Ættu miklu frekar að fá Eric Cantona til að taka við United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 08:30 Eric Cantona er goðsögn hjá Manchester United. vísir/getty Edward Freeman þekkir vel til hjá Manchester United eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hjá félaginu til fjölda ára. Hann vill miklu frekar að Eric Cantona taki við United heldur en Ole Gunnar Solskjær. „Eric Cantona ætti að taka við liðinu á þessum tímapunkti. Ég hugsaði um þetta vel og lengi í gærkvöldi. Hann kæmi með allt til baka sem hefur týnst undanfarið hjá Manchester United,“ sagði Edward Freeman í viðtali á BBC Radio 5 live. „Eric myndi fá stjórina aftur inn, hann myndi fá virðingu frá leikmönnunum og það sem meira er, hann fengi stuðningsmennina 100 prósent prósent á bak við sig,“ sagði Edward Freeman.Hold on a second Ole! King Eric wants the job. Cantona has told former United executive Edward Freeman that he wants to be the next manager of @ManUtd. The latest on @BBCr4todaypic.twitter.com/rhXJ0kwgLN — Nick Robinson (@bbcnickrobinson) December 19, 2018„Ef þið bara hugsið aðeins um þetta. Eric hefur sagt hversu mikið hann elskar Manchester United og að félagið eigi stóran sess í hjarta hans og anda,“ sagði Freeman. „Ég ræddi einu sinni við Sir Alex Ferguson undir fjögur augu og spurði hann hver í hans liði ætti að taka við af honum eða yrði góður knattspyrnustjóri. Hann hugsaði um það í smá tíma og sagði svo: Það er einn maður sem stendur upp úr að mínu mati þegar kemur að því að vera leiðtogi í klefanum og maður sem aðrir líta upp til. Það var Eric Cantona,“ sagði Freeman. Eric Cantona er nú 52 ára gamall og eina reynsla hans sem þjálfara var hjá strandfótboltalandsliði Frakka. Hann starfaði einnig sem yfirmaður knattspyrnumála hjá New York Cosmos en aðeins í eitt ár. Cantona lék með Manchester United frá 1992 til 1997. Á þeim tíma vann hann níu titla á fimm tímabilum þar af ensku deildina fjórum sinum (1993, 1994, 1996 og 1997) og tvisvar sinnum tvennuna (1994 og 1996). View this post on Instagram#manchesterunited A post shared by Eric Cantona (@ericcantona) on Dec 18, 2018 at 1:10pm PST Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Edward Freeman þekkir vel til hjá Manchester United eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hjá félaginu til fjölda ára. Hann vill miklu frekar að Eric Cantona taki við United heldur en Ole Gunnar Solskjær. „Eric Cantona ætti að taka við liðinu á þessum tímapunkti. Ég hugsaði um þetta vel og lengi í gærkvöldi. Hann kæmi með allt til baka sem hefur týnst undanfarið hjá Manchester United,“ sagði Edward Freeman í viðtali á BBC Radio 5 live. „Eric myndi fá stjórina aftur inn, hann myndi fá virðingu frá leikmönnunum og það sem meira er, hann fengi stuðningsmennina 100 prósent prósent á bak við sig,“ sagði Edward Freeman.Hold on a second Ole! King Eric wants the job. Cantona has told former United executive Edward Freeman that he wants to be the next manager of @ManUtd. The latest on @BBCr4todaypic.twitter.com/rhXJ0kwgLN — Nick Robinson (@bbcnickrobinson) December 19, 2018„Ef þið bara hugsið aðeins um þetta. Eric hefur sagt hversu mikið hann elskar Manchester United og að félagið eigi stóran sess í hjarta hans og anda,“ sagði Freeman. „Ég ræddi einu sinni við Sir Alex Ferguson undir fjögur augu og spurði hann hver í hans liði ætti að taka við af honum eða yrði góður knattspyrnustjóri. Hann hugsaði um það í smá tíma og sagði svo: Það er einn maður sem stendur upp úr að mínu mati þegar kemur að því að vera leiðtogi í klefanum og maður sem aðrir líta upp til. Það var Eric Cantona,“ sagði Freeman. Eric Cantona er nú 52 ára gamall og eina reynsla hans sem þjálfara var hjá strandfótboltalandsliði Frakka. Hann starfaði einnig sem yfirmaður knattspyrnumála hjá New York Cosmos en aðeins í eitt ár. Cantona lék með Manchester United frá 1992 til 1997. Á þeim tíma vann hann níu titla á fimm tímabilum þar af ensku deildina fjórum sinum (1993, 1994, 1996 og 1997) og tvisvar sinnum tvennuna (1994 og 1996). View this post on Instagram#manchesterunited A post shared by Eric Cantona (@ericcantona) on Dec 18, 2018 at 1:10pm PST
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira