Klopp sagði leikmenn sína í stórhættu og líkti varnarleik Burnley við keilu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2018 12:00 Jürgen Klopp og ein af tæklingum Burnley-manna í leiknum. Samsett/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var sáttur með sigurinn en ekki leikstíl mótherjanna í 3-1 sigri Liverpool á Burnley í gær. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley létu vel finna fyrir sér í leiknum og nokkrar skrautlegar tæklingar litu dagsins ljós á rennandi blautum vellinum. „Við unnum leikinn en þeir buðu upp rennitæklingar á blautu grasinu frá byrjun leiks og ég er á því að dómarinn hafi þurft að taka á því strax. Meiðslahættan ere gríðarleg,“ sagði Jürgen Klopp. „Þú nærð boltanum, sem er gott, en þetta er eins og í keilu því þú tekur síðan leikmanninn niður líka. Það gerðist fjórum eða fimm sinnum í leiknum,“ sagði Klopp. „Allir eru hrifnir af fyrstu þremur eða fjórum tæklingunum í leikjum. Ég veit það. Það er hluti af fótboltanum en þetta hefur sínar afleiðingar. Dómarinn dæmir ekkert en svo meiðist Joe Gomez,“ sagði Klopp."It's like bowling." Jurgen Klopp was not impressed with Burnley's challenges as Liverpool came from behind at Turf Moor.https://t.co/XWZdEfkNZZpic.twitter.com/W6PSlA5bx4 — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2018Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, var mjög sáttur með tæklingar sinna manna í leiknum og sagði sína menn hafa átt nokkrar frábærar tæklingar í leiknum. „Mér fannst tímasetningin á tæklingunum vera frábær. Þú verður að vinna boltann og þú verður að bjóða þessum mönnum birginn,“ sagði Sean Dyche. Sean Dyche og Jürgen Klopp voru ekki alltof sáttir í leikslok en Dyche virtist þá lesa Klopp pistilinn eftir að þeir þökkuðu hvorum öðrum fyrir leikinn. „Ég lét sjálfur finna fyrir mér sem leikmaður og tæklingar eru hluti af leiknum. Völlurinn var blautur og þegar menn vaða svona í tæklingarnar þá er alltaf hætta á meiðslum. Þannig var það með Joe Gomez,“ sagði Jürgen Klopp. Joe Gomez fór af velli eftir aðeins 23 mínútna leik eftir eina af viltu tæklingum Burnley-manna í leiknum. „Við urðum að taka ótrúlega mikilvægan leikmann af velli. Við vildum lík vinna leikinn fyrir Joe í seinni hálfleiknum. Strákarnir kláruðu þetta fyrir hann og nú verðum við að sjá til hversu alvarleg meiðslin eru hjá Joe,“ sagði Klopp. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Jürgen Klopp strax eftir leikinn. Enski boltinn Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var sáttur með sigurinn en ekki leikstíl mótherjanna í 3-1 sigri Liverpool á Burnley í gær. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley létu vel finna fyrir sér í leiknum og nokkrar skrautlegar tæklingar litu dagsins ljós á rennandi blautum vellinum. „Við unnum leikinn en þeir buðu upp rennitæklingar á blautu grasinu frá byrjun leiks og ég er á því að dómarinn hafi þurft að taka á því strax. Meiðslahættan ere gríðarleg,“ sagði Jürgen Klopp. „Þú nærð boltanum, sem er gott, en þetta er eins og í keilu því þú tekur síðan leikmanninn niður líka. Það gerðist fjórum eða fimm sinnum í leiknum,“ sagði Klopp. „Allir eru hrifnir af fyrstu þremur eða fjórum tæklingunum í leikjum. Ég veit það. Það er hluti af fótboltanum en þetta hefur sínar afleiðingar. Dómarinn dæmir ekkert en svo meiðist Joe Gomez,“ sagði Klopp."It's like bowling." Jurgen Klopp was not impressed with Burnley's challenges as Liverpool came from behind at Turf Moor.https://t.co/XWZdEfkNZZpic.twitter.com/W6PSlA5bx4 — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2018Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, var mjög sáttur með tæklingar sinna manna í leiknum og sagði sína menn hafa átt nokkrar frábærar tæklingar í leiknum. „Mér fannst tímasetningin á tæklingunum vera frábær. Þú verður að vinna boltann og þú verður að bjóða þessum mönnum birginn,“ sagði Sean Dyche. Sean Dyche og Jürgen Klopp voru ekki alltof sáttir í leikslok en Dyche virtist þá lesa Klopp pistilinn eftir að þeir þökkuðu hvorum öðrum fyrir leikinn. „Ég lét sjálfur finna fyrir mér sem leikmaður og tæklingar eru hluti af leiknum. Völlurinn var blautur og þegar menn vaða svona í tæklingarnar þá er alltaf hætta á meiðslum. Þannig var það með Joe Gomez,“ sagði Jürgen Klopp. Joe Gomez fór af velli eftir aðeins 23 mínútna leik eftir eina af viltu tæklingum Burnley-manna í leiknum. „Við urðum að taka ótrúlega mikilvægan leikmann af velli. Við vildum lík vinna leikinn fyrir Joe í seinni hálfleiknum. Strákarnir kláruðu þetta fyrir hann og nú verðum við að sjá til hversu alvarleg meiðslin eru hjá Joe,“ sagði Klopp. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Jürgen Klopp strax eftir leikinn.
Enski boltinn Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira