Útlit fyrir rok og rigningu á aðfangadag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2018 09:30 Úrkomuspá Veðurstofunnar fyrir klukkan 18 á aðfangadag. Mynd/Veðurstofa Íslands Fastlega má gera ráð fyrir því að jólaveðrið í ár á höfuðborgarsvæðinu og víðar verði rok og rigning. Spáð er nokkuð hvassri suðvestanátt og talsverðri úrkomu á aðfangadag. „Þetta er ekki mjög skemmtilegt veður sem spárnar eru að bjóða upp á núna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Í úrkomuspá Veðurstofunnar á vef hennar má sjá að stór grænn blettur, sem táknar magn úrkomu, nær allt frá Vestfjörðum að Mýrdalsjökli. „Eins og staðan er núna er útlit fyrir að það verði suðvestanátt og svona frekar hvasst með rigningu. Það er ekki verið að bjóða upp á neitt skemmtilegt veður,“ segir Birta Líf. Það er þó smá von um að veðrið verði ekki jafn leiðinlegt á aðfangadag en þessi spá gerir ráð fyrir en Birta Líf segir að spáin sem birtist á vef Veðurstofunnar sé gerð eftir evrópskum spálíkönum. Veðurstofan hefur einnig aðgang að bandarísku spálíkani og samkvæmt því er gert ráð fyrir minni úrkomu og minna hvassviðri. „Við erum með líka með bandaríska spá sem er notuð minna en er samt til viðmiðunar. Hún er ekki jafn slæm. Það er yfirleitt þannig að ef þeim ber ekki saman þá setjum við smá fyrirvara á þetta.“ segir Birta Líf. Sumum finnst mikilvægt að það snjói á jólunum enda óumdeilt að snjórinn geri allt töluvert jólalegra auk þess sem hann lýsir upp skammdegið þegar það stendur sem hæst. Ekki er þó von um að úrkoman sem spáð er á aðfangadag komi í formi snjókomu. „Því miður, eins og staðan er núna þá lítur þetta út fyrir að vera bara hrein rigning.“Þegar landsmenn vakna á aðfangadag er ólíklegt að það þurfi að skafa af bílunum.VÍSIR/VILHELMVeðurhorfur á landinu Austan 8-13 og rigning eða skúrir í dag, einkum SA-lands, hægari vindur og yfirleitt þurrt N-til á landinu. Hiti 3 til 8 stig, en í kringum frostmark norðan heiða í kvöld. NA 3-8 á morgun, en 8-13 við SA-ströndina. Léttskýjað SV-lands, annars skýjað og skúrir á SA-landi. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag og laugardag: Norðaustan 3-8 m/s og él A-lands, en víða léttskýjað á S- og V-landi. Frostlaust við SA- og A-ströndina, annars vægt frost.Á sunnudag (Þorláksmessa):Hæg breytileg átt, þurrt og hiti nálægt frostmarki. Suðvestan 8-13 m/s vestast um kvöldið með slyddu og hlýnandi veðri.Á mánudag (aðfangadagur jóla):Suðvestanátt og rigning, en þurrt að kalla á NA- og A-landi. Hiti 2 til 7 stig.Á þriðjudag (jóladagur):Suðlæg átt með rigningu S- og V-lands, en úrkomulítið annars staðar. Hiti breytist lítið. Jól Veður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Fastlega má gera ráð fyrir því að jólaveðrið í ár á höfuðborgarsvæðinu og víðar verði rok og rigning. Spáð er nokkuð hvassri suðvestanátt og talsverðri úrkomu á aðfangadag. „Þetta er ekki mjög skemmtilegt veður sem spárnar eru að bjóða upp á núna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Í úrkomuspá Veðurstofunnar á vef hennar má sjá að stór grænn blettur, sem táknar magn úrkomu, nær allt frá Vestfjörðum að Mýrdalsjökli. „Eins og staðan er núna er útlit fyrir að það verði suðvestanátt og svona frekar hvasst með rigningu. Það er ekki verið að bjóða upp á neitt skemmtilegt veður,“ segir Birta Líf. Það er þó smá von um að veðrið verði ekki jafn leiðinlegt á aðfangadag en þessi spá gerir ráð fyrir en Birta Líf segir að spáin sem birtist á vef Veðurstofunnar sé gerð eftir evrópskum spálíkönum. Veðurstofan hefur einnig aðgang að bandarísku spálíkani og samkvæmt því er gert ráð fyrir minni úrkomu og minna hvassviðri. „Við erum með líka með bandaríska spá sem er notuð minna en er samt til viðmiðunar. Hún er ekki jafn slæm. Það er yfirleitt þannig að ef þeim ber ekki saman þá setjum við smá fyrirvara á þetta.“ segir Birta Líf. Sumum finnst mikilvægt að það snjói á jólunum enda óumdeilt að snjórinn geri allt töluvert jólalegra auk þess sem hann lýsir upp skammdegið þegar það stendur sem hæst. Ekki er þó von um að úrkoman sem spáð er á aðfangadag komi í formi snjókomu. „Því miður, eins og staðan er núna þá lítur þetta út fyrir að vera bara hrein rigning.“Þegar landsmenn vakna á aðfangadag er ólíklegt að það þurfi að skafa af bílunum.VÍSIR/VILHELMVeðurhorfur á landinu Austan 8-13 og rigning eða skúrir í dag, einkum SA-lands, hægari vindur og yfirleitt þurrt N-til á landinu. Hiti 3 til 8 stig, en í kringum frostmark norðan heiða í kvöld. NA 3-8 á morgun, en 8-13 við SA-ströndina. Léttskýjað SV-lands, annars skýjað og skúrir á SA-landi. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag og laugardag: Norðaustan 3-8 m/s og él A-lands, en víða léttskýjað á S- og V-landi. Frostlaust við SA- og A-ströndina, annars vægt frost.Á sunnudag (Þorláksmessa):Hæg breytileg átt, þurrt og hiti nálægt frostmarki. Suðvestan 8-13 m/s vestast um kvöldið með slyddu og hlýnandi veðri.Á mánudag (aðfangadagur jóla):Suðvestanátt og rigning, en þurrt að kalla á NA- og A-landi. Hiti 2 til 7 stig.Á þriðjudag (jóladagur):Suðlæg átt með rigningu S- og V-lands, en úrkomulítið annars staðar. Hiti breytist lítið.
Jól Veður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira