Kúbverjar fá loksins aðgang að netinu í símanum Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2018 12:40 Yfirvöld á Kúbu hafa smám saman byggt um 3G-net en það hefur fram að þessu aðeins verið aðgengilegt útlendingum og embættismönnum. Vísir/EPA Yfirvöld á Kúbu ætla að opna fyrir aðgang farsíma landsmanna að netinu í dag. Takmarkað snjallsímanet hefur verið til staðar á Kúbu en aðeins ferðamenn, embættismenn og erlendir kaupahéðnar hafa haft aðgang að því. Netnotkun á Kúbu er ein sú minnsta á byggðu bóli en hún hefur aukist verulega eftir að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Raúl Kastró, forseti Kúbu, samþykktu að taka aftur upp fullt stjórnmálasamband árið 2014, að sögn New York Times. Bakslag hefur ekki orðið þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi dregið aðgerðir Obama að hluta til baka. Fram að þessu hafa Kúbverjar aðeins haft aðgang að tölvupóstfangi frá ríkinu á símum sínum. Í dag verður breyting á þegar þeir geta loks tengst 3G-neti. Sá böggull fylgir skammrifi að flestir Kúbverjar hafa trauðla efni á því að kaupa sér aðgang að netinu. Verðið sem ríkisfjarskiptafyrirtækið býður upp á fyrir gagnamagn er sagt sambærilegt við það sem gerist annars staðar. Laun venjulegra Kúbverja hrökkva hins vegar varla til. Kúbverjar geta þó komist á netið eftir öðrum leiðum. Heimanet voru gerð leyfileg í fyrra og hundruð opinna þráðlausra net hafa verið gerð aðgengileg í görðum og torgum um allt landið. Eyjan hefur verið tengd við netið með sæstreng til Venesúela frá árinu 2012 en fram að því þurftu landsmenn að reiða sig á dýra gervihnattartengingu. Netið er sagt tiltölulega opið á Kúbu. Stjórnvöld loki þó nokkrum vefsíðum, þar á meðal útvarps- og sjónvarpsstöðva sem bandarísk stjórnvöld styrkja og þeim sem tala fyrir kerfisbreytingum í kommúnistaríkinu. Norður-Ameríka Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Yfirvöld á Kúbu ætla að opna fyrir aðgang farsíma landsmanna að netinu í dag. Takmarkað snjallsímanet hefur verið til staðar á Kúbu en aðeins ferðamenn, embættismenn og erlendir kaupahéðnar hafa haft aðgang að því. Netnotkun á Kúbu er ein sú minnsta á byggðu bóli en hún hefur aukist verulega eftir að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Raúl Kastró, forseti Kúbu, samþykktu að taka aftur upp fullt stjórnmálasamband árið 2014, að sögn New York Times. Bakslag hefur ekki orðið þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi dregið aðgerðir Obama að hluta til baka. Fram að þessu hafa Kúbverjar aðeins haft aðgang að tölvupóstfangi frá ríkinu á símum sínum. Í dag verður breyting á þegar þeir geta loks tengst 3G-neti. Sá böggull fylgir skammrifi að flestir Kúbverjar hafa trauðla efni á því að kaupa sér aðgang að netinu. Verðið sem ríkisfjarskiptafyrirtækið býður upp á fyrir gagnamagn er sagt sambærilegt við það sem gerist annars staðar. Laun venjulegra Kúbverja hrökkva hins vegar varla til. Kúbverjar geta þó komist á netið eftir öðrum leiðum. Heimanet voru gerð leyfileg í fyrra og hundruð opinna þráðlausra net hafa verið gerð aðgengileg í görðum og torgum um allt landið. Eyjan hefur verið tengd við netið með sæstreng til Venesúela frá árinu 2012 en fram að því þurftu landsmenn að reiða sig á dýra gervihnattartengingu. Netið er sagt tiltölulega opið á Kúbu. Stjórnvöld loki þó nokkrum vefsíðum, þar á meðal útvarps- og sjónvarpsstöðva sem bandarísk stjórnvöld styrkja og þeim sem tala fyrir kerfisbreytingum í kommúnistaríkinu.
Norður-Ameríka Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira