Blæbrigði Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 15. desember 2018 07:45 Orðið blæbrigði komst í fréttirnar nýverið þegar formaður Samfylkingarinnar var inntur álits á þeim mun sem var á yfirlýsingum þingmanns Samfylkingarinnar og þolanda kynferðislegrar áreitni hans. Þolandinn hafði séð sig knúinn til að koma fram fyrir alþjóð og leiðrétta frásögn þingmannsins þar sem hann hafði greinilega sagt ósatt um gjörðir sínar. „Blæbrigðamunur“, sagði karlinn sem leiðir Samfylkinguna, „ólík upplifun“, sagði karlkyns þingmaðurinn. Nema hvað, það er sjaldnast þannig að þolandinn upplifi árásina eins og gerandinn. Þessi ranga frásögn þingmannsins sem knúði konuna til að koma fram ætti ein og sér að leiða til þess að hann íhugaði stöðu sína, að ekki sé talað um verknaðinn sjálfan og afleiðingar hans. En ímyndum okkur að það hefði verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins fremur en þingmaður Samfylkingarinnar sem hefði verið staðinn að kynferðislegri áreitni og því að niðurlægja konu sem streittist á móti. Hvernig hefðu þingmenn Samfylkingarinnar brugðist við, með því að læka ósönnu yfirlýsinguna með hjörtum? Held ekki. Ætli þeir hefðu ekki farið upp í þinginu og krafist afsagnar, ætli „RÚV“ hefði ekki kallað til lærða óháða álitsgjafa sem rætt hefðu kynbundið ofbeldi í stjórnmálum, ætli þingmenn Samfó hefðu ekki jafnvel talið að siðanefnd þingsins þyrfti að fjalla um málið. En nei, Samfylkingin lítur svo á að Jón sé ekki sama og séra Jón. Blæbrigðamunur og ólík upplifun, tveggja mánaða frí frá þinginu og svo áfram gakk eins og ekkert hafi í skorist. Það verður áhugavert að fylgjast með Samfylkingunni ræða stöðu kvenna og viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi. Það gæti reynst flokknum snúið. En hvar eru konurnar í þessum flokki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Orðið blæbrigði komst í fréttirnar nýverið þegar formaður Samfylkingarinnar var inntur álits á þeim mun sem var á yfirlýsingum þingmanns Samfylkingarinnar og þolanda kynferðislegrar áreitni hans. Þolandinn hafði séð sig knúinn til að koma fram fyrir alþjóð og leiðrétta frásögn þingmannsins þar sem hann hafði greinilega sagt ósatt um gjörðir sínar. „Blæbrigðamunur“, sagði karlinn sem leiðir Samfylkinguna, „ólík upplifun“, sagði karlkyns þingmaðurinn. Nema hvað, það er sjaldnast þannig að þolandinn upplifi árásina eins og gerandinn. Þessi ranga frásögn þingmannsins sem knúði konuna til að koma fram ætti ein og sér að leiða til þess að hann íhugaði stöðu sína, að ekki sé talað um verknaðinn sjálfan og afleiðingar hans. En ímyndum okkur að það hefði verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins fremur en þingmaður Samfylkingarinnar sem hefði verið staðinn að kynferðislegri áreitni og því að niðurlægja konu sem streittist á móti. Hvernig hefðu þingmenn Samfylkingarinnar brugðist við, með því að læka ósönnu yfirlýsinguna með hjörtum? Held ekki. Ætli þeir hefðu ekki farið upp í þinginu og krafist afsagnar, ætli „RÚV“ hefði ekki kallað til lærða óháða álitsgjafa sem rætt hefðu kynbundið ofbeldi í stjórnmálum, ætli þingmenn Samfó hefðu ekki jafnvel talið að siðanefnd þingsins þyrfti að fjalla um málið. En nei, Samfylkingin lítur svo á að Jón sé ekki sama og séra Jón. Blæbrigðamunur og ólík upplifun, tveggja mánaða frí frá þinginu og svo áfram gakk eins og ekkert hafi í skorist. Það verður áhugavert að fylgjast með Samfylkingunni ræða stöðu kvenna og viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi. Það gæti reynst flokknum snúið. En hvar eru konurnar í þessum flokki?