Manchester United búið að reka Jose Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2018 09:54 Jose Mourinho. Vísir/Getty Jose Mourinho lifði af sautjánda desember en ekki þann átjánda. Manchester United hefur ákveðið að reka knattspyrnustjóra sinn. Manchester United sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að portúgalski stjórinn hafi yfirgefið félagið. Manchester United þakkaði Mourinho fyrir vinnu sína sem stjóri Manchester United en hann tók við liðinu sumarið 2016. Honum er einnig óskað góðs gengis í framtíðinni. Manchester United has announced that Jose Mourinho has left the Club. We would like to thank him for his work during his time at Manchester United and wish him success in the future. #MUFC — Manchester United (@ManUtd) December 18, 2018 Manchester United er 19 stigum á eftir toppliði Liverpool eftir 3-1 tap á Anfield um síðustu helgi. Liverpool yfirspilaði United-liðið stærsta hluta leiksins. Það kemur fram í fréttatilkynningunni að Manchester United mun ekki ráða framtíðarstjóra strax heldur verður stjóri ráðinn tímabundið til að klára þetta tímabil. United vann aðeins einu sinni í síðustu sex deildarleikjum sínum undir stjórn Mourinho og gerði þar jafntefli við bæði Southampton og Crystal Palace. Manchester United er í sjötta sæti deildarinnar en það eru ellefu stig í fjórða og síðasta sætið sem hefur þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Manchester United er hinsvegar komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir franska liðinu Paris Saint Germain í febrúar og mars. 26 - Manchester United have picked up 26 points after their first 17 league games this season under Jose Mourinho; their worst points haul in the top-flight at this stage since 1990-91 (also 26 points). Dip. pic.twitter.com/I9iHo1uqVQ — OptaJoe (@OptaJoe) December 18, 2018Hinn 55 ára gamli Jose Mourinho var rekinn frá Chelsea 17. desember 2015 aðeins sjö mánuðum eftir að hann gerði félagið að Englandsmeisturum í þriðja sinn. Hann hafði áður hætt óvænt hjá Chelsea 20. september 2007 en það var sagt vera sameiginleg ákvörðun. Það munaði því aðeins einum degi að Mourinho hafi verið rekinn tvisvar frá ensku úrvalsdeildarliði á sama mánaðardegi. Ákvörðunin um þennan brottrekstur var þó væntanlega tekin í gær 17. desember 2018. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Jose Mourinho lifði af sautjánda desember en ekki þann átjánda. Manchester United hefur ákveðið að reka knattspyrnustjóra sinn. Manchester United sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að portúgalski stjórinn hafi yfirgefið félagið. Manchester United þakkaði Mourinho fyrir vinnu sína sem stjóri Manchester United en hann tók við liðinu sumarið 2016. Honum er einnig óskað góðs gengis í framtíðinni. Manchester United has announced that Jose Mourinho has left the Club. We would like to thank him for his work during his time at Manchester United and wish him success in the future. #MUFC — Manchester United (@ManUtd) December 18, 2018 Manchester United er 19 stigum á eftir toppliði Liverpool eftir 3-1 tap á Anfield um síðustu helgi. Liverpool yfirspilaði United-liðið stærsta hluta leiksins. Það kemur fram í fréttatilkynningunni að Manchester United mun ekki ráða framtíðarstjóra strax heldur verður stjóri ráðinn tímabundið til að klára þetta tímabil. United vann aðeins einu sinni í síðustu sex deildarleikjum sínum undir stjórn Mourinho og gerði þar jafntefli við bæði Southampton og Crystal Palace. Manchester United er í sjötta sæti deildarinnar en það eru ellefu stig í fjórða og síðasta sætið sem hefur þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Manchester United er hinsvegar komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir franska liðinu Paris Saint Germain í febrúar og mars. 26 - Manchester United have picked up 26 points after their first 17 league games this season under Jose Mourinho; their worst points haul in the top-flight at this stage since 1990-91 (also 26 points). Dip. pic.twitter.com/I9iHo1uqVQ — OptaJoe (@OptaJoe) December 18, 2018Hinn 55 ára gamli Jose Mourinho var rekinn frá Chelsea 17. desember 2015 aðeins sjö mánuðum eftir að hann gerði félagið að Englandsmeisturum í þriðja sinn. Hann hafði áður hætt óvænt hjá Chelsea 20. september 2007 en það var sagt vera sameiginleg ákvörðun. Það munaði því aðeins einum degi að Mourinho hafi verið rekinn tvisvar frá ensku úrvalsdeildarliði á sama mánaðardegi. Ákvörðunin um þennan brottrekstur var þó væntanlega tekin í gær 17. desember 2018.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira