Efling slítur sig frá SGS Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2018 21:09 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu til baka. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar sem lauk nú í kvöld og var niðurstaðan nærri einróma að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Efling vill vísa kjaradeilu sinni og Samtaka atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara en formannafundur Starfsgreinasambandsins hafnaði því á föstudag eftir að sjö félög innan SGS lögðu það til. Sólveig segir það einnig spila inn í ákvörðun samninganefndarinnar að þegar Efling veitti Starfsgreinasambandinu umboð sitt hafi það verið gert með þeim fyrirvara að Efling teldi rétt að SGS færi í samflot með VR í viðræðum við SA. Ríkur vilji hefur verið meðal forystufólks Eflingar að sameinast við samningaborðið með VR en félögin eru lang fjölmennustu verkalýðsfélög landsins. Þau hafa hins vegar aldrei farið fram saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði fyrr í vikunni að vel kæmi til greina meðal forsvarsmanna VR að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Ég og mín samninganefnd bundum miklar vonir við það. Raunin er sú, að mínu mati, að það sé ekki raunverulegur vilji [innan SGS] til að láta að slíku samstarfi verða,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Sólveig segir samninganefnd Eflingar hafa veitt sér umboð til að ákveða hver næstu skref félagsins verði. Það komi í ljós á morgun eða á föstudaginn. Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00 SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44 Leiðir aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins gætu skilið við samningaborðið Formaður Starfsgreinasambandsins segir hvert aðildarfélag hvenær sem er geta afturkallað samningsumboð sitt til sambandsins en deildar meiningar eru milli félaganna hvort vísa beri kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 12:07 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu til baka. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar sem lauk nú í kvöld og var niðurstaðan nærri einróma að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Efling vill vísa kjaradeilu sinni og Samtaka atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara en formannafundur Starfsgreinasambandsins hafnaði því á föstudag eftir að sjö félög innan SGS lögðu það til. Sólveig segir það einnig spila inn í ákvörðun samninganefndarinnar að þegar Efling veitti Starfsgreinasambandinu umboð sitt hafi það verið gert með þeim fyrirvara að Efling teldi rétt að SGS færi í samflot með VR í viðræðum við SA. Ríkur vilji hefur verið meðal forystufólks Eflingar að sameinast við samningaborðið með VR en félögin eru lang fjölmennustu verkalýðsfélög landsins. Þau hafa hins vegar aldrei farið fram saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði fyrr í vikunni að vel kæmi til greina meðal forsvarsmanna VR að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Ég og mín samninganefnd bundum miklar vonir við það. Raunin er sú, að mínu mati, að það sé ekki raunverulegur vilji [innan SGS] til að láta að slíku samstarfi verða,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Sólveig segir samninganefnd Eflingar hafa veitt sér umboð til að ákveða hver næstu skref félagsins verði. Það komi í ljós á morgun eða á föstudaginn.
Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00 SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44 Leiðir aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins gætu skilið við samningaborðið Formaður Starfsgreinasambandsins segir hvert aðildarfélag hvenær sem er geta afturkallað samningsumboð sitt til sambandsins en deildar meiningar eru milli félaganna hvort vísa beri kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 12:07 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00
SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45
Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44
Leiðir aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins gætu skilið við samningaborðið Formaður Starfsgreinasambandsins segir hvert aðildarfélag hvenær sem er geta afturkallað samningsumboð sitt til sambandsins en deildar meiningar eru milli félaganna hvort vísa beri kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 12:07