Tiger lenti í vandræðum með golfreglurnar á sínu eigin móti Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 1. desember 2018 10:00 Tiger átti fínan annan hring getty/vísir Tiger Woods lenti í vandræðum með golfreglurnar á Hero World golfmótinu en Woods heldur mótið sjálfur. Mótið er haldið í desember ár hvert en er ekki hluti af PGA mótaröðinni. Þrátt fyrir það mæta bestu golfarar heims og taka þátt. Woods lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari en hann var öllu betri á öðrum hringnum en hann lék á þremur höggum undir pari og er samtals á tveimur höggum undir pari. Á lokaholunni lenti Woods í vandræðum eftir upphafshöggið sitt og lenti hann í runna fyrir utan braut. Í öðru höggu sínu var talið að Woods hafi tvíslegið boltann en fyrir það fæst eitt högg í víti. Að lokaholunni lokinni dæmdu dómarar mótsins hins vegar að Woods hafi ekki tvíslegið og slapp hann því með skrekkinn. Henrik Stenson og Jon Rahm eru efstir eftir hringina tvo en þeir eru samtals á tíu höggum undir pari. Rahm lék frábærlega á öðrum hringnum en hann lék á níu höggum undir pari. Patrick Cantlay og Dustin Johnson eru jafnir á eftir forystusauðunum en þeir eru einu höggi á eftir Rahm og Stenson. Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods lenti í vandræðum með golfreglurnar á Hero World golfmótinu en Woods heldur mótið sjálfur. Mótið er haldið í desember ár hvert en er ekki hluti af PGA mótaröðinni. Þrátt fyrir það mæta bestu golfarar heims og taka þátt. Woods lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari en hann var öllu betri á öðrum hringnum en hann lék á þremur höggum undir pari og er samtals á tveimur höggum undir pari. Á lokaholunni lenti Woods í vandræðum eftir upphafshöggið sitt og lenti hann í runna fyrir utan braut. Í öðru höggu sínu var talið að Woods hafi tvíslegið boltann en fyrir það fæst eitt högg í víti. Að lokaholunni lokinni dæmdu dómarar mótsins hins vegar að Woods hafi ekki tvíslegið og slapp hann því með skrekkinn. Henrik Stenson og Jon Rahm eru efstir eftir hringina tvo en þeir eru samtals á tíu höggum undir pari. Rahm lék frábærlega á öðrum hringnum en hann lék á níu höggum undir pari. Patrick Cantlay og Dustin Johnson eru jafnir á eftir forystusauðunum en þeir eru einu höggi á eftir Rahm og Stenson.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira