Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2018 09:03 Gracie Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. Maðurinn er grunaður um að hafa myrt hina 22 ára gömlu Grace Millane sem var á ferðalagi ein síns liðs um Nýja-Sjáland en hvarf í byrjun mánaðarins. Hún fannst svo látin skammt frá höfuðborg Nýja-Sjálands, Auckland. Þann 10. desember var hinn grunaði í málinu leiddur fyrir dómara sem úrskurðaði hann í gæsluvarðhald. Dómarinn úrskurðaði einnig að nafn mannsins mætti ekki gefa upp að svo stöddu á grundvelli laga um nafnleynd. Google fór gegn þeim úrskurði þegar það sendi tölvupóst til þeirra sem voru á póstlista yfir vinsæl leitarorð tengd Nýja-Sjálandi. Nafn mannsins birtist í titli tölvupóstsins en Google segir að leitað hafi verið oftar en 100 þúsund sinnum að nafninu. Yfirvöld í Nýja-Sjálandi líta málið alvarlegum augum. Google segir að nafnið hafi verið birt fyrir mistök. Fyrirtækið hafi brugðist við um leið og það fékk vitneskju um dómsúrskurðinn en það var fjórum dögum eftir að hann var kveðinn upp. Andrew Little, dómsmálaráðherra Nýja-Sjálands, fundaði með yfirmönnum Google í Nýja-Sjálandi. „Þeir bentu á einhverja erfiðleika sem þeir eiga við að etja vegna þessa. Ég sagði að ég hefði einfaldlega ekki skilning á því. Ég verð að sjá til þess að dómsúrskurðum sé framfylgt um leið og þeir hafa verið kveðnir upp,“ er haft eftir Little á vef Guardian. Þá hefur ráðherrann einnig ávítt nokkra breska fjölmiðla sem einnig birtu nafn mannsins. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. Maðurinn er grunaður um að hafa myrt hina 22 ára gömlu Grace Millane sem var á ferðalagi ein síns liðs um Nýja-Sjáland en hvarf í byrjun mánaðarins. Hún fannst svo látin skammt frá höfuðborg Nýja-Sjálands, Auckland. Þann 10. desember var hinn grunaði í málinu leiddur fyrir dómara sem úrskurðaði hann í gæsluvarðhald. Dómarinn úrskurðaði einnig að nafn mannsins mætti ekki gefa upp að svo stöddu á grundvelli laga um nafnleynd. Google fór gegn þeim úrskurði þegar það sendi tölvupóst til þeirra sem voru á póstlista yfir vinsæl leitarorð tengd Nýja-Sjálandi. Nafn mannsins birtist í titli tölvupóstsins en Google segir að leitað hafi verið oftar en 100 þúsund sinnum að nafninu. Yfirvöld í Nýja-Sjálandi líta málið alvarlegum augum. Google segir að nafnið hafi verið birt fyrir mistök. Fyrirtækið hafi brugðist við um leið og það fékk vitneskju um dómsúrskurðinn en það var fjórum dögum eftir að hann var kveðinn upp. Andrew Little, dómsmálaráðherra Nýja-Sjálands, fundaði með yfirmönnum Google í Nýja-Sjálandi. „Þeir bentu á einhverja erfiðleika sem þeir eiga við að etja vegna þessa. Ég sagði að ég hefði einfaldlega ekki skilning á því. Ég verð að sjá til þess að dómsúrskurðum sé framfylgt um leið og þeir hafa verið kveðnir upp,“ er haft eftir Little á vef Guardian. Þá hefur ráðherrann einnig ávítt nokkra breska fjölmiðla sem einnig birtu nafn mannsins.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15
„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31