Viðurkennir nú að hafa brotist inn í gagnaverið í Borgarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2018 09:28 Tveir ákærðu mæta í dómsal í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir/Vilhelm Sindri Þór Stefánsson, einn ákærðu í svokölluðu Bitcoin-máli, óskaði eftir því að breyta afstöðu sinni til ákærunnar þegar aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Sindri Þór, sem varð þjóðþekktur er hann yfirgaf fangelsið á Sogni fyrr á árinu án þess að láta kóng né prest vita og flaug úr landi, játar nú að hafa farið inn í gagnaver í iðnaðarhverfi í Borgarnesi þann 15. desember í fyrra og í gagnaver Advania 16. janúar síðastliðinn. Hann neitar þó að hafa nokkuð haft með skipulagningu og undirbúning innbrotanna að gera. Annar ákærður, Matthías Jón Karlsson, óskaði sömuleiðis eftir því að breyta afstöðu sinni. Líkt og Sindri Þór viðurkennir hann að hafa brotist inn í gagnaver Advania. Hann sver þó af sér að hafa undirbúið, lagt á ráðin og skipulagt innbrotið með þeim Sindra Þór og Viktori Inga Jónassyni sem einnig er ákærður í sama lið. Þremenningarnir eru á meðal sjö ákærðra í málinu sem er eitt stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar. Varðar málið þjófnað úr gangaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi í desember í fyrra og janúar síðastliðnum. Geta brotin varðað allt að sex ára fangelsi samkvæmt hegningarlögum. Mennirnir huldu flestir höfuð sín í morgun þegar þeir mættu í dómsal. Þeir neita allir sök.Greiddi tryggingu og flutti úr landi Á meðal ákærðu er Sindri Þór en gefin var út alþjóðleg handtökuskipun á hendur honum eftir að hann fór af landi brott eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna rannsóknar málsins. Hann var handtekinn í Amsterdam nokkrum dögum síðar og færður heim til Íslands þar sem hann var úrskurðaður í farbann. Sindri greiddi síðan 2,5 milljónir króna til að losna úr farbanni og flutti til Spánar en lofaði að vera viðstaddur aðalmeðferð málsins. Hann er mættur í dómsal í dag ásamt sakborningunum sex. Þeirra á meðal Hafþór Logi Hlynsson, sömuleiðis búsettur á Spáni, en Hafþór hlaut á dögunum tólf mánaða fangelsisdóm fyrir peningaþvætti. Mennirnir eru ákærðir fyrir aðild að innbrotum í fjögur gagnaver þrjár nætur í desember í fyrra og janúar síðastliðnum og tilraunir til innbrota í tvö önnur.350 Bitcoin-tölvur Í ákærunni segir að þjófarnir hafi stolið 2.250 tölvuíhlutum, þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins sé um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Á meðal ákærðu er fyrrverandi öryggisvörður sem er sagður hafa látið þjófana fá öryggisupplýsingar um gagnaver Advania ásamt fatnaði merktum fyrirtækinu sem brotist var inn í.Vísir mun fylgjast með gangi mála í aðalmeðferðinni í dag en henni verður svo framhaldið í vikunni. Reiknað er með því að hún taki þrjá daga. *Uppfært Í fyrri útgáfu fréttar voru bæði Sindri og Matthías sagðir hafa viðurkennt að hafa brotist inn í gagnaverið í Borgarnesi. Hið rétt er að Sindri viðurkenndi að hafa farið inn í gagnaverið í Borgarnesi, ekki Matthías. Báðir viðurkenndu að hafa farið inn í gagnaver Advania. Borgarbyggð Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Fengu nei við frávísunarkröfu í Bitcoin-málinu Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag frávísunarkröfu fimm sakborninga af sjö í bitcoin-málinu svonefnda þar sem sjö karlmenn eru grunaðir um aðild að einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar. 15. nóvember 2018 16:26 Teslan gerð upptæk ásamt fjármununum sem fundust í rassvasa og leynihólfi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson og Friðrik Árna Pedersen fyrir peningaþvætti. Hafþór Logi var dæmdur í tólf mánaða fangelsi en Friðrik Árni var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. 27. nóvember 2018 14:04 Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson, einn ákærðu í svokölluðu Bitcoin-máli, óskaði eftir því að breyta afstöðu sinni til ákærunnar þegar aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Sindri Þór, sem varð þjóðþekktur er hann yfirgaf fangelsið á Sogni fyrr á árinu án þess að láta kóng né prest vita og flaug úr landi, játar nú að hafa farið inn í gagnaver í iðnaðarhverfi í Borgarnesi þann 15. desember í fyrra og í gagnaver Advania 16. janúar síðastliðinn. Hann neitar þó að hafa nokkuð haft með skipulagningu og undirbúning innbrotanna að gera. Annar ákærður, Matthías Jón Karlsson, óskaði sömuleiðis eftir því að breyta afstöðu sinni. Líkt og Sindri Þór viðurkennir hann að hafa brotist inn í gagnaver Advania. Hann sver þó af sér að hafa undirbúið, lagt á ráðin og skipulagt innbrotið með þeim Sindra Þór og Viktori Inga Jónassyni sem einnig er ákærður í sama lið. Þremenningarnir eru á meðal sjö ákærðra í málinu sem er eitt stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar. Varðar málið þjófnað úr gangaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi í desember í fyrra og janúar síðastliðnum. Geta brotin varðað allt að sex ára fangelsi samkvæmt hegningarlögum. Mennirnir huldu flestir höfuð sín í morgun þegar þeir mættu í dómsal. Þeir neita allir sök.Greiddi tryggingu og flutti úr landi Á meðal ákærðu er Sindri Þór en gefin var út alþjóðleg handtökuskipun á hendur honum eftir að hann fór af landi brott eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna rannsóknar málsins. Hann var handtekinn í Amsterdam nokkrum dögum síðar og færður heim til Íslands þar sem hann var úrskurðaður í farbann. Sindri greiddi síðan 2,5 milljónir króna til að losna úr farbanni og flutti til Spánar en lofaði að vera viðstaddur aðalmeðferð málsins. Hann er mættur í dómsal í dag ásamt sakborningunum sex. Þeirra á meðal Hafþór Logi Hlynsson, sömuleiðis búsettur á Spáni, en Hafþór hlaut á dögunum tólf mánaða fangelsisdóm fyrir peningaþvætti. Mennirnir eru ákærðir fyrir aðild að innbrotum í fjögur gagnaver þrjár nætur í desember í fyrra og janúar síðastliðnum og tilraunir til innbrota í tvö önnur.350 Bitcoin-tölvur Í ákærunni segir að þjófarnir hafi stolið 2.250 tölvuíhlutum, þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins sé um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Á meðal ákærðu er fyrrverandi öryggisvörður sem er sagður hafa látið þjófana fá öryggisupplýsingar um gagnaver Advania ásamt fatnaði merktum fyrirtækinu sem brotist var inn í.Vísir mun fylgjast með gangi mála í aðalmeðferðinni í dag en henni verður svo framhaldið í vikunni. Reiknað er með því að hún taki þrjá daga. *Uppfært Í fyrri útgáfu fréttar voru bæði Sindri og Matthías sagðir hafa viðurkennt að hafa brotist inn í gagnaverið í Borgarnesi. Hið rétt er að Sindri viðurkenndi að hafa farið inn í gagnaverið í Borgarnesi, ekki Matthías. Báðir viðurkenndu að hafa farið inn í gagnaver Advania.
Borgarbyggð Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Fengu nei við frávísunarkröfu í Bitcoin-málinu Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag frávísunarkröfu fimm sakborninga af sjö í bitcoin-málinu svonefnda þar sem sjö karlmenn eru grunaðir um aðild að einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar. 15. nóvember 2018 16:26 Teslan gerð upptæk ásamt fjármununum sem fundust í rassvasa og leynihólfi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson og Friðrik Árna Pedersen fyrir peningaþvætti. Hafþór Logi var dæmdur í tólf mánaða fangelsi en Friðrik Árni var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. 27. nóvember 2018 14:04 Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Fengu nei við frávísunarkröfu í Bitcoin-málinu Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag frávísunarkröfu fimm sakborninga af sjö í bitcoin-málinu svonefnda þar sem sjö karlmenn eru grunaðir um aðild að einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar. 15. nóvember 2018 16:26
Teslan gerð upptæk ásamt fjármununum sem fundust í rassvasa og leynihólfi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson og Friðrik Árna Pedersen fyrir peningaþvætti. Hafþór Logi var dæmdur í tólf mánaða fangelsi en Friðrik Árni var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. 27. nóvember 2018 14:04
Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30