Guðrún Brá þarf að hækka sig um 21 sæti á lokahringnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 14:23 Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/GSÍ Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í 46. sæti fyrir fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Guðrún Brá lék fjórða hringinn á 73 höggum í dag eða einu höggi yfir pari. Hún hefur leikið hringina fjóra á tveimur höggum yfir pari samanlagt. Guðrún Brá var með þrjá fugla, tvo skolla og einn skramba á hringnum í dag. Alls eru það 115 kylfingar sem keppa um 25 efstu sætin sem tryggja keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Alls eru leiknir fimm hringir á fimm keppnisdögum. Mótið fer fram í Marokkó og eru keppnisvellirnir tveir. Guðrún Brá þarf því að hækka sig um 21 sæti ætli hún að tryggja sér keppnisrétt á næsta ári. Kylfingurinn í 25. sæti er nú á tveimur höggum undir pari en þrjár eru jafnar í 25. til 28. sæti. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er með keppnisrétt á þessari mótaröð á næsta tímabili. Alls hafa þrjár íslenskar konur komist inn á LET-Evrópumótaröðina í gegnum lokaúrtökumótið. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í 46. sæti fyrir fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Guðrún Brá lék fjórða hringinn á 73 höggum í dag eða einu höggi yfir pari. Hún hefur leikið hringina fjóra á tveimur höggum yfir pari samanlagt. Guðrún Brá var með þrjá fugla, tvo skolla og einn skramba á hringnum í dag. Alls eru það 115 kylfingar sem keppa um 25 efstu sætin sem tryggja keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Alls eru leiknir fimm hringir á fimm keppnisdögum. Mótið fer fram í Marokkó og eru keppnisvellirnir tveir. Guðrún Brá þarf því að hækka sig um 21 sæti ætli hún að tryggja sér keppnisrétt á næsta ári. Kylfingurinn í 25. sæti er nú á tveimur höggum undir pari en þrjár eru jafnar í 25. til 28. sæti. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er með keppnisrétt á þessari mótaröð á næsta tímabili. Alls hafa þrjár íslenskar konur komist inn á LET-Evrópumótaröðina í gegnum lokaúrtökumótið. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira