Framleiðandi þáttarins er Ragnheiður Thorsteinsson og stjórnandi þáttarins Gísli Marteinn Baldursson. Þorkell Máni Pétursson, best þekktur sem Máni á Xinu, fékk sérstök hvatningarverðlaun fyrir að rækta jaðarinn og hefja merkisbera íslenskrar tónlistar til nýrra vegsemda. Sérstök nýsköpunarverðlaun fær útvarpsstöðin Útvarp 101 fyrir lofsverða djörfung í hörðum heimi miðlunar en stefna útvarpsstöðvarinnar er að spila að minnsta kosti 50 prósent íslenskt og að minnsta kosti 50 prósent með kvenflytjendum og/eða höfundum. Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Pétur Grétarsson hlaut heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar við hátíðlega athöfn á Skelfiskmarkaðnum í dag. Viðburðurinn var í beinni útsendingu á Rás 1, Rás 2 ásamt vef- og samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtóni. Samtónn stendur árlega fyrir Degi íslenskrar tónlistar og veitir verðlaun þeim sem skarað hafa fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð eða almennum stuðningi við íslenska tónlist. Pétur fékk verðlaunin fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar. Verðlaunin eru veitt fyrir einstaklega vandaða og innihaldsríka umfjöllun um íslenska tónlist í útvarpi um langa hríð - sem er öðrum til eftirbreytni. Þættir hans hafa vakið sérstaka athygli fyrir eftirtektarverða dýpt í umfjöllun, frumlega framsetningu og fundvísi á hið fágæta. Einnig hefur hann sýnt alúð og ræktarsemi við íslenska djasstónlist sem framkvæmdastjóri djasshátíðar í Reykjavík og ekki þarf að fjölyrða um dýrmætt framlag hans til tónlistarsköpunar um langa hríð. Sjónvarpsþátturinn Vikan með Gísla Marteini, útvarps- og umboðsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson og Útvarp 101 voru einnig verðlaunuð í tilefni dagsins. Gluggann fær Vikan með Gísla Marteini fyrir einstakt atfylgi við íslenska tónlist í sjónvarpi. Framleiðandi þáttarins er Ragnheiður Thorsteinsson og stjórnandi þáttarins Gísli Marteinn Baldursson. Þorkell Máni Pétursson, best þekktur sem Máni á Xinu, fékk sérstök hvatningarverðlaun fyrir að rækta jaðarinn og hefja merkisbera íslenskrar tónlistar til nýrra vegsemda. Sérstök nýsköpunarverðlaun fær útvarpsstöðin Útvarp 101 fyrir lofsverða djörfung í hörðum heimi miðlunar en stefna útvarpsstöðvarinnar er að spila að minnsta kosti 50 prósent íslenskt og að minnsta kosti 50 prósent með kvenflytjendum og/eða höfundum.
Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira