Fyrstu liðsfélagarnir með þrennu í sama leiknum í ellefu ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. desember 2018 09:30 Ekki allir fá að spila með átrúnaðargoðum sínum, hvað þá að skrifa sig í sögubækurnar með þeim vísir/getty LeBron James og Lonzo Ball urðu fyrstu samherjarnir til þess að ná báðir í þrefalda tvennu í einum og sama leiknum í NBA deildinni síðan árið 2007 þegar Los Angeles Lakers unnu Charlotte Hornets í nótt. James setti 24 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar og Ball var með 16 stig, 10 stoðsendingar og 10 fráköst í 128-100 sigrinum í Charlotte. Síðasta parið til þess að ná þessu voru Jason Kidd og Vince Carter fyrir New Jersey Nets í apríl 2007. Tveir leikmenn Lakers hafa ekki náð þrennu saman síðan Magic Johnson og Kareem Abdul-Jabbar gerði það í janúar 1982. „Síðan hann kom hingað hefur þetta verið eins og að lifa í draumi. Ég horfði á hann spila allt mitt líf, hann var átrúnaðargoðið mitt í æsku. Ég held mig hafi hins vegar aldrei dreymt um að við næðum báðir þrefaldri tvennu í sama leiknum,“ sagði Ball sem var að ná sinni fyrstu þrennu á tímabilinu.@KingJames (24p/12r/11a) & @ZO2_ (16p/10r/10a) are the first teammates to record a triple-double in the same game since @RealJasonKidd (10p/16r/18a) & @mrvincecarter15 (46p/16r/10a) on April 7, 2007! #NBAVaultpic.twitter.com/XmCgkaFWSf — NBA History (@NBAHistory) December 16, 2018 Þreföldu tvennurnar héldu sig ekki bara í Charlotte því James Harden er kominn á flug og setti sína aðra þrennu í röð í sigri Houston Rockets á Memphis Grizzlies. Houston hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir 105-97 sigurinn. Harden skoraði 32 af stigunum 105 og bætti við 12 fráköstum og 10 stoðsendingum. Clint Capela bætti við 26 stigum fyrir Rockets og Gerald Green 17. Í liði Memphis var Mike Conley atkvæðamestur með 22 stig.James Harden records his 2nd consecutive triple-double with 32 PTS, 12 REB, 10 AST in the @HoustonRockets road victory! #Rocketspic.twitter.com/MXthxJbpC4 — NBA (@NBA) December 16, 2018 Chicago Bulls náði ótrúlegri endurkomu í seinni hálfleik í Texas og vann San Antonio Spurs með fimm stigum eftir að hafa verið 21 stigi undir. Kris Dunn skoraði 24 stig og Lauri Markkanen 23 í 98-93 leiknum. Chicago vann seinni hálfleikinn 55-31 og vann sinn annan sigur í röð. Leikmenn Chicago töpuðu boltanum aðeins þrisvar í seinni hálfleik og spiluðu frábæran varnarleik, héldu San Antonio í 16 og 15 stigum í þriðja og fjórða leikhluta.Kris Dunn (Season-high 24 PTS) and Lauri Markkanen (23 PTS) spark the @chicagobulls comeback victory in San Antonio! #BullsNationpic.twitter.com/JkhqZ69U6d — NBA (@NBA) December 16, 2018Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Utah Jazz 96-89 Charlotte Hornets - Los Angeles Lakers 100-128 Detroit Pistons - Boston Celtics 113-104 Memphis Grizzlies - Houston Rockets 97-105 San Antonio Spurs - Chicago Bulls 93-98 Oklahoma City Thunder - LA Clippers 110-104 Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 107-99 NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira
LeBron James og Lonzo Ball urðu fyrstu samherjarnir til þess að ná báðir í þrefalda tvennu í einum og sama leiknum í NBA deildinni síðan árið 2007 þegar Los Angeles Lakers unnu Charlotte Hornets í nótt. James setti 24 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar og Ball var með 16 stig, 10 stoðsendingar og 10 fráköst í 128-100 sigrinum í Charlotte. Síðasta parið til þess að ná þessu voru Jason Kidd og Vince Carter fyrir New Jersey Nets í apríl 2007. Tveir leikmenn Lakers hafa ekki náð þrennu saman síðan Magic Johnson og Kareem Abdul-Jabbar gerði það í janúar 1982. „Síðan hann kom hingað hefur þetta verið eins og að lifa í draumi. Ég horfði á hann spila allt mitt líf, hann var átrúnaðargoðið mitt í æsku. Ég held mig hafi hins vegar aldrei dreymt um að við næðum báðir þrefaldri tvennu í sama leiknum,“ sagði Ball sem var að ná sinni fyrstu þrennu á tímabilinu.@KingJames (24p/12r/11a) & @ZO2_ (16p/10r/10a) are the first teammates to record a triple-double in the same game since @RealJasonKidd (10p/16r/18a) & @mrvincecarter15 (46p/16r/10a) on April 7, 2007! #NBAVaultpic.twitter.com/XmCgkaFWSf — NBA History (@NBAHistory) December 16, 2018 Þreföldu tvennurnar héldu sig ekki bara í Charlotte því James Harden er kominn á flug og setti sína aðra þrennu í röð í sigri Houston Rockets á Memphis Grizzlies. Houston hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir 105-97 sigurinn. Harden skoraði 32 af stigunum 105 og bætti við 12 fráköstum og 10 stoðsendingum. Clint Capela bætti við 26 stigum fyrir Rockets og Gerald Green 17. Í liði Memphis var Mike Conley atkvæðamestur með 22 stig.James Harden records his 2nd consecutive triple-double with 32 PTS, 12 REB, 10 AST in the @HoustonRockets road victory! #Rocketspic.twitter.com/MXthxJbpC4 — NBA (@NBA) December 16, 2018 Chicago Bulls náði ótrúlegri endurkomu í seinni hálfleik í Texas og vann San Antonio Spurs með fimm stigum eftir að hafa verið 21 stigi undir. Kris Dunn skoraði 24 stig og Lauri Markkanen 23 í 98-93 leiknum. Chicago vann seinni hálfleikinn 55-31 og vann sinn annan sigur í röð. Leikmenn Chicago töpuðu boltanum aðeins þrisvar í seinni hálfleik og spiluðu frábæran varnarleik, héldu San Antonio í 16 og 15 stigum í þriðja og fjórða leikhluta.Kris Dunn (Season-high 24 PTS) and Lauri Markkanen (23 PTS) spark the @chicagobulls comeback victory in San Antonio! #BullsNationpic.twitter.com/JkhqZ69U6d — NBA (@NBA) December 16, 2018Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Utah Jazz 96-89 Charlotte Hornets - Los Angeles Lakers 100-128 Detroit Pistons - Boston Celtics 113-104 Memphis Grizzlies - Houston Rockets 97-105 San Antonio Spurs - Chicago Bulls 93-98 Oklahoma City Thunder - LA Clippers 110-104 Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 107-99
NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira