Formúla 1

Pabbinn keypti liðið og nú hefur sonurinn skrifað undir samning

Bragi Þórðarson skrifar
Lance Stroll, ökuþór.
Lance Stroll, ökuþór. vísir/getty
Hinn tvítugi Lance Stroll mun aka fyrir Force India liðið í Formúlu 1 á næsta ári en liðið staðfesti þetta um helgina.

Þetta hefur þó verið vitað í töluverðan tíma þar sem faðir hans, kanadíski milljarðamæringurinn Lawrence Stroll, keypti  liðið í sumar.

Fyrir vikið mun liðið skipta um nafn árið 2019 og mun það bera nafnið Racing Point.

Koma Lance Stroll til Racing Point þýðir að nú hafa öll 20 sætin í Formúlu 1 á næsta ári verið staðfest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×