Erlent

Colin Kroll stofnandi Vine látinn

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Kroll, sem var 35 ára, var einn af stofnendum Vine sem er vefur sem heldur utan um örmyndbönd sem eru einungis 7 sekúndur að lengd. Hann var þá einnig forstjóri HQ Trivia sem er vinsælt smáforrit.
Kroll, sem var 35 ára, var einn af stofnendum Vine sem er vefur sem heldur utan um örmyndbönd sem eru einungis 7 sekúndur að lengd. Hann var þá einnig forstjóri HQ Trivia sem er vinsælt smáforrit. Vísir/getty
Lögreglan í New York kom að Colin Kroll látnum í íbúð hans í Manhattan. Kærastan hans hafði beðið lögregluna að athuga með Kroll því hún hafi orðið áhyggjufull þegar hann svaraði ekki símanum.

Kroll, sem var 35 ára, var einn af stofnendum Vine sem er vefur sem heldur utan um örmyndbönd sem eru einungis 7 sekúndur að lengd. Hann var þá einnig forstjóri HQ Trivia sem er vinsælt smáforrit.

Lögreglan fann áhöld til fíkniefnaneyslu við hliðina á líki Krolls. Talið er að hann hafi látist vegna of stórs skammts af eiturlyfjum en málið er enn í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×