Rektor segir að áreitni verði aldrei liðin innan HÍ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. desember 2018 17:11 Rektor hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Sigrúnar Helgu Lund. Kristinn Ingvarsson Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að skólinn hafi á undanförnum misserum lagt áherslu á að bæta ferla og úrræði til að bregðast við kvörtunum og tilkynningum um ofbeldi og áreitni. Hann segir að slíkt verði aldrei liðið innan HÍ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Jóns Atla vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Sigrúnar Helgu Lund, prófessors í líftölfræði sem sagði upp starfi sínu við skólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um kynferðislega áreitni yfirmanns í hennar garð. „Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að til staðar séu úrræði fyrir starfsmenn og nemendur sem telja á sér brotið. Háskólinn starfrækir m.a. sérstaka siðanefnd, fagráð um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, og viðbragðsteymi vegna eineltis og annars ofbeldis,“ segir í yfirlýsingu Jóns Atla. „Fram hefur komið í fjölmiðlum að tiltekinn starfsmaður hafi lagt fram kæru vegna framkomu annars starfsmanns til siðanefndar Háskóla Íslands en niðurstaða nefndarinnar lá fyrir í júlí 2018. Samkvæmt starfsreglum siðanefndar Háskóla Íslands eru skriflegar niðurstöður siðanefndar afhentar málsaðilum og sendar rektor til vitundar og varðveislu. Í kjölfar hverrar niðurstöðu siðanefndar metur rektor hvort tilefni sé til frekari aðgerða af hálfu Háskólans.“ Þar segir að rektor geti ekki tjáð sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna eða ákvarðanir siðanefndar sem eru trúnaðarmál. „Rétt er að taka fram að Háskóli Íslands hefur, á undanförnum misserum, lagt áherslu á að bæta enn frekar ferla og úrræði til að bregðast við kvörtunum og tilkynningum um ofbeldi og áreitni af hvaða tagi sem er, enda verður slíkt aldrei liðið innan Háskóla Íslands.“Hafnar öllum ásökunum Sigrún Helga greindi frá því í Facebook færslu í morgun að hún hefði sagt upp starfi sínu. Sigrún segist í færslunni hafa sett fram margvísleg sönnunargögn um alvarlegt andlegt ofbeldi og einelti af hálfu yfirmannsins en engin tilraun hafi verið gerð til að rannsaka málið innan háskólans. Hún hafi í kjölfarið verið rekin af vinnustaðnum og skipað að fara í veikindaleyfi. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands hafnaði ásökunum Sigrúnar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir hádegi í dag. „Ég hafna því eindregið að hafa beitt hana andlegu ofbeldi eða áreitni af neinu tagi. Eftir farsælt samstarf komu upp erfiðleikar á milli okkar, og ég neyddist á endanum til að víkja henni úr rannsóknahóp mínum. Í kjölfarið gerði hún sig seka um tilefnislausa líkamsárás á skrifstofu minni í vitna viðurvist og hafði í hótunum við mig. Sá atburður var mér og öðru samstarfsfólki okkar mikið áfall,“ sagði Sigurður Yngvi og vísaði í niðurstöðu Siðanefndar. MeToo Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 „Sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni“ Kári Stefánsson, Sigrún Helga Lund og Jón Atli Benediktsson áttu fund í dag vegna máls Sigrúnar. 19. desember 2018 14:49 Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að skólinn hafi á undanförnum misserum lagt áherslu á að bæta ferla og úrræði til að bregðast við kvörtunum og tilkynningum um ofbeldi og áreitni. Hann segir að slíkt verði aldrei liðið innan HÍ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Jóns Atla vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Sigrúnar Helgu Lund, prófessors í líftölfræði sem sagði upp starfi sínu við skólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um kynferðislega áreitni yfirmanns í hennar garð. „Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að til staðar séu úrræði fyrir starfsmenn og nemendur sem telja á sér brotið. Háskólinn starfrækir m.a. sérstaka siðanefnd, fagráð um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, og viðbragðsteymi vegna eineltis og annars ofbeldis,“ segir í yfirlýsingu Jóns Atla. „Fram hefur komið í fjölmiðlum að tiltekinn starfsmaður hafi lagt fram kæru vegna framkomu annars starfsmanns til siðanefndar Háskóla Íslands en niðurstaða nefndarinnar lá fyrir í júlí 2018. Samkvæmt starfsreglum siðanefndar Háskóla Íslands eru skriflegar niðurstöður siðanefndar afhentar málsaðilum og sendar rektor til vitundar og varðveislu. Í kjölfar hverrar niðurstöðu siðanefndar metur rektor hvort tilefni sé til frekari aðgerða af hálfu Háskólans.“ Þar segir að rektor geti ekki tjáð sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna eða ákvarðanir siðanefndar sem eru trúnaðarmál. „Rétt er að taka fram að Háskóli Íslands hefur, á undanförnum misserum, lagt áherslu á að bæta enn frekar ferla og úrræði til að bregðast við kvörtunum og tilkynningum um ofbeldi og áreitni af hvaða tagi sem er, enda verður slíkt aldrei liðið innan Háskóla Íslands.“Hafnar öllum ásökunum Sigrún Helga greindi frá því í Facebook færslu í morgun að hún hefði sagt upp starfi sínu. Sigrún segist í færslunni hafa sett fram margvísleg sönnunargögn um alvarlegt andlegt ofbeldi og einelti af hálfu yfirmannsins en engin tilraun hafi verið gerð til að rannsaka málið innan háskólans. Hún hafi í kjölfarið verið rekin af vinnustaðnum og skipað að fara í veikindaleyfi. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands hafnaði ásökunum Sigrúnar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir hádegi í dag. „Ég hafna því eindregið að hafa beitt hana andlegu ofbeldi eða áreitni af neinu tagi. Eftir farsælt samstarf komu upp erfiðleikar á milli okkar, og ég neyddist á endanum til að víkja henni úr rannsóknahóp mínum. Í kjölfarið gerði hún sig seka um tilefnislausa líkamsárás á skrifstofu minni í vitna viðurvist og hafði í hótunum við mig. Sá atburður var mér og öðru samstarfsfólki okkar mikið áfall,“ sagði Sigurður Yngvi og vísaði í niðurstöðu Siðanefndar.
MeToo Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 „Sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni“ Kári Stefánsson, Sigrún Helga Lund og Jón Atli Benediktsson áttu fund í dag vegna máls Sigrúnar. 19. desember 2018 14:49 Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33
„Sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni“ Kári Stefánsson, Sigrún Helga Lund og Jón Atli Benediktsson áttu fund í dag vegna máls Sigrúnar. 19. desember 2018 14:49
Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41
Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48