Hvítu hjálmarnir skotmark upplýsingafölsunar Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 09:55 Sjálfboðaliðar Hvítu hjálmanna að störfum. Þeir eru nú orðnir skotmark bæði rússneskra áróðursmeistara og sýrlenska stjórnarhersins. Vísir/EPA Rússneskir ríkisfjölmiðlar og stofnanir hafa háð gegndarlausa herferð upplýsingafölsunar á hendur Hvitu hjálmunum svonefndu, samtökum sjálfboðaliða sem hafa bjargað fólki úr rústum húsa í Sýrlandi. Þar hafa verið settar fram falskar ásakanir um að samtökin séu hryðjuverkahópur sem undirbúi jafnvel efnavopnaárás í landinu. Sýrlenski borgaravarnahópurinn er betur þekktur sem Hvítu hjálmarnir. Sjálfboðaliða hópsins eru sagðir hafa bjargað þúsundum Sýrlendinga úr rústum húsa sem hafa orðið fyrir loftárásum stjórnarhers Bashars al-Assad forseta og bandamanna hans Rússa. Samtökin segja að um 250 sjálfboðaliðar hafi látið lífið við þau störf. Rannsóknhópurinn Bellingcat sem starfar á Bretlandi segir að áróðursherferð Rússa hafi útmálað sjálfboðaliðana sem hryðjuverkamenn og gert þá að lögmætum skotmörkum stjórnarhersins. Þannig hefur rússneska varnarmálaráðuneytið og þarlend stofnun sem komið var á fót til að fylgjast með átökum í Sýrlandi birt 22 skýrslur þar sem því er haldið fram að Hvítu hjálmarnir hafi flutt efnavopn til og frá yfirráðasvæðum uppreisnarmanna í Idlib-héraði fyrir árásir sem eigi að vera yfirvofandi.Washington Post segir að engar slíkar árásir hafi átt sér stað og eftirlitshópar hafi engar vísbendingar fundið sem styðja rússnesku ásakanirnar. Hvítu hjálmarnir hafa fengið fjármagn frá vesturlöndum, þar á meðal tugi milljóna dollara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir fjármunir eru sagðir hafa runnið til þess að þjálfa sjálfboðaliða í björgunarstörfum. Þessar vestrænu tengingar hefur rússneska áróðursherferðin notfært sér og lýst Hvítu hjálmunum sem handbendum Vesturlanda. Herferðin hefur leitt til þess að stjórnarherinn eltir uppi félaga í samtökunum þegar hann vinnur svæði af uppreisnarmönnum. Sumir þeirra hafa þá verið handteknir og pyntaðir. Rússnesk stjórnvöld hafa beitt áróðurs- og upplýsingafölsunarherferðum sem þessum víðar undanfarin ár, meðal annars í kringum bandarísku forsetakosningarnar árið 2016. Sérfræðingar telja að markmið þeirra sé að sá efasemdum og vantrausti og efla stuðning við niðurstöður mála sem Rússar hagnast á. Rússland Sýrland Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Rússneskir ríkisfjölmiðlar og stofnanir hafa háð gegndarlausa herferð upplýsingafölsunar á hendur Hvitu hjálmunum svonefndu, samtökum sjálfboðaliða sem hafa bjargað fólki úr rústum húsa í Sýrlandi. Þar hafa verið settar fram falskar ásakanir um að samtökin séu hryðjuverkahópur sem undirbúi jafnvel efnavopnaárás í landinu. Sýrlenski borgaravarnahópurinn er betur þekktur sem Hvítu hjálmarnir. Sjálfboðaliða hópsins eru sagðir hafa bjargað þúsundum Sýrlendinga úr rústum húsa sem hafa orðið fyrir loftárásum stjórnarhers Bashars al-Assad forseta og bandamanna hans Rússa. Samtökin segja að um 250 sjálfboðaliðar hafi látið lífið við þau störf. Rannsóknhópurinn Bellingcat sem starfar á Bretlandi segir að áróðursherferð Rússa hafi útmálað sjálfboðaliðana sem hryðjuverkamenn og gert þá að lögmætum skotmörkum stjórnarhersins. Þannig hefur rússneska varnarmálaráðuneytið og þarlend stofnun sem komið var á fót til að fylgjast með átökum í Sýrlandi birt 22 skýrslur þar sem því er haldið fram að Hvítu hjálmarnir hafi flutt efnavopn til og frá yfirráðasvæðum uppreisnarmanna í Idlib-héraði fyrir árásir sem eigi að vera yfirvofandi.Washington Post segir að engar slíkar árásir hafi átt sér stað og eftirlitshópar hafi engar vísbendingar fundið sem styðja rússnesku ásakanirnar. Hvítu hjálmarnir hafa fengið fjármagn frá vesturlöndum, þar á meðal tugi milljóna dollara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir fjármunir eru sagðir hafa runnið til þess að þjálfa sjálfboðaliða í björgunarstörfum. Þessar vestrænu tengingar hefur rússneska áróðursherferðin notfært sér og lýst Hvítu hjálmunum sem handbendum Vesturlanda. Herferðin hefur leitt til þess að stjórnarherinn eltir uppi félaga í samtökunum þegar hann vinnur svæði af uppreisnarmönnum. Sumir þeirra hafa þá verið handteknir og pyntaðir. Rússnesk stjórnvöld hafa beitt áróðurs- og upplýsingafölsunarherferðum sem þessum víðar undanfarin ár, meðal annars í kringum bandarísku forsetakosningarnar árið 2016. Sérfræðingar telja að markmið þeirra sé að sá efasemdum og vantrausti og efla stuðning við niðurstöður mála sem Rússar hagnast á.
Rússland Sýrland Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira