Sex ára lokun Gömlu Hringbrautar hefur töluverð áhrif á leiðir Strætó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2018 11:46 Á myndinni má sjá þann hluta Gömlu Hringbrautar sem verður lokað vegna framkvæmda. Strætó Í janúar 2019 mun hluti Gömlu Hringbrautar loka í sex ár vegna framkvæmda á nýjum Landspítala. Lokunin mun hafa nokkur áhrif á leiðakerfi Strætó. Þá hækkar gjaldskrá Strætó að meðaltali um tæp fjögur prósent um áramótin. Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald verður 470 krónur eftir breytingar en var 460 krónur. Í eigendastefnu Strætó sem samþykkt var í apríl 2013 kemur fram að stefnt skuli að því að fargjaldatekjur standi undir allt að 40% af almennum rekstrarkostnaði Strætó. Í dag standa fargjaldatekjur undir rúmlega 30% af almennum rekstrarkostnaði félagsins.Strætó fer um Barónstíg Leiðir 1, 3 og 6 munu nota nýjan veg á gatnamótaum Gömlu Hringbrautar og Barónsstígs og aka í staðinn inn á Hringbraut. Þetta á við báðar áttir, til og frá Hlemmi. Biðstöðvarnar Landspítalinn og BSÍ sameinast í biðstöðina BSÍ/Landspítalinn. Leiðir 5 og 15 munu aka nýja leið til þess að komast milli Gömlu Hringbrautar og Snorrabrautar. Á leið vestur munu vagnarnir aka frá Hlemmi, inn á Snorrabraut og beygja inn Egilsgötu og Barónsstíg á leið sinni að Gömlu-Hringbraut. Nýjar biðstöðvar á leið vestur í átt frá Hlemm eru : Egilsgata/Barónsstígur, Barónsstígur/Landspítalinn og BSÍ/Landspítalinn. Á leið austur munu leiðirnar beygja inn á Barónsstíg og aka niður Bergþórugötu og inn á Snorrabraut á leið sinni á Hlemm. Nýjar biðstöðvar á leið austur í átt að Hlemm eru: BSÍ/Landspítalinn, Barónsstígur/Landspítalinn og Barónsstígur/Egilsgata.Klippa: Breytingar á leið Strætó vegna nýs LandspítalaStrætó snýr aftur við HörpuLeið 3 mun aka Kalkofnsveg og Sæbraut Í stað þess að aka Hverfisgötu, mun leið 3 aka um Kalkofnsveg og Sæbraut til og frá Hlemmi. Verður þetta í fyrsta sinn í tæp tvö ár sem að Strætó stoppar við Hörpu, en í mars árið 2017 færðust sex strætóleiðir inn á Hverfisgötu vegna framkvæmda á gatnamótum Lækjargötu og Kalkofnsvegar. Nýjar biðstöðvar á leið 3 verða Arnarhóll/Lækjartorg, Harpa, Sæbraut/Vitastígur og Sæbraut/Frakkastígur. Allar biðsstöðvar á Hverfisgötu detta út á leið 3.Leið 14 styttist Á annatímum, seinni part dags lendir leið 14 gjarnan í miklum umferðartöfum og vögnunum gengur illa að halda áætlun. Sumarið 2017 var einum vagni og auka tíma bætt við leiðina í þeirri von að seinkanir myndu minnka. Sú breyting lagaði ástandið aðeins lítillega og meira þurfti til. Í stað þess að leiðin aki um Lækjargötu og Hringbraut til og frá Hlemmi, þá munu vagnarnir aka um Hverfisgötu til og frá Hlemmi. Strætó telur að þessi breyting muni auka áreiðanleika leiðar 14.Tímar breytast á leiðum 28 og 75 -Tímatöflu leiðar 28 verður breytt til að tryggja betri tengingar við Hamraborg og í þeirri von að tímajöfnun minnki í Dalaþingi. -Tímatöflu leiðar 75 verður breytt til þess hún passi betur við tómstundaiðkun ungmenna í Árborg. Árborg Landspítalinn Samgöngur Strætó Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Í janúar 2019 mun hluti Gömlu Hringbrautar loka í sex ár vegna framkvæmda á nýjum Landspítala. Lokunin mun hafa nokkur áhrif á leiðakerfi Strætó. Þá hækkar gjaldskrá Strætó að meðaltali um tæp fjögur prósent um áramótin. Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald verður 470 krónur eftir breytingar en var 460 krónur. Í eigendastefnu Strætó sem samþykkt var í apríl 2013 kemur fram að stefnt skuli að því að fargjaldatekjur standi undir allt að 40% af almennum rekstrarkostnaði Strætó. Í dag standa fargjaldatekjur undir rúmlega 30% af almennum rekstrarkostnaði félagsins.Strætó fer um Barónstíg Leiðir 1, 3 og 6 munu nota nýjan veg á gatnamótaum Gömlu Hringbrautar og Barónsstígs og aka í staðinn inn á Hringbraut. Þetta á við báðar áttir, til og frá Hlemmi. Biðstöðvarnar Landspítalinn og BSÍ sameinast í biðstöðina BSÍ/Landspítalinn. Leiðir 5 og 15 munu aka nýja leið til þess að komast milli Gömlu Hringbrautar og Snorrabrautar. Á leið vestur munu vagnarnir aka frá Hlemmi, inn á Snorrabraut og beygja inn Egilsgötu og Barónsstíg á leið sinni að Gömlu-Hringbraut. Nýjar biðstöðvar á leið vestur í átt frá Hlemm eru : Egilsgata/Barónsstígur, Barónsstígur/Landspítalinn og BSÍ/Landspítalinn. Á leið austur munu leiðirnar beygja inn á Barónsstíg og aka niður Bergþórugötu og inn á Snorrabraut á leið sinni á Hlemm. Nýjar biðstöðvar á leið austur í átt að Hlemm eru: BSÍ/Landspítalinn, Barónsstígur/Landspítalinn og Barónsstígur/Egilsgata.Klippa: Breytingar á leið Strætó vegna nýs LandspítalaStrætó snýr aftur við HörpuLeið 3 mun aka Kalkofnsveg og Sæbraut Í stað þess að aka Hverfisgötu, mun leið 3 aka um Kalkofnsveg og Sæbraut til og frá Hlemmi. Verður þetta í fyrsta sinn í tæp tvö ár sem að Strætó stoppar við Hörpu, en í mars árið 2017 færðust sex strætóleiðir inn á Hverfisgötu vegna framkvæmda á gatnamótum Lækjargötu og Kalkofnsvegar. Nýjar biðstöðvar á leið 3 verða Arnarhóll/Lækjartorg, Harpa, Sæbraut/Vitastígur og Sæbraut/Frakkastígur. Allar biðsstöðvar á Hverfisgötu detta út á leið 3.Leið 14 styttist Á annatímum, seinni part dags lendir leið 14 gjarnan í miklum umferðartöfum og vögnunum gengur illa að halda áætlun. Sumarið 2017 var einum vagni og auka tíma bætt við leiðina í þeirri von að seinkanir myndu minnka. Sú breyting lagaði ástandið aðeins lítillega og meira þurfti til. Í stað þess að leiðin aki um Lækjargötu og Hringbraut til og frá Hlemmi, þá munu vagnarnir aka um Hverfisgötu til og frá Hlemmi. Strætó telur að þessi breyting muni auka áreiðanleika leiðar 14.Tímar breytast á leiðum 28 og 75 -Tímatöflu leiðar 28 verður breytt til að tryggja betri tengingar við Hamraborg og í þeirri von að tímajöfnun minnki í Dalaþingi. -Tímatöflu leiðar 75 verður breytt til þess hún passi betur við tómstundaiðkun ungmenna í Árborg.
Árborg Landspítalinn Samgöngur Strætó Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu